Bíó og sjónvarp

Disney ætlar að endurgera The Lion King

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það muna allir eftir Lion King.
Það muna allir eftir Lion King.
Fyrirtækið The Walt Disney Studios hefur tekið höndum saman með leikstjóranum Jon Favreau og hefur verið ákveðið að framleiða endurgerð af kvikmyndinni The Lion King.

Þetta kemur fram á heimasíðu Walt Disney en ákvörðunin var tekin í kjölfarið af frábæru gengi endurgerðarinnar af Jungle Book, sem Favreau leikstýrði.

Sú mynd var frumsýnd í apríl og hefur halað inn 966 milljónir dollara síðan þá. The Lion King er ein allar vinsælasta teiknimynd sögunnar og kom hún út árið 1994. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.