Viðskipti innlent

Bein út­sending: Aðal­skoðun bíður eftir milljónasta við­skipta­vininum

Tinni Sveinsson skrifar
Milljónasti viðskiptavinurinn verður leystur út með gjöfum en búist er við honum í dag eða á morgun.
Milljónasti viðskiptavinurinn verður leystur út með gjöfum en búist er við honum í dag eða á morgun.
Fyrirtækið Aðalskoðun fagnar stórum áfanga þessa dagana en viðskiptavinir þess telja nú um milljón. Í tilefni af þessu bryddar það upp á þeirri nýbreytni að streyma beinni útsendingu frá fimm af átta skoðunarstöðvum sínum á meðan beðið er eftir því að milljónasti viðskiptavinurinn renni með bílinn sinn á skoðunarbrautina.

Útsendingin er frá skoðunarstöðvunum í Hjallahrauni í Hafnarfirði, Skeifunni og Grjóthálsi í Reykjavík, við Skemmuveg í Kópavogi og Holtsgötu í Reykjanesbæ. Tekið verður höfðinglega á móti milljónasta viðskiptavininum og hann leystur út með gjöfum, flug fyrir tvo til Evrópu og fría skoðun í tíu ár.

„Þegar Aðalskoðun hóf starfsemi fyrir 21 ári síðan töldu flestir að erfitt yrði að keppa við aðila sem þá hafði notið einokunar í skjóli ríkisins í áratugi. Viðtökurnar voru frábærar strax frá upphafi og nú er svo komið að við erum að nálgast þann stóra áfanga að skoða milljónasta ökutækið okkar,“ segir Ómar Þorgils Pálmason, eigandi Aðalskoðunar, í fréttatilkynningu.

Hér fyrir neðan má sjá beinu útsendinguna. Búist er við því að milljónasti viðskiptavinurinn komi í dag eða á morgun.

Nánari upplýsingar um skoðunarstöðvar er að finna á heimasíðu Aðalskoðunar.

Hægt er að fylgjast með því hvernig talning viðskiptavinanna gengur á Facebook-síðu fyrirtækisins.

Uppfært 30. 9. klukkan 10.00.

Miðað við þróun gærdagsins þá lítur út fyrir að sá milljónasti muni detta inn öðru hvoru megin við hádegi í dag og má því reikna með góðri aðsókn á skoðunarstöðvarnar.

Landinn hefur tekið vel í nýbreytni Aðalskoðunar en yfir fjögur þúsund manns hafa nú þegar fylgst með beinni útsendingu frá skoðunarstöðvunum. 

Það ríkir ekki bara eftirvænting hjá þeim sem hafa verið að stilla sig inn á beinu útsendinguna því starfsmenn Aðalskoðunar bíða einnig spenntir eftir milljónasta bílnum. 

„Þetta hefur kryddað upp á lífið hér hjá Aðlaskoðun þar sem starfsmenn vita aldrei hvort að bílinn sem verið er að skoða verði sá milljónasti,” segir Hörður Harðarson hjá Aðalskoðun.

Aðalskoðun hóf starfsemi fyrir 21 ári.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×