Lífsgæði að búa á Akureyri Sæunn Gísladóttir skrifar 28. september 2016 11:30 Jóhann Steinar Jóhannsson er Akureyringur en bjó í áratug í Reykjavík og í Svíþjóð. Mynd/Auðunn Níelsson „Ég er mjög spenntur fyrir þessu, það eru mikil tækifæri í umhverfinu núna, það er þróttmikill vöxtur í efnahagslífinu og breytingar fram undan vegna afnáms gjaldeyrishafta. Það eru tækifæri fyrir bæði innlenda fjárfesta erlendis og fyrir erlenda fjárfesta til að koma inn,“ segir Jóhann Steinar Jóhannsson, sem tók á dögunum við stöðu framkvæmdastjóra ÍV sjóða hf. á Akureyri. ÍV sjóðir eru dótturfélag Íslenskra verðbréfa sem reka ellefu verðbréfa- og fjárfestingarsjóði með um fjörutíu milljarða króna í stýringu. Jóhann Steinar hefur víðtæka reynslu af innlendum fjármálamarkaði. Undanfarin fjögur ár hefur hann starfað við eignastýringu hjá Stapa lífeyrissjóði. Á árunum 2008 til 2011 starfaði Jóhann Steinar við fjárfestingar og viðskiptaþróun hjá Tryggingamiðstöðinni. Þar áður starfaði hann í markaðsviðskiptum, áhættu- og fjárstýringu hjá Stoðum og Straumi fjárfestingabanka. Jóhann Steinar er með M.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Lunds Universitet og B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur jafnframt lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Jóhann Steinar er Akureyringur og sneri aftur til Akureyrar fyrir fjórum árum eftir að hafa búið í Svíþjóð og þar áður í Reykjavík í níu ár. Hann segir það hafa verið mjög gott að koma aftur heim og kann mjög vel við sig á Akureyri. „Það eru lífsgæði að fá að búa á Akureyri. Þetta er nógu stór bær til að maður verði ekki innilokaður og líði eins og maður sé í smábæ, hér er allt það helsta sem maður þarf en án stressins. Maður festist ekki í umferðarteppu á Miklubrautinni hérna,“ segir Jóhann Steinar og hlær. Hann er í sambúð með Írisi Björk Gunnlaugsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjú börn. Utan vinnunnar stundar Jóhann Steinar crossfit. „Ég er búinn að vera í því í þrjú ár. Það eru tvær stöðvar hérna á Akureyri og ótrúlega mikil og öflug hreyfing. Þetta er frábær félagsskapur og frábært viðhorf sem crossfit kennir manni, bæði til íþróttarinnar og annarra hluta,“ segir hann. „Svo reynir maður að eyða öllum tíma sem fer ekki í vinnu og æfingar með fjölskyldunni,“ segir Jóhann Steinar. „Ég reyni líka að veiða þegar ég get, og fer þá í fluguveiði. Svo eru systkini mín bæði með einhvern búrekstur, þannig að það er mjög gaman að fara í sveitina með fjölskylduna og slappa af,“ segir Jóhann Steinar Jóhannsson. Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira
„Ég er mjög spenntur fyrir þessu, það eru mikil tækifæri í umhverfinu núna, það er þróttmikill vöxtur í efnahagslífinu og breytingar fram undan vegna afnáms gjaldeyrishafta. Það eru tækifæri fyrir bæði innlenda fjárfesta erlendis og fyrir erlenda fjárfesta til að koma inn,“ segir Jóhann Steinar Jóhannsson, sem tók á dögunum við stöðu framkvæmdastjóra ÍV sjóða hf. á Akureyri. ÍV sjóðir eru dótturfélag Íslenskra verðbréfa sem reka ellefu verðbréfa- og fjárfestingarsjóði með um fjörutíu milljarða króna í stýringu. Jóhann Steinar hefur víðtæka reynslu af innlendum fjármálamarkaði. Undanfarin fjögur ár hefur hann starfað við eignastýringu hjá Stapa lífeyrissjóði. Á árunum 2008 til 2011 starfaði Jóhann Steinar við fjárfestingar og viðskiptaþróun hjá Tryggingamiðstöðinni. Þar áður starfaði hann í markaðsviðskiptum, áhættu- og fjárstýringu hjá Stoðum og Straumi fjárfestingabanka. Jóhann Steinar er með M.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Lunds Universitet og B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur jafnframt lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Jóhann Steinar er Akureyringur og sneri aftur til Akureyrar fyrir fjórum árum eftir að hafa búið í Svíþjóð og þar áður í Reykjavík í níu ár. Hann segir það hafa verið mjög gott að koma aftur heim og kann mjög vel við sig á Akureyri. „Það eru lífsgæði að fá að búa á Akureyri. Þetta er nógu stór bær til að maður verði ekki innilokaður og líði eins og maður sé í smábæ, hér er allt það helsta sem maður þarf en án stressins. Maður festist ekki í umferðarteppu á Miklubrautinni hérna,“ segir Jóhann Steinar og hlær. Hann er í sambúð með Írisi Björk Gunnlaugsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjú börn. Utan vinnunnar stundar Jóhann Steinar crossfit. „Ég er búinn að vera í því í þrjú ár. Það eru tvær stöðvar hérna á Akureyri og ótrúlega mikil og öflug hreyfing. Þetta er frábær félagsskapur og frábært viðhorf sem crossfit kennir manni, bæði til íþróttarinnar og annarra hluta,“ segir hann. „Svo reynir maður að eyða öllum tíma sem fer ekki í vinnu og æfingar með fjölskyldunni,“ segir Jóhann Steinar. „Ég reyni líka að veiða þegar ég get, og fer þá í fluguveiði. Svo eru systkini mín bæði með einhvern búrekstur, þannig að það er mjög gaman að fara í sveitina með fjölskylduna og slappa af,“ segir Jóhann Steinar Jóhannsson.
Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira