Gerir auknar kröfur um samfélagsábyrgð félaga Hafliði Helgason skrifar 28. september 2016 11:15 Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða Landsbankans. Landsbankinn hefur frá árinu 2013 verið aðili að PRI (Principle for Responsible Investment), alþjóðlegum samtökum fjárfesta sem vinna saman að því að innleiða grundvallarviðmið um ábyrgar fjárfestingar. „Nú ætlum við að taka næsta skref og horfa út á við,“ segir Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða Landsbankans. Hún segir að hagfræðideild bankans, sem sér um greiningar, muni taka inn í sína greiningu á fyrirtækjum hvernig staðið sé að samfélagsábyrgð og væntir hún þess að það hafi áhrif á verðmat þeirra. Í fyrstu muni hún einbeita sér að því að safna slíkum upplýsingum, en síðar verði farið að nýta þær við verðmat. Hrefna verður einn frummælenda á morgunfundi um ábyrgar fjárfestingar sem haldinn verður á Hótel Natura við Nauthólsveg í fyrramálið. „Í fyrstu munum við horfa á útgefendur hlutabréfa sem skráðir eru í Kauphöll Íslands og spyrja út í félagslega þætti og umhverfisþætti.“ Í framhaldinu gæti slíkt haft áhrif á fjárfestingarákvarðanir. Hrefna segir að bankinn hugsi þetta með svipuðum hætti og gert var þegar með góða stjórnarhætti. „Við byrjuðum á því að spyrja hvort fyrirtæki hefðu sett sér reglur og gáfum fyrirtækjum tíma til að bæta úr því sem á vantaði. Við viljum fara svipaða leið með samfélagsábyrgðina, en þegar frá líður geta þessi þættir farið að hafa áhrif á ávöxtunarkröfu og þar með verðlagningu fyrirtækja.“ Hrefna segir að reynslan af innleiðingu góðra stjórnarhátta sýni að þegar kominn sé rammi þá sé ríkur vilji hjá fyrirtækjum að uppfylla þau skilyrði sem þarf til að innleiða stefnuna að fullu. Í þessu efni skipti einnig miklu að Kauphöllin vinni með því að innleiða slíkt, en Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, er einn frummælenda á fundinum og mun greina frá því hvernig Kauphöllin muni koma að þessum málum. Sá hópur fjárfesta sem er mest áberandi á íslenska markaðnum eru lífeyrissjóðir sem eru í eðli sínu langtímafjárfestar. Hrefna segir að bankinn hafi byrjað á því að vinna í samfélagsábyrgð innanhúss, en miðlað þeirri vinnu áfram til annarra þar með talið lífeyrissjóða. „Það er mikil pressa á skammtímaárangur með örri birtingu uppgjöra á markaði. Ef fyrirtækin finna að það er verið að fylgjast með þáttum sem stuðla að langtímasjónarmiðum í rekstri, þá held ég að það verði til þess að þau falli síður í freistni hvað varðar skammtímasjónarmið.“ Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira
Landsbankinn hefur frá árinu 2013 verið aðili að PRI (Principle for Responsible Investment), alþjóðlegum samtökum fjárfesta sem vinna saman að því að innleiða grundvallarviðmið um ábyrgar fjárfestingar. „Nú ætlum við að taka næsta skref og horfa út á við,“ segir Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða Landsbankans. Hún segir að hagfræðideild bankans, sem sér um greiningar, muni taka inn í sína greiningu á fyrirtækjum hvernig staðið sé að samfélagsábyrgð og væntir hún þess að það hafi áhrif á verðmat þeirra. Í fyrstu muni hún einbeita sér að því að safna slíkum upplýsingum, en síðar verði farið að nýta þær við verðmat. Hrefna verður einn frummælenda á morgunfundi um ábyrgar fjárfestingar sem haldinn verður á Hótel Natura við Nauthólsveg í fyrramálið. „Í fyrstu munum við horfa á útgefendur hlutabréfa sem skráðir eru í Kauphöll Íslands og spyrja út í félagslega þætti og umhverfisþætti.“ Í framhaldinu gæti slíkt haft áhrif á fjárfestingarákvarðanir. Hrefna segir að bankinn hugsi þetta með svipuðum hætti og gert var þegar með góða stjórnarhætti. „Við byrjuðum á því að spyrja hvort fyrirtæki hefðu sett sér reglur og gáfum fyrirtækjum tíma til að bæta úr því sem á vantaði. Við viljum fara svipaða leið með samfélagsábyrgðina, en þegar frá líður geta þessi þættir farið að hafa áhrif á ávöxtunarkröfu og þar með verðlagningu fyrirtækja.“ Hrefna segir að reynslan af innleiðingu góðra stjórnarhátta sýni að þegar kominn sé rammi þá sé ríkur vilji hjá fyrirtækjum að uppfylla þau skilyrði sem þarf til að innleiða stefnuna að fullu. Í þessu efni skipti einnig miklu að Kauphöllin vinni með því að innleiða slíkt, en Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, er einn frummælenda á fundinum og mun greina frá því hvernig Kauphöllin muni koma að þessum málum. Sá hópur fjárfesta sem er mest áberandi á íslenska markaðnum eru lífeyrissjóðir sem eru í eðli sínu langtímafjárfestar. Hrefna segir að bankinn hafi byrjað á því að vinna í samfélagsábyrgð innanhúss, en miðlað þeirri vinnu áfram til annarra þar með talið lífeyrissjóða. „Það er mikil pressa á skammtímaárangur með örri birtingu uppgjöra á markaði. Ef fyrirtækin finna að það er verið að fylgjast með þáttum sem stuðla að langtímasjónarmiðum í rekstri, þá held ég að það verði til þess að þau falli síður í freistni hvað varðar skammtímasjónarmið.“
Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira