Hlakka til að mæta á æfingar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. september 2016 06:00 Elías Már hefur fundið sig vel hjá IFK Gautaborg. vísir/afp Elías Már Ómarsson hefur nýtt tímann vel í Svíþjóð frá því að hann var lánaður til IFK Gautaborgar frá Vålerenga í Noregi í byrjun ágústmánaðar. Elías Már hefur komið við sögu í sjö leikjum, verið byrjunarliðsmaður í sex þeirra og skorað í fjórum þeirra – þar af í síðustu þremur leikjum í röð. Það er greinilegt að honum líður vel á nýjum stað eftir að hafa verið í aukahlutverki með liði sínu í Noregi, sem hann er enn samningsbundinn og verður áfram til loka árs 2017. Þessi 21 árs Keflvíkingur gekk í raðir Vålerenga í ársbyrjun 2015. Fyrsta tímabilið gekk upp og ofan en Elías Már þurfti að bíða lengi eftir að fá tækifæri. Í fyrstu tólf umferðunum fékk hann að spila í samtals 34 mínútur. „Ég fékk svo tækifæri í leik gegn Molde og átti ágætan leik. Svo var ég aftur settur á bekkinn í næsta leik en kom svo aftur inn og skoraði þrjú mörk í tveimur leikjum,“ rifjar Elías Már upp í samtali við Fréttablaðið en eftir það spilaði hann reglulega, þó ýmist sem byrjunarliðsmaður eða varamaður. Lítið betra tók við á tímabilinu sem hófst í vor. Í fyrstu átján umferðunum fékk Elías Már fimm byrjunarliðsleiki. Þegar upp var staðið yfir þessi tvö tímabil hafði hann komið við sögu í 28 leikjum, þar af þrettán sem byrjunarliðsmaður og einungis þrívegis spilaði hann allar 90 mínúturnar. Elías Már hefur nú þegar bætt þann árangur á nokkrum vikum í Svíþjóð enda spilað hverja einustu mínútu í síðustu fjórum leikjum Gautaborgar. Það mátti heyra á Elíasi Má að hann tók því fegins hendi að fá tækifæri annars staðar, þegar IFK Gautaborg lýsti yfir áhuga sínum.Allt verður auðveldara „Mér fannst ég eiga góða leiki með Vålerenga þegar ég fékk að spila en síðan virtist þjálfarinn einfaldlega ekki vilja nota mig,“ segir Elías Már sem játar því að honum sé létt að finna fyrir trausti þjálfara síns í Svíþjóð. „Það gerir allt auðveldara. Maður finnur fyrir meira sjálfstrausti og maður hefur meiri ánægju af því að spila fótbolta. Ég finn aftur fyrir tilhlökkun fyrir æfingar og leiki sem gerist ósjálfrátt þegar manni gengur vel,“ segir Elías Már enn fremur.Vill í Evrópukeppni Sex umferðir eru eftir af tímabilinu í Svíþjóð. Gautaborg hefur aðeins tapað einum af síðustu fimm leikjum sínum og eru í fjórða sæti, fimm stigum á eftir AIK sem er í þriðja sætinu – því síðasta sem veitir þátttökurétt í Evrópukeppni. Elías Már er ánægður með að skora mörk en segir að það séu önnur mikilvægari markmið sem liðið hafi. „Liðið ætlar sér að komast í Evrópukeppni og ég vil hjálpa liðinu til að ná því. Ég hef fundið fyrir mikilli og sterkri liðsheild hér og liðið er eins og ein stór fjölskylda. Það hafa allir verið mjög almennilegir og viljugir að hjálpa hverjir öðrum,“ segir Elías Már. „Það er mikil gleði og samheldni í hópnum og maður finnur það ekki bara á strákunum í hópnum, heldur þjálfaranum og öllum starfsmönnum félagsins.“Pæli bara í fótboltanum Óvíst er hvað tekur við þegar lánssamningurinn við IFK Gautaborg rennur út um áramótin. „Miðað við stöðuna eins og hún er núna þá myndi ég skoða það vandlega að vera hér áfram, stæði það til boða. En ég er ekkert að velta því fyrir mér. Ég vil frekar pæla í fótboltanum og gera enn betri hluti en hingað til. Það er mikilvægast.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti Í beinni: Aston Villa - Man. City | Lýkur eymd meistaranna? Enski boltinn „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Enski boltinn Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Handbolti Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Handbolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Fleiri fréttir Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Í beinni: Aston Villa - Man. City | Lýkur eymd meistaranna? Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Sjá meira
Elías Már Ómarsson hefur nýtt tímann vel í Svíþjóð frá því að hann var lánaður til IFK Gautaborgar frá Vålerenga í Noregi í byrjun ágústmánaðar. Elías Már hefur komið við sögu í sjö leikjum, verið byrjunarliðsmaður í sex þeirra og skorað í fjórum þeirra – þar af í síðustu þremur leikjum í röð. Það er greinilegt að honum líður vel á nýjum stað eftir að hafa verið í aukahlutverki með liði sínu í Noregi, sem hann er enn samningsbundinn og verður áfram til loka árs 2017. Þessi 21 árs Keflvíkingur gekk í raðir Vålerenga í ársbyrjun 2015. Fyrsta tímabilið gekk upp og ofan en Elías Már þurfti að bíða lengi eftir að fá tækifæri. Í fyrstu tólf umferðunum fékk hann að spila í samtals 34 mínútur. „Ég fékk svo tækifæri í leik gegn Molde og átti ágætan leik. Svo var ég aftur settur á bekkinn í næsta leik en kom svo aftur inn og skoraði þrjú mörk í tveimur leikjum,“ rifjar Elías Már upp í samtali við Fréttablaðið en eftir það spilaði hann reglulega, þó ýmist sem byrjunarliðsmaður eða varamaður. Lítið betra tók við á tímabilinu sem hófst í vor. Í fyrstu átján umferðunum fékk Elías Már fimm byrjunarliðsleiki. Þegar upp var staðið yfir þessi tvö tímabil hafði hann komið við sögu í 28 leikjum, þar af þrettán sem byrjunarliðsmaður og einungis þrívegis spilaði hann allar 90 mínúturnar. Elías Már hefur nú þegar bætt þann árangur á nokkrum vikum í Svíþjóð enda spilað hverja einustu mínútu í síðustu fjórum leikjum Gautaborgar. Það mátti heyra á Elíasi Má að hann tók því fegins hendi að fá tækifæri annars staðar, þegar IFK Gautaborg lýsti yfir áhuga sínum.Allt verður auðveldara „Mér fannst ég eiga góða leiki með Vålerenga þegar ég fékk að spila en síðan virtist þjálfarinn einfaldlega ekki vilja nota mig,“ segir Elías Már sem játar því að honum sé létt að finna fyrir trausti þjálfara síns í Svíþjóð. „Það gerir allt auðveldara. Maður finnur fyrir meira sjálfstrausti og maður hefur meiri ánægju af því að spila fótbolta. Ég finn aftur fyrir tilhlökkun fyrir æfingar og leiki sem gerist ósjálfrátt þegar manni gengur vel,“ segir Elías Már enn fremur.Vill í Evrópukeppni Sex umferðir eru eftir af tímabilinu í Svíþjóð. Gautaborg hefur aðeins tapað einum af síðustu fimm leikjum sínum og eru í fjórða sæti, fimm stigum á eftir AIK sem er í þriðja sætinu – því síðasta sem veitir þátttökurétt í Evrópukeppni. Elías Már er ánægður með að skora mörk en segir að það séu önnur mikilvægari markmið sem liðið hafi. „Liðið ætlar sér að komast í Evrópukeppni og ég vil hjálpa liðinu til að ná því. Ég hef fundið fyrir mikilli og sterkri liðsheild hér og liðið er eins og ein stór fjölskylda. Það hafa allir verið mjög almennilegir og viljugir að hjálpa hverjir öðrum,“ segir Elías Már. „Það er mikil gleði og samheldni í hópnum og maður finnur það ekki bara á strákunum í hópnum, heldur þjálfaranum og öllum starfsmönnum félagsins.“Pæli bara í fótboltanum Óvíst er hvað tekur við þegar lánssamningurinn við IFK Gautaborg rennur út um áramótin. „Miðað við stöðuna eins og hún er núna þá myndi ég skoða það vandlega að vera hér áfram, stæði það til boða. En ég er ekkert að velta því fyrir mér. Ég vil frekar pæla í fótboltanum og gera enn betri hluti en hingað til. Það er mikilvægast.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti Í beinni: Aston Villa - Man. City | Lýkur eymd meistaranna? Enski boltinn „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Enski boltinn Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Handbolti Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Handbolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Fleiri fréttir Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Í beinni: Aston Villa - Man. City | Lýkur eymd meistaranna? Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“