Klofnaði í afstöðu til erlendra lána Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. september 2016 18:00 Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis klofnaði í afstöðu sinni til frumvarps um erlend lán. Þingmenn Framsóknar í nefndinni mynduðu meirihluta með þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Eitt stærsta efnahagsvandamálið hér á landi fyrir og eftir banka- og gjaldeyrishrunið var mikil erlend lántaka einstaklinga og fyrirtækja sem höfðu eingöngu tekjur í íslenskum krónum. Eftir hrun var girt fyrir þessar lántökur með lögum. ESA eftirlitsstofnun EFTA telur að fortakslaust bann við gengislánum, þ.e. lánum í erlendum gjaldeyri eða lánum sem eru bundin við gengi erlendra gjaldmiðla, gangi í berhögg við skuldbindingar íslenska ríkisins samkvæmt EES-samningnum. Meðal annars til bregðast við þessu lagði fjármála- og efnahagsráðherra fram frumvarp sem heimilar slík lán. Í dag klofnaði efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í afstöðu sinni til frumvarpsins. Frosti Sigurjónsson formaður nefndarinnar myndaði meirihluta með stjórnarandstöðunni gegn þingmönnum Sjálfstæðisflokksins í nefndinni og leggur meirihlutinn til að tekin verði varfærnari skref. Athygli vekur að frumvarp ráðherra gengur lengra en kröfur ESA segja til um en í áliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir: „Rök fyrir nauðsyn þess að veita svo áhættusöm lán til óvarinna neytenda hafa ekki enn komið fram og Eftirlitsstofnun EFTA hefur ekki gert kröfu um að svo langt verði gengið að bjóða óvörðum neytendum lán sem fela í sér gengisáhættu.“ „Við viljum ekki ganga svo langt að leyfa gengistryggð lán til óvarinna lántaka sem ekki hafa gengisvarnir,“ segir Frosti Sigurjónsson. Uppi er hugmyndafræðilegur ágreiningur á milli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins og hluta stjórnarandstöðunnar í málinu.Þingmenn Sjálfstæðisflokkinn með ráðherra málaflokksins í broddi fylkingar vilja frelsi án takmarkana. Jafnvel þótt Seðlabankinn hafi sérstaklega varað við áhrifum þess að heimila gengistryggð lán til þeirra sem geta ekki varið sig með gengisvörnum. Í umsögnum Seðlabankans við frumvarpið sem lagt var fram í svipaðri mynd á síðasta þingi var Seðlabankanum tíðrætt um mikilvægi þess að takmarka lán tengd erlendum gjaldmiðlum við þá sem varðir voru fyrir gjaldeyrisáhættu. Umsögn Seðlabankans við frumvarpið í núverandi mynd er mun jákvæðari en það var fyrir breytingar. Þannig segir orðrétt í nýjustu umsögn Seðlabankans: „Seðlabankinn telur (...) að ákvæði 3. gr. frumvarpsins færi bankanum heimildir til að takmarka umfang slíkra lánveitinga nægilega til þess að þær tefli ekki fjármálastöðugleika í tvísýnu." Í ljósi þess að það er ágreiningur milli stjórnarflokkanna tveggja um málið er ljóst að talsverð óvissa er um afdrif frumvarpsins í þinginu. Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira
Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis klofnaði í afstöðu sinni til frumvarps um erlend lán. Þingmenn Framsóknar í nefndinni mynduðu meirihluta með þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Eitt stærsta efnahagsvandamálið hér á landi fyrir og eftir banka- og gjaldeyrishrunið var mikil erlend lántaka einstaklinga og fyrirtækja sem höfðu eingöngu tekjur í íslenskum krónum. Eftir hrun var girt fyrir þessar lántökur með lögum. ESA eftirlitsstofnun EFTA telur að fortakslaust bann við gengislánum, þ.e. lánum í erlendum gjaldeyri eða lánum sem eru bundin við gengi erlendra gjaldmiðla, gangi í berhögg við skuldbindingar íslenska ríkisins samkvæmt EES-samningnum. Meðal annars til bregðast við þessu lagði fjármála- og efnahagsráðherra fram frumvarp sem heimilar slík lán. Í dag klofnaði efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í afstöðu sinni til frumvarpsins. Frosti Sigurjónsson formaður nefndarinnar myndaði meirihluta með stjórnarandstöðunni gegn þingmönnum Sjálfstæðisflokksins í nefndinni og leggur meirihlutinn til að tekin verði varfærnari skref. Athygli vekur að frumvarp ráðherra gengur lengra en kröfur ESA segja til um en í áliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir: „Rök fyrir nauðsyn þess að veita svo áhættusöm lán til óvarinna neytenda hafa ekki enn komið fram og Eftirlitsstofnun EFTA hefur ekki gert kröfu um að svo langt verði gengið að bjóða óvörðum neytendum lán sem fela í sér gengisáhættu.“ „Við viljum ekki ganga svo langt að leyfa gengistryggð lán til óvarinna lántaka sem ekki hafa gengisvarnir,“ segir Frosti Sigurjónsson. Uppi er hugmyndafræðilegur ágreiningur á milli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins og hluta stjórnarandstöðunnar í málinu.Þingmenn Sjálfstæðisflokkinn með ráðherra málaflokksins í broddi fylkingar vilja frelsi án takmarkana. Jafnvel þótt Seðlabankinn hafi sérstaklega varað við áhrifum þess að heimila gengistryggð lán til þeirra sem geta ekki varið sig með gengisvörnum. Í umsögnum Seðlabankans við frumvarpið sem lagt var fram í svipaðri mynd á síðasta þingi var Seðlabankanum tíðrætt um mikilvægi þess að takmarka lán tengd erlendum gjaldmiðlum við þá sem varðir voru fyrir gjaldeyrisáhættu. Umsögn Seðlabankans við frumvarpið í núverandi mynd er mun jákvæðari en það var fyrir breytingar. Þannig segir orðrétt í nýjustu umsögn Seðlabankans: „Seðlabankinn telur (...) að ákvæði 3. gr. frumvarpsins færi bankanum heimildir til að takmarka umfang slíkra lánveitinga nægilega til þess að þær tefli ekki fjármálastöðugleika í tvísýnu." Í ljósi þess að það er ágreiningur milli stjórnarflokkanna tveggja um málið er ljóst að talsverð óvissa er um afdrif frumvarpsins í þinginu.
Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira