Bæjarstjóri Ölfuss: „Kjaftshögg að aflaheimildirnar fari“ Birgir Olgeirsson skrifar 26. júlí 2016 17:59 HB Grandi hefur fest kaup á aflaheimildum upp á tæpa fjóra milljarða króna af Hafnarnesi VER í Þorlákshöfn. Vísir „Við höfðum engan ávæning af þessu,“ segir Gunnsteinn Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss, um kaup HB Granda á aflahlutdeildum í bolfiski sem svara til tæplega 1.600 þorsígildistonnum á tæpa fjóra milljarða króna af útgerðinni Hafnarnes VER í Þorlákshöfn. HB Grandi segist vera með þessum kaupum að tryggja afla til vinnslu á Vopnafirði án þess að skerða afla annarra starfsstöðva félagsins.Gunnsteinn Ómarsson.Gunnsteinn segir bæjarfulltrúa Ölfuss í sumarfríi og er áætlað að reyna að koma bæjarstjórn saman í næstu viku á fund til að fara yfir málið. „Við vissum af því að fjárhagsstaðan væri erfið en það hafði ekkert verið kynnt fyrir okkur í sjálfu sér. Þetta er reiðarslag að aflaheimildirnar fari héðan,“ segir Gunnsteinn en í tilkynningunni frá HB Granda kemur fram að með þessum viðskiptum greiði Hafnarnes VER úr skuldamálum félagsins sem stofnað var til með kaupum á aflaheimildum. Unnið hafi verið að lausn á skuldamálum félagsins á undanförnum árum, en við hrunið jukust skuldir þess verulega. Er sala aflaheimildanna sögð nauðsynlegur þáttur til að unnt verði að halda áfram rekstri félagsins, en með breyttum áherslum. „Fljótt á litið gætu þetta verið 30 störf. Bæði sjómannsstörf og störf í landi,“ segir Gunnsteinn en bætir við: „ Svo veit maður ekki hvaða áform þessir aðilar hafa, eigendur Hafnarness, væntanlega verður það fyrirtæki enn til staðar og hvaða áform þau hafa um rekstur á því fyrirtæki, það er erfitt að segja nokkuð um þetta en auðvitað er þetta kjaftshögg að aflaheimildirnar fari.“ Tengdar fréttir Flytja kvóta frá Þorlákshöfn til Vopnafjarðar Þorlákshöfn mun standa uppi næsta kvótalaus eftir að HB Grandi keypti aflahlutdeildir Hafnarness Vers. 26. júlí 2016 17:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
„Við höfðum engan ávæning af þessu,“ segir Gunnsteinn Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss, um kaup HB Granda á aflahlutdeildum í bolfiski sem svara til tæplega 1.600 þorsígildistonnum á tæpa fjóra milljarða króna af útgerðinni Hafnarnes VER í Þorlákshöfn. HB Grandi segist vera með þessum kaupum að tryggja afla til vinnslu á Vopnafirði án þess að skerða afla annarra starfsstöðva félagsins.Gunnsteinn Ómarsson.Gunnsteinn segir bæjarfulltrúa Ölfuss í sumarfríi og er áætlað að reyna að koma bæjarstjórn saman í næstu viku á fund til að fara yfir málið. „Við vissum af því að fjárhagsstaðan væri erfið en það hafði ekkert verið kynnt fyrir okkur í sjálfu sér. Þetta er reiðarslag að aflaheimildirnar fari héðan,“ segir Gunnsteinn en í tilkynningunni frá HB Granda kemur fram að með þessum viðskiptum greiði Hafnarnes VER úr skuldamálum félagsins sem stofnað var til með kaupum á aflaheimildum. Unnið hafi verið að lausn á skuldamálum félagsins á undanförnum árum, en við hrunið jukust skuldir þess verulega. Er sala aflaheimildanna sögð nauðsynlegur þáttur til að unnt verði að halda áfram rekstri félagsins, en með breyttum áherslum. „Fljótt á litið gætu þetta verið 30 störf. Bæði sjómannsstörf og störf í landi,“ segir Gunnsteinn en bætir við: „ Svo veit maður ekki hvaða áform þessir aðilar hafa, eigendur Hafnarness, væntanlega verður það fyrirtæki enn til staðar og hvaða áform þau hafa um rekstur á því fyrirtæki, það er erfitt að segja nokkuð um þetta en auðvitað er þetta kjaftshögg að aflaheimildirnar fari.“
Tengdar fréttir Flytja kvóta frá Þorlákshöfn til Vopnafjarðar Þorlákshöfn mun standa uppi næsta kvótalaus eftir að HB Grandi keypti aflahlutdeildir Hafnarness Vers. 26. júlí 2016 17:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Flytja kvóta frá Þorlákshöfn til Vopnafjarðar Þorlákshöfn mun standa uppi næsta kvótalaus eftir að HB Grandi keypti aflahlutdeildir Hafnarness Vers. 26. júlí 2016 17:09