Segir íslenskt leikhús ekki á sérstaklega góðum stað Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. september 2016 12:30 Jón Viðar Jónsson Vísir/E.Ól Jón Viðar Jónsson starfaði sem leikhúsgagnrýnandi með hléum frá árinu 1978 til 2014. Hann segir íslenskt leikhús ekki á góðum stað og að listamenn taka gagnrýni misvel. Jón Viðar var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Jón Viðar segir fásinnu að hver sem er geti verið leikhúsgagnrýnandi. „Þetta er svona svolítið í tíðarandanum núna, einhver svona afstæðishyggja, að allir hafi jafnt vit á hlutunum og svoleiðis. Þetta er náttúrulega fásinna. Auðvitað þurfa menn að kynna sér listirnar og vera inni í þeim og mennta sig í þeim og öðlast fagþekkingu til að geta verið dómbærir um þær,“ sagði Jón Viðar. „Tónlistin er kannski augljósasta dæmið, af því að í tónlistinni eru reglurnar svo tærar og hreinar. Ef þú spilar falskt þá spilarðu falskt. Það þarf ekki að vera að diskútera það. Það er hægt að feika meira í leikhúsinu. En þar eru ákveðnir mælikvarðar sem eru ríkjandi og allt vel menntað og reynt leikhúsfólk samþykkir í grunninn. Og gagnrýnandi náttúrulega er bara partur af þeim hópi.“Mikið samtal milli gagnrýnenda og listafólks Aðspurður hvort að erfitt sé að vera beinskeyttur gagnrýnandi í svo litlu samfélagi segir hann að svo sé ekki, það sé meira samtal milli gagnrýnenda og listafólks en almenningur átti sig á. „Ef að ein gagnrýnandi er settur á stall þá er það hópurinn sem gerir það. Fólk sér að smekkurinn er góður og það treystir hans dómgreind og það treystir því líka að hann sé heiðarlegur og að hann sé ekki að hugsa um einhverjar vinsældir í bransanum og kunningsskap og svona nokkuð. Það er mjög mikið atriði auðvitað að maður sé heiðarlegur gagnvart sinni listrænu upplifun og leggja hana á borðið. En auðvitað hafa menn mismunandi sýn á leikhúsið eins og gengur. það eru ekkert allir sem hafa sama smekk og ég endilega.“En var aldrei vont eða erfitt að horfa framan í leikara eftir að þú varst kannski búin að rakka niður sýningu eða leik viðkomandi? „Nei nei það held ég ekkert. Þegar að ég hef fellt einhvern dóm sem að fólki hefur þótt neikvæður þá hef ég haft mínar ástæður til þess. Ég held að ég hafi ekki verið að níðast á fólki persónulega. Auðvitað taka listamenn gagnrýni misvel. Það er bara eins og gengur en það eru margir sem þola gagnrýni alveg ágætlega. Aðspurður hvort að margar sýningar hafi fengið fullt hús stiga frá honum síðan hann byrjaði að gagnrýna árið 1978 segir Jón Viðar að svo sé. „Já já, það er einhver slatti“ „Íslenskt leikhús er ekkert á sérstaklega góðum stað að mínum dómi,“ sagði Jón Viðar að lokum.Viðtalið við Jón Viðar má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fleiri fréttir Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Sjá meira
Jón Viðar Jónsson starfaði sem leikhúsgagnrýnandi með hléum frá árinu 1978 til 2014. Hann segir íslenskt leikhús ekki á góðum stað og að listamenn taka gagnrýni misvel. Jón Viðar var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Jón Viðar segir fásinnu að hver sem er geti verið leikhúsgagnrýnandi. „Þetta er svona svolítið í tíðarandanum núna, einhver svona afstæðishyggja, að allir hafi jafnt vit á hlutunum og svoleiðis. Þetta er náttúrulega fásinna. Auðvitað þurfa menn að kynna sér listirnar og vera inni í þeim og mennta sig í þeim og öðlast fagþekkingu til að geta verið dómbærir um þær,“ sagði Jón Viðar. „Tónlistin er kannski augljósasta dæmið, af því að í tónlistinni eru reglurnar svo tærar og hreinar. Ef þú spilar falskt þá spilarðu falskt. Það þarf ekki að vera að diskútera það. Það er hægt að feika meira í leikhúsinu. En þar eru ákveðnir mælikvarðar sem eru ríkjandi og allt vel menntað og reynt leikhúsfólk samþykkir í grunninn. Og gagnrýnandi náttúrulega er bara partur af þeim hópi.“Mikið samtal milli gagnrýnenda og listafólks Aðspurður hvort að erfitt sé að vera beinskeyttur gagnrýnandi í svo litlu samfélagi segir hann að svo sé ekki, það sé meira samtal milli gagnrýnenda og listafólks en almenningur átti sig á. „Ef að ein gagnrýnandi er settur á stall þá er það hópurinn sem gerir það. Fólk sér að smekkurinn er góður og það treystir hans dómgreind og það treystir því líka að hann sé heiðarlegur og að hann sé ekki að hugsa um einhverjar vinsældir í bransanum og kunningsskap og svona nokkuð. Það er mjög mikið atriði auðvitað að maður sé heiðarlegur gagnvart sinni listrænu upplifun og leggja hana á borðið. En auðvitað hafa menn mismunandi sýn á leikhúsið eins og gengur. það eru ekkert allir sem hafa sama smekk og ég endilega.“En var aldrei vont eða erfitt að horfa framan í leikara eftir að þú varst kannski búin að rakka niður sýningu eða leik viðkomandi? „Nei nei það held ég ekkert. Þegar að ég hef fellt einhvern dóm sem að fólki hefur þótt neikvæður þá hef ég haft mínar ástæður til þess. Ég held að ég hafi ekki verið að níðast á fólki persónulega. Auðvitað taka listamenn gagnrýni misvel. Það er bara eins og gengur en það eru margir sem þola gagnrýni alveg ágætlega. Aðspurður hvort að margar sýningar hafi fengið fullt hús stiga frá honum síðan hann byrjaði að gagnrýna árið 1978 segir Jón Viðar að svo sé. „Já já, það er einhver slatti“ „Íslenskt leikhús er ekkert á sérstaklega góðum stað að mínum dómi,“ sagði Jón Viðar að lokum.Viðtalið við Jón Viðar má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fleiri fréttir Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Sjá meira