Segir íslenskt leikhús ekki á sérstaklega góðum stað Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. september 2016 12:30 Jón Viðar Jónsson Vísir/E.Ól Jón Viðar Jónsson starfaði sem leikhúsgagnrýnandi með hléum frá árinu 1978 til 2014. Hann segir íslenskt leikhús ekki á góðum stað og að listamenn taka gagnrýni misvel. Jón Viðar var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Jón Viðar segir fásinnu að hver sem er geti verið leikhúsgagnrýnandi. „Þetta er svona svolítið í tíðarandanum núna, einhver svona afstæðishyggja, að allir hafi jafnt vit á hlutunum og svoleiðis. Þetta er náttúrulega fásinna. Auðvitað þurfa menn að kynna sér listirnar og vera inni í þeim og mennta sig í þeim og öðlast fagþekkingu til að geta verið dómbærir um þær,“ sagði Jón Viðar. „Tónlistin er kannski augljósasta dæmið, af því að í tónlistinni eru reglurnar svo tærar og hreinar. Ef þú spilar falskt þá spilarðu falskt. Það þarf ekki að vera að diskútera það. Það er hægt að feika meira í leikhúsinu. En þar eru ákveðnir mælikvarðar sem eru ríkjandi og allt vel menntað og reynt leikhúsfólk samþykkir í grunninn. Og gagnrýnandi náttúrulega er bara partur af þeim hópi.“Mikið samtal milli gagnrýnenda og listafólks Aðspurður hvort að erfitt sé að vera beinskeyttur gagnrýnandi í svo litlu samfélagi segir hann að svo sé ekki, það sé meira samtal milli gagnrýnenda og listafólks en almenningur átti sig á. „Ef að ein gagnrýnandi er settur á stall þá er það hópurinn sem gerir það. Fólk sér að smekkurinn er góður og það treystir hans dómgreind og það treystir því líka að hann sé heiðarlegur og að hann sé ekki að hugsa um einhverjar vinsældir í bransanum og kunningsskap og svona nokkuð. Það er mjög mikið atriði auðvitað að maður sé heiðarlegur gagnvart sinni listrænu upplifun og leggja hana á borðið. En auðvitað hafa menn mismunandi sýn á leikhúsið eins og gengur. það eru ekkert allir sem hafa sama smekk og ég endilega.“En var aldrei vont eða erfitt að horfa framan í leikara eftir að þú varst kannski búin að rakka niður sýningu eða leik viðkomandi? „Nei nei það held ég ekkert. Þegar að ég hef fellt einhvern dóm sem að fólki hefur þótt neikvæður þá hef ég haft mínar ástæður til þess. Ég held að ég hafi ekki verið að níðast á fólki persónulega. Auðvitað taka listamenn gagnrýni misvel. Það er bara eins og gengur en það eru margir sem þola gagnrýni alveg ágætlega. Aðspurður hvort að margar sýningar hafi fengið fullt hús stiga frá honum síðan hann byrjaði að gagnrýna árið 1978 segir Jón Viðar að svo sé. „Já já, það er einhver slatti“ „Íslenskt leikhús er ekkert á sérstaklega góðum stað að mínum dómi,“ sagði Jón Viðar að lokum.Viðtalið við Jón Viðar má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Jón Viðar Jónsson starfaði sem leikhúsgagnrýnandi með hléum frá árinu 1978 til 2014. Hann segir íslenskt leikhús ekki á góðum stað og að listamenn taka gagnrýni misvel. Jón Viðar var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Jón Viðar segir fásinnu að hver sem er geti verið leikhúsgagnrýnandi. „Þetta er svona svolítið í tíðarandanum núna, einhver svona afstæðishyggja, að allir hafi jafnt vit á hlutunum og svoleiðis. Þetta er náttúrulega fásinna. Auðvitað þurfa menn að kynna sér listirnar og vera inni í þeim og mennta sig í þeim og öðlast fagþekkingu til að geta verið dómbærir um þær,“ sagði Jón Viðar. „Tónlistin er kannski augljósasta dæmið, af því að í tónlistinni eru reglurnar svo tærar og hreinar. Ef þú spilar falskt þá spilarðu falskt. Það þarf ekki að vera að diskútera það. Það er hægt að feika meira í leikhúsinu. En þar eru ákveðnir mælikvarðar sem eru ríkjandi og allt vel menntað og reynt leikhúsfólk samþykkir í grunninn. Og gagnrýnandi náttúrulega er bara partur af þeim hópi.“Mikið samtal milli gagnrýnenda og listafólks Aðspurður hvort að erfitt sé að vera beinskeyttur gagnrýnandi í svo litlu samfélagi segir hann að svo sé ekki, það sé meira samtal milli gagnrýnenda og listafólks en almenningur átti sig á. „Ef að ein gagnrýnandi er settur á stall þá er það hópurinn sem gerir það. Fólk sér að smekkurinn er góður og það treystir hans dómgreind og það treystir því líka að hann sé heiðarlegur og að hann sé ekki að hugsa um einhverjar vinsældir í bransanum og kunningsskap og svona nokkuð. Það er mjög mikið atriði auðvitað að maður sé heiðarlegur gagnvart sinni listrænu upplifun og leggja hana á borðið. En auðvitað hafa menn mismunandi sýn á leikhúsið eins og gengur. það eru ekkert allir sem hafa sama smekk og ég endilega.“En var aldrei vont eða erfitt að horfa framan í leikara eftir að þú varst kannski búin að rakka niður sýningu eða leik viðkomandi? „Nei nei það held ég ekkert. Þegar að ég hef fellt einhvern dóm sem að fólki hefur þótt neikvæður þá hef ég haft mínar ástæður til þess. Ég held að ég hafi ekki verið að níðast á fólki persónulega. Auðvitað taka listamenn gagnrýni misvel. Það er bara eins og gengur en það eru margir sem þola gagnrýni alveg ágætlega. Aðspurður hvort að margar sýningar hafi fengið fullt hús stiga frá honum síðan hann byrjaði að gagnrýna árið 1978 segir Jón Viðar að svo sé. „Já já, það er einhver slatti“ „Íslenskt leikhús er ekkert á sérstaklega góðum stað að mínum dómi,“ sagði Jón Viðar að lokum.Viðtalið við Jón Viðar má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira