Forstjóri Íslandsstofu brattur: „Höfum alltaf lagt þá að velli“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2016 19:30 Forstjóri Íslandsstofu segir að ummæli framkvæmdastjóra verslunarkeðjunar Iceland berki merki um hroka. Vísir „Hann er býsna svalur þessi gaur en hann á nú að vita betur eftir að við unnum þá í fótboltanum að það er ekki stærðin sem skiptir máli. Við höfum alltaf lagt þá að velli hvar sem við höfum mætt þeim.“ segir Jón Ásbjörnsson, forstjóri Íslandsstofu um ummæli Malcolm Walker, framkvæmdastjóra bresku verslunarkeðjunar Iceland fyrir helgi þar sem hann sagði nafnið Iceland í raun tilheyra verslunarkeðjunni. Vísar Jón þar til frækins sigurs karlalandsliðsins í knattspyrnu á Englandi í EM í sumar en Íslandsstofa, ásamt öðrum hagsmunaaðilum, skoðar nú hvort höfða eigi mál til þess að krefjast ógildingar á skráningu bresku verslunarkeðjunnar Iceland á vörumerkinu Iceland í ríkjum innan Evrópusambandsins líkt og greint var frá í Fréttablaðinu í síðustu viku. Sjá einnig:„Hvaða von eiga þeir eiginlega?“Fyrir helgi var fjallað um málið á vef BBC ásamt öllum helstu fjölmiðlum Bretlands og sagði Malcolm Walker að Iceland ætti í raun betri kröfu á nafnið en Ísland. Sagði hann mun fleiri versla í verslunum Iceland en ættu heima á Íslandi. Taldi hann líklegt að stjórnvöld hér á landi væru að hnykla vöðvana í þessu máli vegna þess að kosningar væru framundan.Jón Ásbjörnsson, forstjóri ÍslandsstofuVísirGefur Jón, sem var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag, lítið fyrir þessar röksemdir Walker. „Þó þeir hafi fimm milljónir kúnna og við séum bara þrjú hundruð þúsund þá er það ekki það sem skiptir máli,“ segir Jón sem telur ummæli Walker einkennast af hroka og ljóst sé að forsvarsmenn verslunarkeðjunnar hafi aldrei ætlað sér að semja við íslensk stjórnvöld vegna málsins. „Þessi viðbrögð hans sýna manni svart á hvítu af hverju okkur hefur ekki tekist að ná neinu samkomulagi við þá um þessar skráningar. Þessi hroki sem hann sýnir sannar fyrir manni að þeir hafi aldrei ætlað að semja neitt við okkur eða gera okkur neitt gott til,“ segir Jón.Sjá einnig: Vilja ógilda rétt á vörumerkinu IcelandMálið má rekja til þess að Íslandsstofa hefur skráð vörumerkið Inspired by Iceland víða erlendis. Almennt hefur það gengið vel. Þó hafa borist andmæli þegar verið er að skrá vörumerkið fyrir vöruflokka sem skarast við þá vöruflokka sem vörumerki verslanakeðjunnar Iceland er skráð fyrir. Segir Jón að óttast sé að þessi andmæli Iceland geti haft áhrif á íslensk fyrirtæki sem vilji kenna sig við Ísland á erlendri grundu. „Sú staða sem getur komið upp er að við getum ekki notað nöfn eins og Air Iceland, Iceland Sea Food eða nöfn á íslenskum fyrirtækjum sem tengjast þessu nafni okkar. Þeir gætu borið því við að þeir væru með skráningar sem hindruðu okkur í að nota þetta nafn. Það er sú staða sem að við óttumst,“ segir Jón sem telur að Bretar myndi hafa andmælt ef til dæmis bandaríska verslunarkeðjan Wal-Mart hefði verið látin heita nafni sem tengdist Bretlandi.Sjá einnig: Nýta sér athyglina og vilja eiga vörumerkið„Bretar myndu skilja þetta betur ef að þeim væri sagt hvað hefði gerst árið 1972 þegar Wal-Mart var skráð ef að fyrirtækið hefði ákveðið að kalla sig Britain eða British og svo meinað Bretum að nota það nafn. Ætli þeim myndi ekki finnast það svolítið sérkennileg staða að vera í, að mega ekki tengja sig við eigið land?“ Ráðgert er að íslenskir hagsmunaaðilar muni funda um næstu skref í málinu á miðvikudaginn. Tengdar fréttir Nýta sér athyglina og vilja eiga vörumerkið Breska matvöruverslanakeðjan Iceland hefur nýtt sér þá auknu athygli sem Iceland vekur erlendis. Íslenskir framleiðendur hafa áhyggjur af því að fyrirtækið vilji takmarka notkun annarra á vörumerkinu Iceland. 22. september 2016 07:00 Vilja ógilda rétt á vörumerkinu Iceland Breska matvöruverslunin Iceland hefur gert athugasemdir við að Íslandsstofa noti vörumerkið Inspired by Iceland í markaðssetningu. Til skoðunar er að leggja fram kröfu til þess að ógilda rétt matvöruverslunarkeðjunnar til þess að nota v 21. september 2016 07:00 „Hvaða von eiga þeir eiginlega?“ Framkvæmdastjóri Iceland segir fimm milljónir sækja verslanir þeirra heim í hverri viku og einungis 300 þúsund manns búi á Íslandi. 24. september 2016 22:33 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
„Hann er býsna svalur þessi gaur en hann á nú að vita betur eftir að við unnum þá í fótboltanum að það er ekki stærðin sem skiptir máli. Við höfum alltaf lagt þá að velli hvar sem við höfum mætt þeim.“ segir Jón Ásbjörnsson, forstjóri Íslandsstofu um ummæli Malcolm Walker, framkvæmdastjóra bresku verslunarkeðjunar Iceland fyrir helgi þar sem hann sagði nafnið Iceland í raun tilheyra verslunarkeðjunni. Vísar Jón þar til frækins sigurs karlalandsliðsins í knattspyrnu á Englandi í EM í sumar en Íslandsstofa, ásamt öðrum hagsmunaaðilum, skoðar nú hvort höfða eigi mál til þess að krefjast ógildingar á skráningu bresku verslunarkeðjunnar Iceland á vörumerkinu Iceland í ríkjum innan Evrópusambandsins líkt og greint var frá í Fréttablaðinu í síðustu viku. Sjá einnig:„Hvaða von eiga þeir eiginlega?“Fyrir helgi var fjallað um málið á vef BBC ásamt öllum helstu fjölmiðlum Bretlands og sagði Malcolm Walker að Iceland ætti í raun betri kröfu á nafnið en Ísland. Sagði hann mun fleiri versla í verslunum Iceland en ættu heima á Íslandi. Taldi hann líklegt að stjórnvöld hér á landi væru að hnykla vöðvana í þessu máli vegna þess að kosningar væru framundan.Jón Ásbjörnsson, forstjóri ÍslandsstofuVísirGefur Jón, sem var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag, lítið fyrir þessar röksemdir Walker. „Þó þeir hafi fimm milljónir kúnna og við séum bara þrjú hundruð þúsund þá er það ekki það sem skiptir máli,“ segir Jón sem telur ummæli Walker einkennast af hroka og ljóst sé að forsvarsmenn verslunarkeðjunnar hafi aldrei ætlað sér að semja við íslensk stjórnvöld vegna málsins. „Þessi viðbrögð hans sýna manni svart á hvítu af hverju okkur hefur ekki tekist að ná neinu samkomulagi við þá um þessar skráningar. Þessi hroki sem hann sýnir sannar fyrir manni að þeir hafi aldrei ætlað að semja neitt við okkur eða gera okkur neitt gott til,“ segir Jón.Sjá einnig: Vilja ógilda rétt á vörumerkinu IcelandMálið má rekja til þess að Íslandsstofa hefur skráð vörumerkið Inspired by Iceland víða erlendis. Almennt hefur það gengið vel. Þó hafa borist andmæli þegar verið er að skrá vörumerkið fyrir vöruflokka sem skarast við þá vöruflokka sem vörumerki verslanakeðjunnar Iceland er skráð fyrir. Segir Jón að óttast sé að þessi andmæli Iceland geti haft áhrif á íslensk fyrirtæki sem vilji kenna sig við Ísland á erlendri grundu. „Sú staða sem getur komið upp er að við getum ekki notað nöfn eins og Air Iceland, Iceland Sea Food eða nöfn á íslenskum fyrirtækjum sem tengjast þessu nafni okkar. Þeir gætu borið því við að þeir væru með skráningar sem hindruðu okkur í að nota þetta nafn. Það er sú staða sem að við óttumst,“ segir Jón sem telur að Bretar myndi hafa andmælt ef til dæmis bandaríska verslunarkeðjan Wal-Mart hefði verið látin heita nafni sem tengdist Bretlandi.Sjá einnig: Nýta sér athyglina og vilja eiga vörumerkið„Bretar myndu skilja þetta betur ef að þeim væri sagt hvað hefði gerst árið 1972 þegar Wal-Mart var skráð ef að fyrirtækið hefði ákveðið að kalla sig Britain eða British og svo meinað Bretum að nota það nafn. Ætli þeim myndi ekki finnast það svolítið sérkennileg staða að vera í, að mega ekki tengja sig við eigið land?“ Ráðgert er að íslenskir hagsmunaaðilar muni funda um næstu skref í málinu á miðvikudaginn.
Tengdar fréttir Nýta sér athyglina og vilja eiga vörumerkið Breska matvöruverslanakeðjan Iceland hefur nýtt sér þá auknu athygli sem Iceland vekur erlendis. Íslenskir framleiðendur hafa áhyggjur af því að fyrirtækið vilji takmarka notkun annarra á vörumerkinu Iceland. 22. september 2016 07:00 Vilja ógilda rétt á vörumerkinu Iceland Breska matvöruverslunin Iceland hefur gert athugasemdir við að Íslandsstofa noti vörumerkið Inspired by Iceland í markaðssetningu. Til skoðunar er að leggja fram kröfu til þess að ógilda rétt matvöruverslunarkeðjunnar til þess að nota v 21. september 2016 07:00 „Hvaða von eiga þeir eiginlega?“ Framkvæmdastjóri Iceland segir fimm milljónir sækja verslanir þeirra heim í hverri viku og einungis 300 þúsund manns búi á Íslandi. 24. september 2016 22:33 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Nýta sér athyglina og vilja eiga vörumerkið Breska matvöruverslanakeðjan Iceland hefur nýtt sér þá auknu athygli sem Iceland vekur erlendis. Íslenskir framleiðendur hafa áhyggjur af því að fyrirtækið vilji takmarka notkun annarra á vörumerkinu Iceland. 22. september 2016 07:00
Vilja ógilda rétt á vörumerkinu Iceland Breska matvöruverslunin Iceland hefur gert athugasemdir við að Íslandsstofa noti vörumerkið Inspired by Iceland í markaðssetningu. Til skoðunar er að leggja fram kröfu til þess að ógilda rétt matvöruverslunarkeðjunnar til þess að nota v 21. september 2016 07:00
„Hvaða von eiga þeir eiginlega?“ Framkvæmdastjóri Iceland segir fimm milljónir sækja verslanir þeirra heim í hverri viku og einungis 300 þúsund manns búi á Íslandi. 24. september 2016 22:33