Til greina kemur að höfða mál til þess að krefjast ógildingar á skráningu bresku matvöruverslanakeðjunnar Iceland á vörumerkinu Iceland í ríkjum innan Evrópusambandsins.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skoða Íslandsstofa, utanríkisráðuneytið og Samtök atvinnulífsins möguleikann á að leggja fram slíka kröfu í samstarfi við Árnason faktor. Síðastnefndi aðilinn sérhæfir sig í ráðgjöf vegna vörumerkjaskráninga og hugverkaréttinda.
Nokkur ár eru liðin frá því að fyrst var farið að huga að málinu en þá dagaði það uppi. Nú er aftur farið að huga að málinu og nú er ráðgert að aðilar muni funda hinn 28. september næstkomandi til að taka ákvarðanir um næstu skref.
Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur Íslandsstofa skráð vörumerkið Inspired by Iceland víða erlendis. Almennt hefur það gengið vel. Þó hafa borist andmæli þegar verið er að skrá vörumerkið fyrir vöruflokka sem skarast við þá vöruflokka sem vörumerki verslanakeðjunnar Iceland er skráð fyrir.
Rúm ellefu ár eru liðin frá því að Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi formaður VG, gerði athugasemdir við það á Alþingi að fyrirtækið Iceland gerði nafn Íslands að vörumerki sínu.
Þá hafði Iceland sent inn umsókn um skráningu vörumerkisins hjá bresku einkaleyfastofunni og þeirri evrópsku. Steingrímur spurði Geir H. Haarde, þá starfandi utanríkisráðherra, hvernig hann ætlaði að bregðast við þessu.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Vilja ógilda rétt á vörumerkinu Iceland
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið



Verð enn lægst í Prís
Neytendur



„Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið
Viðskipti erlent

Northvolt í þrot
Viðskipti erlent

Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu
Viðskipti erlent

Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“
Viðskipti erlent

Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu
Viðskipti innlent