Innlent

3,9 stiga skjálfti í Kötluöskjunni

Kristján Már Unnarsson skrifar
Katla séð af Mýrdalssandi.
Katla séð af Mýrdalssandi. Vísir/GVA.
Jarðskjálfti sem mældist 3,9 stig varð í Kötlu klukkan 13.31 í dag og fannst hann á sveitabæjum í Mýrdal. Nokkrir minni skjálftar fylgdu í kjölfarið. 

Samkvæmt upplýsingum Veðurstofu Íslands voru upptök skjálftans í sunnaverðri Kötluöskjunni. Engin merki sjást um gosóróa. 

Talsverð skjálftavirkni hefur verið í Kötlu frá því í júní og undir lok ágústmánaðar varð þar öflug skjálftahrina. Stærstu skjálftarnir mældust þann 29. ágúst, 4,5 og 4,6 stig. Engin merki hafa þó sést um að eldgos væri yfirvofandi.


Tengdar fréttir

Engin merki sjást um yfirvofandi eldgos

Talsverð skjálftavirkni hefur verið í Kötluösku síðan í júní, sem Veðurstofa Íslands segir vera hefðbundna sumarhegðun Kötlu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×