Chelsea Manning dæmd í 14 daga einangrun vegna sjálfsmorðstilraunar nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 25. september 2016 22:10 Manning afplánar dóm í Fort Leavenworth herfangelsinu í Kansas. vísir/afp Chelsea Manning hefur verið dæmd til fjórtán daga einangrunarvistar vegna sjálfsmorðstilraunar sem hún reyndi í júlí og fyrir að hafa haft ómerkta bók í fangaklefa sínum. Manning var dæmd í 35 ára fangelsi árið 2013 fyrir að hafa lekið hundruð þúsundum gagna um hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan til WikiLeaks. Hún afplánar dóm sinn í Fort Leavenworth fangelsinu í Kansas en það er fangelsi fyrir hermenn sem hafa brotið af sér. Fangelsisyfirvöld gáfu Manning það að sök að hafa með sjálfsmorðstilraun sinni spillt þeim góða aga sem ríkir í fangelsinu. Manning er transkona en hefur ekki enn gengist undir kynleiðréttingaraðgerð. Hún hóf hormónameðferð innan veggja fangelsisins fyrir um einu og hálfu ári og fékk í síðustu viku fregnir þess efnis að herinn hefði veitt henni leyfi til þess að gangast undir aðgerð. Henni hafði um langt skeið verið neitað aðgerð en fékk loks grænt ljós eftir fimm daga hungurverkfall fyrr í mánuðinum. Fékk aðeins klukkustund til þess að undirbúa sig Manning, sem er reglulegur pistlahöfundur The Guardian, tjáði sig um málið í pistli á þriðjudag. Hún gagnrýndi meðal annars verklag fangelsisyfirvalda við refsinguna. Manning þurfti að undirbúa varnarræðu sem hún flutti fyrir stjórnina áður en hún tók ákvörðun um einangrunarvistina en fékk aðeins klukkustund til þess að líta yfir meira en hundrað blaðsíðna skýrslu um brot hennar. Hún fékk ekki að ráðfæra sig við lögmann vegna málsins. Þegar Manning blaðaði í gegnum skýrsluna sá hún jafnframt ljósmynd af sjálfri sér sem tekin var skömmu eftir sjálfsmorðstilraunina. „Þessi mynd truflaði mig. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Hún kvaldi mig meira en allar þær líkamlegu þjáningar og harðræði sem ég upplifað,“ skrifaði Manning í pistlinum. Manning hefur þurft að þola miklar raunir frá því hún hóf afplánun sína 2013. Henni hefur meðal annars verið meinuð læknisaðstoð, henni hefur verið hótuð einangrunarvist og var refsað fyrir að hafa haft útrunnið tannkrem í klefa sínum. Tengdar fréttir Chelsea Manning kannski í meðferð vegna kynleiðréttingar á næstunni Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vill færa hana í ríkisfangelsi svo hún geti hafið meðferð. 16. maí 2014 10:42 Bradley Manning í kynleiðréttingu Hefur óskað eftir að hefja hormónameðferð eins fljótt og auðið er. Biður um stuðning almennings. 22. ágúst 2013 12:14 Chelsea Manning fer í hormónameðferð Manning var talin í hættu á að gelda sig og fremja sjálfsmorð, færi hún ekki í meðferð. 13. febrúar 2015 14:10 Bradley Manning dæmdur í 35 ára fangelsi Herdómstóll í Bandaríkjunum hefur ákvarðað refsingu Bradley Mannings. Hann á möguleika á náðun eftir áratug. 21. ágúst 2013 14:12 Chelsea Manning skrifar fyrir Guardian Bandaríski uppljóstrarinn mun skrifa skoðanagreinar um kyn, stríð og upplýsingafrelsi. 10. febrúar 2015 22:47 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Chelsea Manning hefur verið dæmd til fjórtán daga einangrunarvistar vegna sjálfsmorðstilraunar sem hún reyndi í júlí og fyrir að hafa haft ómerkta bók í fangaklefa sínum. Manning var dæmd í 35 ára fangelsi árið 2013 fyrir að hafa lekið hundruð þúsundum gagna um hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan til WikiLeaks. Hún afplánar dóm sinn í Fort Leavenworth fangelsinu í Kansas en það er fangelsi fyrir hermenn sem hafa brotið af sér. Fangelsisyfirvöld gáfu Manning það að sök að hafa með sjálfsmorðstilraun sinni spillt þeim góða aga sem ríkir í fangelsinu. Manning er transkona en hefur ekki enn gengist undir kynleiðréttingaraðgerð. Hún hóf hormónameðferð innan veggja fangelsisins fyrir um einu og hálfu ári og fékk í síðustu viku fregnir þess efnis að herinn hefði veitt henni leyfi til þess að gangast undir aðgerð. Henni hafði um langt skeið verið neitað aðgerð en fékk loks grænt ljós eftir fimm daga hungurverkfall fyrr í mánuðinum. Fékk aðeins klukkustund til þess að undirbúa sig Manning, sem er reglulegur pistlahöfundur The Guardian, tjáði sig um málið í pistli á þriðjudag. Hún gagnrýndi meðal annars verklag fangelsisyfirvalda við refsinguna. Manning þurfti að undirbúa varnarræðu sem hún flutti fyrir stjórnina áður en hún tók ákvörðun um einangrunarvistina en fékk aðeins klukkustund til þess að líta yfir meira en hundrað blaðsíðna skýrslu um brot hennar. Hún fékk ekki að ráðfæra sig við lögmann vegna málsins. Þegar Manning blaðaði í gegnum skýrsluna sá hún jafnframt ljósmynd af sjálfri sér sem tekin var skömmu eftir sjálfsmorðstilraunina. „Þessi mynd truflaði mig. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Hún kvaldi mig meira en allar þær líkamlegu þjáningar og harðræði sem ég upplifað,“ skrifaði Manning í pistlinum. Manning hefur þurft að þola miklar raunir frá því hún hóf afplánun sína 2013. Henni hefur meðal annars verið meinuð læknisaðstoð, henni hefur verið hótuð einangrunarvist og var refsað fyrir að hafa haft útrunnið tannkrem í klefa sínum.
Tengdar fréttir Chelsea Manning kannski í meðferð vegna kynleiðréttingar á næstunni Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vill færa hana í ríkisfangelsi svo hún geti hafið meðferð. 16. maí 2014 10:42 Bradley Manning í kynleiðréttingu Hefur óskað eftir að hefja hormónameðferð eins fljótt og auðið er. Biður um stuðning almennings. 22. ágúst 2013 12:14 Chelsea Manning fer í hormónameðferð Manning var talin í hættu á að gelda sig og fremja sjálfsmorð, færi hún ekki í meðferð. 13. febrúar 2015 14:10 Bradley Manning dæmdur í 35 ára fangelsi Herdómstóll í Bandaríkjunum hefur ákvarðað refsingu Bradley Mannings. Hann á möguleika á náðun eftir áratug. 21. ágúst 2013 14:12 Chelsea Manning skrifar fyrir Guardian Bandaríski uppljóstrarinn mun skrifa skoðanagreinar um kyn, stríð og upplýsingafrelsi. 10. febrúar 2015 22:47 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Chelsea Manning kannski í meðferð vegna kynleiðréttingar á næstunni Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vill færa hana í ríkisfangelsi svo hún geti hafið meðferð. 16. maí 2014 10:42
Bradley Manning í kynleiðréttingu Hefur óskað eftir að hefja hormónameðferð eins fljótt og auðið er. Biður um stuðning almennings. 22. ágúst 2013 12:14
Chelsea Manning fer í hormónameðferð Manning var talin í hættu á að gelda sig og fremja sjálfsmorð, færi hún ekki í meðferð. 13. febrúar 2015 14:10
Bradley Manning dæmdur í 35 ára fangelsi Herdómstóll í Bandaríkjunum hefur ákvarðað refsingu Bradley Mannings. Hann á möguleika á náðun eftir áratug. 21. ágúst 2013 14:12
Chelsea Manning skrifar fyrir Guardian Bandaríski uppljóstrarinn mun skrifa skoðanagreinar um kyn, stríð og upplýsingafrelsi. 10. febrúar 2015 22:47