Ýjar að því að Rússar fremji stríðsglæpi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. september 2016 07:00 Nauðsynjavörur ætlaðar borgurum lágu á víð og dreif í kjölfar árásarinnar. Nordicphotos/AFP „Þeir eru sekir um að lengja þetta stríð og gera það mun viðurstyggilegra og ég held að þegar komi að árásum á bílalestir góðgerðarsamtaka þurfi að rannsaka hvort þær árásir séu gerðar vitandi það að skotmarkið sé saklaust með öllu,“ sagði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, í viðtali við BBC í gær. Vísar Johnson þar til aðgerða Rússlandshers í Sýrlandi, nánar tiltekið við borgina Aleppo. Rússar eru sakaðir um að hafa gert árás á bílalest góðgerðarsamtaka, með nauðsynjavörur á borð við mat og lyf, sem ætluð var borgurum Aleppo. Átján vörubílar eyðilögðust í árásinni og fórust tuttugu. Rússar hafa hins vegar neitað ábyrgð á árásinni og sagt að annaðhvort hafi þarna verið að verki bandarískur dróni eða sýrlenskir uppreisnarmenn. „Við búum við þann veruleika að sprengjum er síendurtekið varpað á Aleppo á villimannslegan hátt,“ sagði Johnson einnig. Árásin var gerð síðastliðinn mánudag þegar bílalestin var um tuttugu kílómetra frá borginni. „Ef þeir sem réðust á bílalestina gerðu það, vitandi að hún væri frá góðgerðarsamtökum, væru þeir sekir um stríðsglæp. Það er alveg skýrt,“ sagði Stephen O’Brien, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, á mánudagskvöld.Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands.Nordicphotos/AFPÞá hefur einn sendiherra Sameinuðu þjóðanna á svæðinu, Staffan de Mistura, sagt að tvær rússneskar herþotur hafi ráðist á bílalestina. Hann sagði þó ekki vitað hvort ráðist hafi verið á hana af ásettu ráði. Johnson segir það hins vegar vel mögulegt. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, væri ekki bara að aðstoða Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, heldur tæki hann sjálfur virkan þátt í stríðinu. „Við þurfum að rannsaka hvort sjónum hafi verið beint að bílalestinni, vitandi að skotmarkið væri saklaust. Það væri stríðsglæpur,“ sagði Johnson. Þá fórust einnig sex börn í sprengjuárás ríkisstjórnarhersins í Aleppo í gær. Stjórnarherinn hefur barist við uppreisnarmenn, Kúrda og Íslamska ríkið nærri borginni frá árinu 2012. Kúrdar, uppreisnarmenn og stjórnarherinn hafa nú yfirráð víðs vegar um borgina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segja loftárásir á Aleppo vera stríðsglæpi Fastafulltrúi Frakklands hjá Sameinuðu þjóðunum segir að nauðsynlegt sé að refa þeim sem beri ábyrgð. 25. september 2016 16:46 Blöskrar vegna ofbeldisins í Aleppo Ban Ki-moon hefur áhyggjur af fregnum um notkun íkveikju- og klasasprengja. 25. september 2016 10:18 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
„Þeir eru sekir um að lengja þetta stríð og gera það mun viðurstyggilegra og ég held að þegar komi að árásum á bílalestir góðgerðarsamtaka þurfi að rannsaka hvort þær árásir séu gerðar vitandi það að skotmarkið sé saklaust með öllu,“ sagði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, í viðtali við BBC í gær. Vísar Johnson þar til aðgerða Rússlandshers í Sýrlandi, nánar tiltekið við borgina Aleppo. Rússar eru sakaðir um að hafa gert árás á bílalest góðgerðarsamtaka, með nauðsynjavörur á borð við mat og lyf, sem ætluð var borgurum Aleppo. Átján vörubílar eyðilögðust í árásinni og fórust tuttugu. Rússar hafa hins vegar neitað ábyrgð á árásinni og sagt að annaðhvort hafi þarna verið að verki bandarískur dróni eða sýrlenskir uppreisnarmenn. „Við búum við þann veruleika að sprengjum er síendurtekið varpað á Aleppo á villimannslegan hátt,“ sagði Johnson einnig. Árásin var gerð síðastliðinn mánudag þegar bílalestin var um tuttugu kílómetra frá borginni. „Ef þeir sem réðust á bílalestina gerðu það, vitandi að hún væri frá góðgerðarsamtökum, væru þeir sekir um stríðsglæp. Það er alveg skýrt,“ sagði Stephen O’Brien, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, á mánudagskvöld.Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands.Nordicphotos/AFPÞá hefur einn sendiherra Sameinuðu þjóðanna á svæðinu, Staffan de Mistura, sagt að tvær rússneskar herþotur hafi ráðist á bílalestina. Hann sagði þó ekki vitað hvort ráðist hafi verið á hana af ásettu ráði. Johnson segir það hins vegar vel mögulegt. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, væri ekki bara að aðstoða Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, heldur tæki hann sjálfur virkan þátt í stríðinu. „Við þurfum að rannsaka hvort sjónum hafi verið beint að bílalestinni, vitandi að skotmarkið væri saklaust. Það væri stríðsglæpur,“ sagði Johnson. Þá fórust einnig sex börn í sprengjuárás ríkisstjórnarhersins í Aleppo í gær. Stjórnarherinn hefur barist við uppreisnarmenn, Kúrda og Íslamska ríkið nærri borginni frá árinu 2012. Kúrdar, uppreisnarmenn og stjórnarherinn hafa nú yfirráð víðs vegar um borgina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segja loftárásir á Aleppo vera stríðsglæpi Fastafulltrúi Frakklands hjá Sameinuðu þjóðunum segir að nauðsynlegt sé að refa þeim sem beri ábyrgð. 25. september 2016 16:46 Blöskrar vegna ofbeldisins í Aleppo Ban Ki-moon hefur áhyggjur af fregnum um notkun íkveikju- og klasasprengja. 25. september 2016 10:18 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Segja loftárásir á Aleppo vera stríðsglæpi Fastafulltrúi Frakklands hjá Sameinuðu þjóðunum segir að nauðsynlegt sé að refa þeim sem beri ábyrgð. 25. september 2016 16:46
Blöskrar vegna ofbeldisins í Aleppo Ban Ki-moon hefur áhyggjur af fregnum um notkun íkveikju- og klasasprengja. 25. september 2016 10:18