Gunnar Bragi sakar Sigurð Inga og Eygló um baktjaldamakk Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 25. september 2016 18:45 Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra sakar Sigurð Inga Jóhannsson og Eygló Harðardóttur um baktjaldamakk gegn formanni Framsóknarflokks og segist vera sorgmæddur yfir algjörum klofningi innan stjórnar flokksins. Hann styður Sigmund Davíð til formennsku og hvetur Lilju Alfreðsdóttur til að sækjast eftir varaformannsembættinu. Mikil ólga hefur verið innan framsóknarflokksins undanfarna daga, eða allt frá því að Sigurður Ingi Jóhannsson tilkynnti um framboð sitt gegn sitjandi formanni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Stjórn flokksins er klofin en Eygló Harðardóttir styður breytta forystu flokksins og gaf út í gær að nái Sigurður Ingi kjöri ætli hún að sækjast eftir varaformannsembætti. Gunnar Bragi segir að framboð Sigurðar og Eyglóar gegn Sigmundi komi sér mikið á óvart. Sjálfur styður hann Sigmund Davíð og er sannfærður um að hann vinni formannskjörið. „Fyrstu viðbrögðin eru fyrst og fremst sorg þegar maður uppgötvar að það er lengi búið að vera eitthvað baktjaldamakk og undirmál í flokknum þegar maður hélt að það væri verið að vinna þetta allt af heiðarleika. Fyrir mér er alveg ljóst að það er búið að vera að plana þetta lengi og mér sýnist Sigurður Ingi og Eygló vera saman í einhverskonar liði. Svo þegar maður skoðar myndina þá kannski hugsar maður til baka og hugsar hverskonar kjáni maður er búinn að vera að sjá þetta ekki, hvað er búið að vera í pípunum.“Gunnar Bragi Sveinsson vill sjá Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra sem varaformann Framsóknarflokksinsvísir/stefánVill sjá Lilju sem varaformann Gunnar Bragi lýsti því yfir fyrr í september að hann gæti hugsað sér að sækjast eftir varaformannsembætti í flokknum. Hann hefur nú fallið frá því. „Mig langar að nefna þetta, fyrst þetta er komið fram með Eygló Harðardóttur, að ég hef hvatt Lilju Alfreðsdóttur til þess að gefa kost á sér til varaformanns og mun styðja hana dyggilega í því. Lilja hefur verið einn stærsti og besti stuðningsmaður Sigmundar Davíðs og ég sé fyrir mér að þau myndu mynda mjög gott og sterkt teymi.“ Hann segir mikinn klofning innan flokksins. „Það er klofningur í flokknum. að mínu viti að algjörlega ástæðulausu. En svona er þetta nú bara, að traustustu menn virðast glepjast af einhverju öðru og ganga þá á bak því sem þeir hafa sagt. Kannski er það eitthvað sem hefur viðgengist í pólitík en ég man aldrei eftir því áður í Framsóknarflokknum að menn hreinlega myndi einhverskonar teymi eða lið til að fara gegn formanni flokksins. Þó ýmislegt hafi nú gengið á hjá okkur í gegnum tíðina. Það eru bara fyrst og fremst leiðindaslagsmál sem eru fram undan, það er bara þannig sem það er, og getur stórskaðað flokkinn.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Eygló ætlar í varaformanninn tapi Sigmundur Davíð formannsslagnum Eygló tilkynnti þetta í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. 24. september 2016 16:06 Kannast ekkert við lýsingar Sigurðar "Nú verður Sigurður Ingi að stíga fram og upplýsa hvaða þingmenn sátu á svikráð um við formann flokksins,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. september 2016 15:21 Segir Sigmund hafa misst stuðning þingflokksins í apríl Sigurður Ingi ræddi formannsbaráttuna á Sprengisandi. 25. september 2016 11:25 Eygló Harðardóttir: "Við verðum að gera breytingar“ Félags- og húsnæðismálaráðherra býður sig fram í varaformannsstöðu Framsóknarflokksins ef Sigmundur Davíð tapar formannskjörinu um næstu helgi. 24. september 2016 16:45 Sigurður Ingi: Telur sig eiga góða möguleika að verða formaður Framsóknarflokksins Forsætisráðherra hlaut 100% kosningu í Suðurkjördæmi og er bjartsýnn á sigur gegn Sigmundi Davíð um formennsku Framsóknar. 24. september 2016 13:22 Sigurður Ingi býður sig fram til formanns Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður Framsóknarflokksins ætlar að bjóða sig fram til formanns flokksins. Þetta herma heimildir fréttastofu. 23. september 2016 19:08 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra sakar Sigurð Inga Jóhannsson og Eygló Harðardóttur um baktjaldamakk gegn formanni Framsóknarflokks og segist vera sorgmæddur yfir algjörum klofningi innan stjórnar flokksins. Hann styður Sigmund Davíð til formennsku og hvetur Lilju Alfreðsdóttur til að sækjast eftir varaformannsembættinu. Mikil ólga hefur verið innan framsóknarflokksins undanfarna daga, eða allt frá því að Sigurður Ingi Jóhannsson tilkynnti um framboð sitt gegn sitjandi formanni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Stjórn flokksins er klofin en Eygló Harðardóttir styður breytta forystu flokksins og gaf út í gær að nái Sigurður Ingi kjöri ætli hún að sækjast eftir varaformannsembætti. Gunnar Bragi segir að framboð Sigurðar og Eyglóar gegn Sigmundi komi sér mikið á óvart. Sjálfur styður hann Sigmund Davíð og er sannfærður um að hann vinni formannskjörið. „Fyrstu viðbrögðin eru fyrst og fremst sorg þegar maður uppgötvar að það er lengi búið að vera eitthvað baktjaldamakk og undirmál í flokknum þegar maður hélt að það væri verið að vinna þetta allt af heiðarleika. Fyrir mér er alveg ljóst að það er búið að vera að plana þetta lengi og mér sýnist Sigurður Ingi og Eygló vera saman í einhverskonar liði. Svo þegar maður skoðar myndina þá kannski hugsar maður til baka og hugsar hverskonar kjáni maður er búinn að vera að sjá þetta ekki, hvað er búið að vera í pípunum.“Gunnar Bragi Sveinsson vill sjá Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra sem varaformann Framsóknarflokksinsvísir/stefánVill sjá Lilju sem varaformann Gunnar Bragi lýsti því yfir fyrr í september að hann gæti hugsað sér að sækjast eftir varaformannsembætti í flokknum. Hann hefur nú fallið frá því. „Mig langar að nefna þetta, fyrst þetta er komið fram með Eygló Harðardóttur, að ég hef hvatt Lilju Alfreðsdóttur til þess að gefa kost á sér til varaformanns og mun styðja hana dyggilega í því. Lilja hefur verið einn stærsti og besti stuðningsmaður Sigmundar Davíðs og ég sé fyrir mér að þau myndu mynda mjög gott og sterkt teymi.“ Hann segir mikinn klofning innan flokksins. „Það er klofningur í flokknum. að mínu viti að algjörlega ástæðulausu. En svona er þetta nú bara, að traustustu menn virðast glepjast af einhverju öðru og ganga þá á bak því sem þeir hafa sagt. Kannski er það eitthvað sem hefur viðgengist í pólitík en ég man aldrei eftir því áður í Framsóknarflokknum að menn hreinlega myndi einhverskonar teymi eða lið til að fara gegn formanni flokksins. Þó ýmislegt hafi nú gengið á hjá okkur í gegnum tíðina. Það eru bara fyrst og fremst leiðindaslagsmál sem eru fram undan, það er bara þannig sem það er, og getur stórskaðað flokkinn.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Eygló ætlar í varaformanninn tapi Sigmundur Davíð formannsslagnum Eygló tilkynnti þetta í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. 24. september 2016 16:06 Kannast ekkert við lýsingar Sigurðar "Nú verður Sigurður Ingi að stíga fram og upplýsa hvaða þingmenn sátu á svikráð um við formann flokksins,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. september 2016 15:21 Segir Sigmund hafa misst stuðning þingflokksins í apríl Sigurður Ingi ræddi formannsbaráttuna á Sprengisandi. 25. september 2016 11:25 Eygló Harðardóttir: "Við verðum að gera breytingar“ Félags- og húsnæðismálaráðherra býður sig fram í varaformannsstöðu Framsóknarflokksins ef Sigmundur Davíð tapar formannskjörinu um næstu helgi. 24. september 2016 16:45 Sigurður Ingi: Telur sig eiga góða möguleika að verða formaður Framsóknarflokksins Forsætisráðherra hlaut 100% kosningu í Suðurkjördæmi og er bjartsýnn á sigur gegn Sigmundi Davíð um formennsku Framsóknar. 24. september 2016 13:22 Sigurður Ingi býður sig fram til formanns Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður Framsóknarflokksins ætlar að bjóða sig fram til formanns flokksins. Þetta herma heimildir fréttastofu. 23. september 2016 19:08 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Eygló ætlar í varaformanninn tapi Sigmundur Davíð formannsslagnum Eygló tilkynnti þetta í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. 24. september 2016 16:06
Kannast ekkert við lýsingar Sigurðar "Nú verður Sigurður Ingi að stíga fram og upplýsa hvaða þingmenn sátu á svikráð um við formann flokksins,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. september 2016 15:21
Segir Sigmund hafa misst stuðning þingflokksins í apríl Sigurður Ingi ræddi formannsbaráttuna á Sprengisandi. 25. september 2016 11:25
Eygló Harðardóttir: "Við verðum að gera breytingar“ Félags- og húsnæðismálaráðherra býður sig fram í varaformannsstöðu Framsóknarflokksins ef Sigmundur Davíð tapar formannskjörinu um næstu helgi. 24. september 2016 16:45
Sigurður Ingi: Telur sig eiga góða möguleika að verða formaður Framsóknarflokksins Forsætisráðherra hlaut 100% kosningu í Suðurkjördæmi og er bjartsýnn á sigur gegn Sigmundi Davíð um formennsku Framsóknar. 24. september 2016 13:22
Sigurður Ingi býður sig fram til formanns Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður Framsóknarflokksins ætlar að bjóða sig fram til formanns flokksins. Þetta herma heimildir fréttastofu. 23. september 2016 19:08