Segja loftárásir á Aleppo vera stríðsglæpi Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2016 16:46 Minnst 115 borgara eru sagðir hafa fallið í árásum stjórnarhersins og Rússa á borgina frá því á fimmtudaginn. Vísir/AFP Fastafulltrúi Frakklands hjá Sameinuðu þjóðunum segir að árásir á Aleppo í Sýrlandi séu stríðsglæpur. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar nú um árásirnar en fjöldi almennra borgara hafa látið lífið um helgina og um tvær milljónir hafa ekki aðgang að hreinu vatni. „Það er verið að fremja stríðsglæpi í Aleppo,“ sagði Francois Delattre. „Það verður að refsa fyrir þá og refsileysi er ekki í boði í Sýrlandi.“ Fastafulltrúi Breta sló á svipaða strengi og sagði að íkveikjusprengjur sem væri verið að varpa á borgina greini ekki á milli borgara og vopnaðra manna. Þá væri notkun þeirra brot á alþjóðalögum. Bretar, Frakkar og Bandaríkin beita nú Rússa miklum þrýstingi svo þeir fái ríkisstjórn Sýrlands til að draga úr árásum á borgina.Sjá einnig: Blöskrar vegna ofbeldisins í Aleppo Aðgerðarsamtökin Syrian Observatory for Human Rights segja minnst 115 borgara hafa fallið í árásum stjórnarhersins og Rússa á borgina frá því á fimmtudaginn.Árásin á bílalestina mögulega stríðsglæpurBoris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hefur sagt að Rússar hafi mögulega framið stríðsglæp með loftárásum á bílalest sem bar hjálpargögn í grennd við Aleppo. Hann sagði blaðamanni BBC að rannsaka þyrfti hvort Rússar hafi vísvitandi gert árásir á almenna borgara. Minnst tuttugu manns létu lífið í árásunum og 18 vörubílar og vöruskemma gereyðilögðust. Rússar þvertaka fyrir að hafa gert loftárásir á bílalestina. Fyrst sögðust þeir hafa fundið vísbendingar um að kveikt hefði verið í henni, síðan ásökuðu þeir uppreisnarmenn um að hafa gert sprengjuvörpuárás á bílalestina og einnig hafa þeir sakað Bandaríkin um að hafa varpað sprengjunum. Mið-Austurlönd Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Fastafulltrúi Frakklands hjá Sameinuðu þjóðunum segir að árásir á Aleppo í Sýrlandi séu stríðsglæpur. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar nú um árásirnar en fjöldi almennra borgara hafa látið lífið um helgina og um tvær milljónir hafa ekki aðgang að hreinu vatni. „Það er verið að fremja stríðsglæpi í Aleppo,“ sagði Francois Delattre. „Það verður að refsa fyrir þá og refsileysi er ekki í boði í Sýrlandi.“ Fastafulltrúi Breta sló á svipaða strengi og sagði að íkveikjusprengjur sem væri verið að varpa á borgina greini ekki á milli borgara og vopnaðra manna. Þá væri notkun þeirra brot á alþjóðalögum. Bretar, Frakkar og Bandaríkin beita nú Rússa miklum þrýstingi svo þeir fái ríkisstjórn Sýrlands til að draga úr árásum á borgina.Sjá einnig: Blöskrar vegna ofbeldisins í Aleppo Aðgerðarsamtökin Syrian Observatory for Human Rights segja minnst 115 borgara hafa fallið í árásum stjórnarhersins og Rússa á borgina frá því á fimmtudaginn.Árásin á bílalestina mögulega stríðsglæpurBoris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hefur sagt að Rússar hafi mögulega framið stríðsglæp með loftárásum á bílalest sem bar hjálpargögn í grennd við Aleppo. Hann sagði blaðamanni BBC að rannsaka þyrfti hvort Rússar hafi vísvitandi gert árásir á almenna borgara. Minnst tuttugu manns létu lífið í árásunum og 18 vörubílar og vöruskemma gereyðilögðust. Rússar þvertaka fyrir að hafa gert loftárásir á bílalestina. Fyrst sögðust þeir hafa fundið vísbendingar um að kveikt hefði verið í henni, síðan ásökuðu þeir uppreisnarmenn um að hafa gert sprengjuvörpuárás á bílalestina og einnig hafa þeir sakað Bandaríkin um að hafa varpað sprengjunum.
Mið-Austurlönd Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira