"Markið" í Ólafsvík: Fannst ég ekki gera neitt rangt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. september 2016 16:31 vísir/hanna/stefán Umdeilt atvik átti sér stað í leik Víkings Ó. og KR í 21. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum sló Stefán Logi Magnússon, markvörður KR, boltann í eigið mark eftir hornspyrnu Pape Mamadou Faye. Markið var hins vegar dæmt af en Þorsteinn Már Ragnarsson, fyrirliði Víkings, var álitinn brotlegur. Ólsarar voru afar ósáttir við dóminn enda erfitt að sjá hvað Þorsteinn gerði sem verðskuldaði að dæmd yrði aukaspyrna á hann.Skil ekki af hverju hann breytti um ákvörðun „Mér fannst ég ekki gera neitt rangt. Við vorum í klafsi, ég, Stefán og Indriði [Sigurðsson],“ sagði Þorsteinn í samtali við Vísi eftir leik. „Indriði ýtir í mig, svo bakka ég og Stefán er allt í einu kominn ofan á mig og það er dæmd aukaspyrna á mig. Ég veit ekki hvað Erlendur [Eiríksson, dómari leiksins] sá þarna. Hvert á ég að fara? Hvað á ég að gera? Ég skil ekki af hverju hann dæmdi aukaspyrnu á mig.“ Svo virtist sem Erlendur hafi fyrst dæmt mark en hætt svo við og breytt dómnum í aukaspyrnu. „Ég hélt hann hefði dæmt mark fyrst. Ég skil ekki af hverju hann breytti um ákvörðun. Ég átta mig ekki á því,“ sagði Þorsteinn.Sterkir strákar Stefán Logi hafði aðra sýn á atvikið umdeilda. „Þeir áttu tvö horn áður. Steini vinnur nú við að temja hesta, þannig að hann er nautsterkur og frábær strákur. Ég er líka svolítið sterkur sjálfur en reglurnar eru þannig að það má ekki ýta,“ sagði Stefán Logi. „Hann byrjar á því að labba með mig inn í markið. Það var s.s. ekkert brot þegar ég hoppa upp en brotið átti sér stað á undan því og dómarinn dæmdi kannski á það,“ bætti markvörðurinn við.Léttast að kenna dómurunum um Ólsarar hafa verið ósáttir við dómgæsluna í nokkrum leikjum að undanförnu og telja á sig hallað. En hvernig lítur fyrirliðinn á málið? „Það er alltaf léttast að kenna dómurunum um en það eru stór atvik í síðustu leikjum sem hafa ekki fallið með okkur. Það voru augljóslega rangar ákvarðanir. En við þurfum að líta í eigin barm og mæta sterkir til leiks gegn Stjörnunni,“ sagði Þorsteinn að endingu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira
Umdeilt atvik átti sér stað í leik Víkings Ó. og KR í 21. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum sló Stefán Logi Magnússon, markvörður KR, boltann í eigið mark eftir hornspyrnu Pape Mamadou Faye. Markið var hins vegar dæmt af en Þorsteinn Már Ragnarsson, fyrirliði Víkings, var álitinn brotlegur. Ólsarar voru afar ósáttir við dóminn enda erfitt að sjá hvað Þorsteinn gerði sem verðskuldaði að dæmd yrði aukaspyrna á hann.Skil ekki af hverju hann breytti um ákvörðun „Mér fannst ég ekki gera neitt rangt. Við vorum í klafsi, ég, Stefán og Indriði [Sigurðsson],“ sagði Þorsteinn í samtali við Vísi eftir leik. „Indriði ýtir í mig, svo bakka ég og Stefán er allt í einu kominn ofan á mig og það er dæmd aukaspyrna á mig. Ég veit ekki hvað Erlendur [Eiríksson, dómari leiksins] sá þarna. Hvert á ég að fara? Hvað á ég að gera? Ég skil ekki af hverju hann dæmdi aukaspyrnu á mig.“ Svo virtist sem Erlendur hafi fyrst dæmt mark en hætt svo við og breytt dómnum í aukaspyrnu. „Ég hélt hann hefði dæmt mark fyrst. Ég skil ekki af hverju hann breytti um ákvörðun. Ég átta mig ekki á því,“ sagði Þorsteinn.Sterkir strákar Stefán Logi hafði aðra sýn á atvikið umdeilda. „Þeir áttu tvö horn áður. Steini vinnur nú við að temja hesta, þannig að hann er nautsterkur og frábær strákur. Ég er líka svolítið sterkur sjálfur en reglurnar eru þannig að það má ekki ýta,“ sagði Stefán Logi. „Hann byrjar á því að labba með mig inn í markið. Það var s.s. ekkert brot þegar ég hoppa upp en brotið átti sér stað á undan því og dómarinn dæmdi kannski á það,“ bætti markvörðurinn við.Léttast að kenna dómurunum um Ólsarar hafa verið ósáttir við dómgæsluna í nokkrum leikjum að undanförnu og telja á sig hallað. En hvernig lítur fyrirliðinn á málið? „Það er alltaf léttast að kenna dómurunum um en það eru stór atvik í síðustu leikjum sem hafa ekki fallið með okkur. Það voru augljóslega rangar ákvarðanir. En við þurfum að líta í eigin barm og mæta sterkir til leiks gegn Stjörnunni,“ sagði Þorsteinn að endingu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira