Frá því að stjórnarher Sýrlands lýsti því yfir að þeir myndu hætta að fylgja vopnahléi Bandaríkjanna og Rússlands hafa loftárásir á Aleppo verið auknar til muna. Talið er að minnst 91 almennur borgarin hafi látið lífið og um tvær milljónir hafa ekki aðgang að fersku vatni.
Íbúi sem Al-Jazeera ræddi við segir að ekki sé hægt að grafa lík fólks úr rústum húsa, þar sem búnaður til þess sé ekki til staðar.
„VIð erum að reyna að hjálpa hinum særðu, þeim sem lifa efa, en ástandið er hræðilegt. Eyðilegging og dauði umkringir okkur. Svo virðist sem að Rússarnir og ríkisstjórnin hafi gefið grænt ljós á að okkur sé öllum slátrað. Eins og sveltandi fólk sé ekki nógu slæmt.“