Íslenski boltinn

Leiknismenn héldu sér uppi á ótrúlegan hátt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ótrúleg lokaumferð
Ótrúleg lokaumferð mynd/jóhanna kr. hauksdóttir
Ótrúlegir hlutir gerðust í lokaumferð Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu í dag þegar Leiknir Fárskrúðsfjörður náði að bjarga sæti sínu í deildinni á lygilegan hátt.

Fyrir umferðina var ljóst að KA og Grindavík væru á leiðinni upp í Pepsi-deildina. Það var aftur á móti spenna í botnbaráttunni þar sem Leiknir F. átti smá möguleika á því að bjarga sér og senda Huginn niður í 2. deildina. Þá þurfti aftur á móti allt að ganga upp þar sem markatala Hugans var ívið betri fyrir lokaumferðina.

Huginn tapaði fyrir Selfoss á útivelli 4-1 og þá var það ljóst að Leiknir F. þurfti að vinna sinn leik með fimm mörkum eða meira. Leiknismenn náðu á einhvern ótrúlegan hátt að vinna HK í Kórnum 7-2 og tryggðu sæti sitt í deildinni.

Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma var staðan 5-2 fyrir Leikni en Kristófer Páll Viðarsson skoraði tvö mörk á lokamínútunum og hélt Leikni F. í Inkasso-deildinni. Hann gerði fernu í leiknum. Huginn fellur því í 2. deildina ásamt Fjarðarbyggð.

Hér að neðan má sjá öll úrslit dagsins í Inkasso-deildinni en upplýsingarnar eru fengnar á vefsiðunni úrslit.net.

Þór 0-3 KA

HK 2-7 Leiknir F.

Fjarðarbyggð 1-2 Haukar

Leiknir R. 0-0 Keflavík

Selfoss 4-1 Huginn

Grindavík 0-0 Fram

Leiknismenn fagna inni í klefa eftir leikinn í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×