Viðskipti innlent

Krefjast þess að fá lóð Thorsil úthlutaða

Atlantic Green Chemicals var lofað lóðinni Berghólabraut 4 í Helguvík.
Atlantic Green Chemicals var lofað lóðinni Berghólabraut 4 í Helguvík. Vísir/GVA
Forsvarsmenn Atlantic Green Chemicals krefjast þess að fá lóð sem hafnarstjóri hafði lofað þeim í Helguvík úthlutaða, einnig krefjast þeir þess að breyting á deiliskipulagi á svæðinu frá 2015 verði felld úr gildi.

Aðalmeðferð dómsmálsins Atlant­ic Green Chemicals (AGC) gegn Reykja­nesbæ, Reykjaneshöfn og Thorsil hófst á fimmtudag, en áður hafði málinu verið vísað frá. Forsaga málsins er sú að AGC stefndi Reykjaneshöfn, Reykjanesbæ og Thorsil ehf. vegna deilna um úthlutun lóðarinnar Berghólabrautar 4 í Helguvík.

Jón Jónsson, lögmaður Atlantic Green Chemicals.
Deilt um loforð

Jón Jónsson, lögmaður Atlantic Green, segir deiluna um málið aðallega snúast um það hvort loforð, sem fólst í tölvupósti frá hafnarstjóra Reykjaneshafnar til AGC, gildi. 

„AGC var tilkynnt að Reykjaneshöfn væri reiðubúin að úthluta félaginu þessari lóð og á grunni þessa loforðs vinnur AGC sitt umhverfismat og klárar það. Staðsetningin skipti máli vegna þess að þeir höfðu í huga að nota afgangs varmaorku í sína framleiðslu,“ segir Jón.

„Þetta verkefni lá niðri um tíma og um mitt ár 2014 varð AGC þess vart að hluti af þeirri lóð sem félaginu var lofað tilheyrir lóðinni sem Thorsil er að semja um vegna kísilvers við Reykjaneshöfn.

Þetta dómsmál gengur út á það að þeir eigi rétt á að fá þessa lóð úthlutaða, í raun og veru krefjast forsvarsmenn AGC þess. Einnig krefjast þeir þess að nýtt deiliskipulag við Helguvíkurhöfn frá 2015, sem gerir ráð fyrir að þessi lóð verði gerð að stærri lóð sem Thorsil fengi afhenta, verði fellt úr gildi,“ segir Jón Jónsson. – sg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×