Viðskipti innlent

Guðný Helga ráðin nýr markaðsstjóri VÍS

Atli Ísleifsson skrifar
Guðný Helga Her­berts­dótt­ir hef­ur verið ráðin markaðsstjóri VÍS. Hún hefur störf innan fárra vikna, að því er segir á heimasíðu VÍS.

Guðný Helga mun leiða markaðs- og ímynd­ar­starf VÍS sem og stefnu­mót­un markaðsdeild­ar. Hún hefur að undanförnu gegnt stöðu deild­ar­stjóra samskipta­deild­ar Land­spít­ala, allt frá fyrri hluta árs 2015.

„Áður var hún upp­lýs­inga­full­trúi Íslands­banka þar sem hún leiddi einnig mót­un bank­ans í sam­fé­lags­ábyrgð. Fyr­ir það starfaði hún um ára­bil sem fréttamaður og þátta­stjórn­andi hjá 365 miðlum,“ segir í frétt VÍS.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×