Viðskipti innlent

Fossar og Neuberger Berman hefja samstarf

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Anna Þorbjörg Jónsdóttir
Anna Þorbjörg Jónsdóttir Vísir
Fossar markaðir hafa gert samstarfssamning við Neuberger Berman Europe Limited um sölu og dreifingu á erlendum sjóðum fyrirtækisins.

Neuberger Berman Group er rótgróið eignastýringarfyrirtæki sem stofnað var í Bandaríkjunum árið 1939. Fyrirtækið er að fullu í eigu starfsmanna og þar starfa um 2.000 manns í 19 löndum. Eignir í stýringu hjá Neuberger Berman nema um 246 milljörðum dollara. Neuberger Berman býður upp á úrval sjóða í hlutabréfa-, skuldabréfa-, framtaks- og vogunarsjóðum og vinnur náið með stofnanafjárfestum og ráðgjöfum um heim allan.

„Samstarfið við Neuberger Berman er mikilvægur hluti af þjónustuleiðum sem viðskiptavinum Fossa markaða standa til boða í tengslum við alþjóðlega fjárfestingastarfsemi. Í gegnum samstarfið bjóðum við viðskiptavinum okkar að fjárfesta í fjölbreyttu úrvali sjóða, sem hafa sýnt framúrskarandi ávöxtun. Neuberger Berman er traustur og reynslumikill samstarfsaðili og leggur mikla áherslu á að hagsmunir sjóðstjóra fyrirtækisins fari saman við hagsmuni fjárfesta. Dæmi um það er að sjóðstjórarnir og fjölskyldur þeirra fjárfesta í þeim sjóðum sem þeir stýra,“ er haft eftir Önnu Þorbjörgu Jónsdóttur sem leiðir erlendar fjárfestingar hjá Fossum í tilkynningu frá fyrirtækinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×