Afleikur Framsóknar Einar Brynjólfsson og Smári McCarthy skrifar 22. september 2016 14:02 Bændur á Íslandi ættu að vera æfir. Með því að þröngva búvörusamningnum í gegnum Alþingi tók Framsóknarflokkurinn landbúnaðarmál alfarið af dagskrá fyrir komandi kosningar. Samtal stjórnmálamanna við bændur mun verða innihaldslaust, því stjórnmálamenn geta lítið gert nema að lofa upp í ermina á sér. Búvörusamningurinn festir í sessi léleg starfsskilyrði bænda út næsta áratuginn. Samningurinn kemur í veg fyrir eðlilega endurnýjun og nýliðun, þrátt fyrir fögur orð um það í markmiðslýsingu og skammtar bændum arfaslakar tekjur, sem munu lítið breytast til hins betra á samningstímanum. Tilgangurinn virðist fyrst og fremst vera að tryggja gott gegnumflæði peninga til þeirra einokunarstofnana sem Bændasamtökin hygla mest.Smári McCarthy, 1. sæti Pírata í Suðurkjördæmi.Meðan bændum ─ sér í lagi sauðfjárbændum ─ er haldið í fátæktargildru, má búast við að ákveðnir aðilar maki krókinn með þessum samningi. Stóra spurning Pírata er nú: hvernig getum komið landbúnaðarmálum aftur á dagskrá? Það er nefnilega mikil þörf á því að opna á heildstæða umræðu um framtíð landbúnaðar á Íslandi. Áherslan á að vera að ýta undir nýsköpun, vöruþróun og erlenda markaðssetningu íslenskra landbúnaðarafurða á öflugum samkeppnismarkaði, til að auka verðmætasköpun og sjálfbærni í greininni. Forseti Íslands hefur í hendi sér að neita að undirrita samninginn. Með því færi hann til þjóðaratkvæðagreiðslu, og ef honum yrði hafnað væri hægt að gera eðlilegari samning sem raunverulega þjónar hagsmunum bænda ─ og almennings. Einnig mætti lagfæra samkeppnislög, með því að afnema undanþágur fyrir MS og aðra aðila. Samningurinn yrði engu að síður gallaður, en það myndi hugsanlega ýta undir eðlilegari starfsskilyrði. Á sínum hundrað árum hefur Framsóknarflokkurinn alltaf verið kallaður flokkur bænda. Hagsmunir bænda eru ekki hafðir að leiðarljósi í nýjum búvörusamningum. Þetta vekur upp eðlilegar spurningar um hverskonar flokkur Framsóknarflokkurinn er í dag? Kannski flokkur sérhagsmunatengsla og blekkinga. Almennt reynum við Píratar að vera sæmilega jákvæðir og uppbyggilegir í gagnrýni okkar, en stundum þarf bara að segja hlutina eins og þeir eru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Bændur á Íslandi ættu að vera æfir. Með því að þröngva búvörusamningnum í gegnum Alþingi tók Framsóknarflokkurinn landbúnaðarmál alfarið af dagskrá fyrir komandi kosningar. Samtal stjórnmálamanna við bændur mun verða innihaldslaust, því stjórnmálamenn geta lítið gert nema að lofa upp í ermina á sér. Búvörusamningurinn festir í sessi léleg starfsskilyrði bænda út næsta áratuginn. Samningurinn kemur í veg fyrir eðlilega endurnýjun og nýliðun, þrátt fyrir fögur orð um það í markmiðslýsingu og skammtar bændum arfaslakar tekjur, sem munu lítið breytast til hins betra á samningstímanum. Tilgangurinn virðist fyrst og fremst vera að tryggja gott gegnumflæði peninga til þeirra einokunarstofnana sem Bændasamtökin hygla mest.Smári McCarthy, 1. sæti Pírata í Suðurkjördæmi.Meðan bændum ─ sér í lagi sauðfjárbændum ─ er haldið í fátæktargildru, má búast við að ákveðnir aðilar maki krókinn með þessum samningi. Stóra spurning Pírata er nú: hvernig getum komið landbúnaðarmálum aftur á dagskrá? Það er nefnilega mikil þörf á því að opna á heildstæða umræðu um framtíð landbúnaðar á Íslandi. Áherslan á að vera að ýta undir nýsköpun, vöruþróun og erlenda markaðssetningu íslenskra landbúnaðarafurða á öflugum samkeppnismarkaði, til að auka verðmætasköpun og sjálfbærni í greininni. Forseti Íslands hefur í hendi sér að neita að undirrita samninginn. Með því færi hann til þjóðaratkvæðagreiðslu, og ef honum yrði hafnað væri hægt að gera eðlilegari samning sem raunverulega þjónar hagsmunum bænda ─ og almennings. Einnig mætti lagfæra samkeppnislög, með því að afnema undanþágur fyrir MS og aðra aðila. Samningurinn yrði engu að síður gallaður, en það myndi hugsanlega ýta undir eðlilegari starfsskilyrði. Á sínum hundrað árum hefur Framsóknarflokkurinn alltaf verið kallaður flokkur bænda. Hagsmunir bænda eru ekki hafðir að leiðarljósi í nýjum búvörusamningum. Þetta vekur upp eðlilegar spurningar um hverskonar flokkur Framsóknarflokkurinn er í dag? Kannski flokkur sérhagsmunatengsla og blekkinga. Almennt reynum við Píratar að vera sæmilega jákvæðir og uppbyggilegir í gagnrýni okkar, en stundum þarf bara að segja hlutina eins og þeir eru.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun