Afleikur Framsóknar Einar Brynjólfsson og Smári McCarthy skrifar 22. september 2016 14:02 Bændur á Íslandi ættu að vera æfir. Með því að þröngva búvörusamningnum í gegnum Alþingi tók Framsóknarflokkurinn landbúnaðarmál alfarið af dagskrá fyrir komandi kosningar. Samtal stjórnmálamanna við bændur mun verða innihaldslaust, því stjórnmálamenn geta lítið gert nema að lofa upp í ermina á sér. Búvörusamningurinn festir í sessi léleg starfsskilyrði bænda út næsta áratuginn. Samningurinn kemur í veg fyrir eðlilega endurnýjun og nýliðun, þrátt fyrir fögur orð um það í markmiðslýsingu og skammtar bændum arfaslakar tekjur, sem munu lítið breytast til hins betra á samningstímanum. Tilgangurinn virðist fyrst og fremst vera að tryggja gott gegnumflæði peninga til þeirra einokunarstofnana sem Bændasamtökin hygla mest.Smári McCarthy, 1. sæti Pírata í Suðurkjördæmi.Meðan bændum ─ sér í lagi sauðfjárbændum ─ er haldið í fátæktargildru, má búast við að ákveðnir aðilar maki krókinn með þessum samningi. Stóra spurning Pírata er nú: hvernig getum komið landbúnaðarmálum aftur á dagskrá? Það er nefnilega mikil þörf á því að opna á heildstæða umræðu um framtíð landbúnaðar á Íslandi. Áherslan á að vera að ýta undir nýsköpun, vöruþróun og erlenda markaðssetningu íslenskra landbúnaðarafurða á öflugum samkeppnismarkaði, til að auka verðmætasköpun og sjálfbærni í greininni. Forseti Íslands hefur í hendi sér að neita að undirrita samninginn. Með því færi hann til þjóðaratkvæðagreiðslu, og ef honum yrði hafnað væri hægt að gera eðlilegari samning sem raunverulega þjónar hagsmunum bænda ─ og almennings. Einnig mætti lagfæra samkeppnislög, með því að afnema undanþágur fyrir MS og aðra aðila. Samningurinn yrði engu að síður gallaður, en það myndi hugsanlega ýta undir eðlilegari starfsskilyrði. Á sínum hundrað árum hefur Framsóknarflokkurinn alltaf verið kallaður flokkur bænda. Hagsmunir bænda eru ekki hafðir að leiðarljósi í nýjum búvörusamningum. Þetta vekur upp eðlilegar spurningar um hverskonar flokkur Framsóknarflokkurinn er í dag? Kannski flokkur sérhagsmunatengsla og blekkinga. Almennt reynum við Píratar að vera sæmilega jákvæðir og uppbyggilegir í gagnrýni okkar, en stundum þarf bara að segja hlutina eins og þeir eru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Bændur á Íslandi ættu að vera æfir. Með því að þröngva búvörusamningnum í gegnum Alþingi tók Framsóknarflokkurinn landbúnaðarmál alfarið af dagskrá fyrir komandi kosningar. Samtal stjórnmálamanna við bændur mun verða innihaldslaust, því stjórnmálamenn geta lítið gert nema að lofa upp í ermina á sér. Búvörusamningurinn festir í sessi léleg starfsskilyrði bænda út næsta áratuginn. Samningurinn kemur í veg fyrir eðlilega endurnýjun og nýliðun, þrátt fyrir fögur orð um það í markmiðslýsingu og skammtar bændum arfaslakar tekjur, sem munu lítið breytast til hins betra á samningstímanum. Tilgangurinn virðist fyrst og fremst vera að tryggja gott gegnumflæði peninga til þeirra einokunarstofnana sem Bændasamtökin hygla mest.Smári McCarthy, 1. sæti Pírata í Suðurkjördæmi.Meðan bændum ─ sér í lagi sauðfjárbændum ─ er haldið í fátæktargildru, má búast við að ákveðnir aðilar maki krókinn með þessum samningi. Stóra spurning Pírata er nú: hvernig getum komið landbúnaðarmálum aftur á dagskrá? Það er nefnilega mikil þörf á því að opna á heildstæða umræðu um framtíð landbúnaðar á Íslandi. Áherslan á að vera að ýta undir nýsköpun, vöruþróun og erlenda markaðssetningu íslenskra landbúnaðarafurða á öflugum samkeppnismarkaði, til að auka verðmætasköpun og sjálfbærni í greininni. Forseti Íslands hefur í hendi sér að neita að undirrita samninginn. Með því færi hann til þjóðaratkvæðagreiðslu, og ef honum yrði hafnað væri hægt að gera eðlilegari samning sem raunverulega þjónar hagsmunum bænda ─ og almennings. Einnig mætti lagfæra samkeppnislög, með því að afnema undanþágur fyrir MS og aðra aðila. Samningurinn yrði engu að síður gallaður, en það myndi hugsanlega ýta undir eðlilegari starfsskilyrði. Á sínum hundrað árum hefur Framsóknarflokkurinn alltaf verið kallaður flokkur bænda. Hagsmunir bænda eru ekki hafðir að leiðarljósi í nýjum búvörusamningum. Þetta vekur upp eðlilegar spurningar um hverskonar flokkur Framsóknarflokkurinn er í dag? Kannski flokkur sérhagsmunatengsla og blekkinga. Almennt reynum við Píratar að vera sæmilega jákvæðir og uppbyggilegir í gagnrýni okkar, en stundum þarf bara að segja hlutina eins og þeir eru.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun