Ekki hægt að leiðast í vinnunni Starri Freyr Jónsson skrifar 23. september 2016 10:00 ,,Mér hefur alltaf gengið illa að einbeita mér að einum hlut í einu þannig að starf ráðgjafans hentar mér alveg einstaklega vel því þar er ég alltaf að takast á við nýja hluti,” segir Fríða Bryndís Jónsdóttir sem starfar hjá Deloitte í London. Ráðgjöf og stuðningur við svokölluð FinTech fyrirtæki er starfsvettvangur Fríðu Bryndísar Jónsdóttur sem leiðir starfssemi deildar hjá Deloitte í London og á Norðurlöndunum sem einblínir á nýsköpun og frumkvöðlafyrirtæki í fjármálaheiminum. Þrátt fyrir að sinna annasömu og krefjandi starfi gefur hún sér líka tíma til að reka eigið fyrirtæki í frístundum sem heitir [rå oils] en það þróar, framleiðir og selur náttúrulegar olíur við ýmsum húðkvillum. Dagarnir eru því oft langir en hún kvartar ekki; lífið í London er skemmtilegt og spennandi en þar hefur hún búið í sjö ár ásamt unnusta sínum David Lindström. „Starf mitt í dag gengur aðallega út á hjálpa FinTech sprotafyrirtækjum og stórum fjármálastofnunum að vinna saman. Ég vinn aðallega í Bretlandi og á Norðurlöndunum en er auk þess í mikilli samvinnu við aðrar Deloitte skrifstofur um allan heim. Enda trúum við því að alþjóðleg samvinna sé það sem þurfi til þess að styðja best við nýsköpun.“Fríða Bryndís og David, kærasti hennar, í brúðkaupi vinafólks.Allir vinna saman FinTech fyrirtæki nota nýja tækni og viðskiptamódel til að bjóða upp á skilvirkari og oft hagkvæmari fjármálaþjónustu en þekkst hefur. Þar er áhersla lögð á upplifun viðskiptavinar og þarfir, með lausnum sem oft passa ekki inn í hefðbundið framboð fjármálafyrirtækja. Hún segir mikinn vilja frá báðum aðilum til að vinna saman og stuðla að nýsköpun. „Það gerir starfið einmitt svo skemmtilegt. Við sjáum mjög hraðar framfarir í tækni innan fjármálageirans vegna þess að báðar hliðar eru að vinna saman og leggja sitt af mörkum. Sprotafyrirtækin með nýsköpun sína og hraða, og stóru fjármálafyrirtækin með markaðskraftinn, stóra viðskiptavinahópa og sterka tækniinnviði. Þetta tel ég að er algjörlega lykillinn að nýsköpun í fjármálageiranum.“Skammur fyrirvari Aðdragandinn að búsetu Fríðu Bryndísar ytra má rekja til þeirra óvæntu ákvörðunar hennar að gerast au-pair stúlka í London eftir útskrift frá Verslunarskóla Íslands. „Eftir útskrift var ég ekki viss hvað ég vildi gera. Hugurinn stefndi á lögfræði án þess að ég vissi endilega af hverju. Þá sá auglýsingu þar sem óskað var eftir íslenskri au-pair stúlku í London. Ég hringdi strax og sannfærði þau um að ráða mig sem þau gerðu.“Mæðgurnar Fríða og Elín Ólafsdóttir, reka saman fyrirtækið [rå oils] en Fríða sinnir því í frítíma sínum. Samstarfið gefur henni mikið enda eru þær mjög nánar.Þremur dögum síðar var hún flutt til London en hafði þá aldrei komið til Englands áður. „Ég man að þetta gerðist allt svo hratt að ég náði ekki einu sinni að segja öllum frá ákvörðun minni. Ég uppfærði bara statusinn minn á facebook í „living in London“ og kommenta-flóðið tók við.“ Þar dvaldi hún í yndislegt ár að eigin sögn. „Ég lærði mikið á þessu tímabili og fullorðnaðist hratt, kynnist nýju fólki og nýjum lífstíl. Það var þá sem ég ákvað að ég vildi vinna í viðskiptum en hafði þó ekki hugmynd um hvernig.“Vildi afla sér reynslu Hún hóf nám í viðskipta- og hagfræði í Exeter en þar kynntist hún m.a. frumkvöðlafræði þegar hún tók þátt í PwC´s Business Champions Competition. „Þar stofnuð við saman fyrirtæki sem gekk út á að hjálpa háskólanemum að selja notaða hluti sín á milli. Okkur gekk vel, við lentum í öðru sæti í landskeppninni og unnum okkur inn sæti í PwC’s Talent Academy sem er n.k. sumarskóli fyrir framúrskarandi háskólanemendur. Einnig fengum við sumarstörf sem lærlingar hjá þeim og það var þá sem ég uppgötvaði að ég vildi vinna innan frumkvöðlavettvangsins.“ Fríða Bryndís gekk alltaf með þann draum í maganum að stofna eigið fyrirtækið að lokinni útskrift. Hún vildi hins vegar búa áfram í London og án fastrar vinnu og reglulegra tekna sá hún ekki fram á að geta það. „Um leið sá ég að það gæti verið gott að verða mér út um reynslu hjá stóru og virtu fyrirtæki áður en ég stofnaði eigið fyrirtæki. Því sótti ég um starf ráðgjafa hjá Deloitte, án þess í raun að vita út á hvað starfið gekk. Slík störf voru eftirsótt hjá nýútskrifuðum nemum og starfslýsingin hljómaði vel.“ Hún sá þó fljótt að starfið átti mjög vel við hana. „Mér hefur alltaf gengið illa að einbeita mér að einum hlut í einu þannig að starf ráðgjafans hentar mér alveg einstaklega vel því þar er ég alltaf að takast á við nýja hluti. Það er hreinlega ekki hægt að leiðast í þessari vinnu.“Á Rangers íshokkleik í New York. David er mikill íshokkí aðdáandi og hefur smitað Fríðu af þeim áhuga.Í lagi að mistakst Í upphafi kom hún að fjölbreyttum verkefnum hjá Deloitte þar sem hún starfaði með fyrirtækjum úr ólíkum atvinnugreinum. Eftir að hafa unnið í verkefni fyrir fjármálafyrirtæki í tæpt ár sá hún að nýsköpun í fjármálatækni var starfsvettvangur sem hún vildi einblína á. „Ég bað þá um að fara í lán til annars fyrirtækis sem heitir Startupbootcamp FinTech, sem rekur viðskiptahraðal fyrir sprotafyrirtæki innan fjármálatækni. Eftir dvölina þar sneri ég aftur til Deloitte þar sem ég einbeitti mér algjörlega að því að stofna nýsköpunardeild okkar í tengslum við fjármálatækni.“ Þar sem hún hefur að mestu leyti starfað í Englandi þekkir hún sprotaumhverfið best þar. Hún segir stuðning hins opinbera þar í landi vera mjög góðan, bæði þegar kemur að fjármagni en ekki síður þegar kemur að lagaumhverfinu. „Ég hef líka tekið eftir því að heima á Íslandi er fólk almennt hræddara við að mistakast og líti á það sem slæman hlut. En að mistakast er einmitt mjög mikilvægur hluti af nýsköpun enda lærist svo margt í því ferli sem getur nýst seinna meir.“Lítil afslöppunEftir langan vinnudag gefst lítill tími til afslöppunar í sófanum því þá bíða verkefni tengd fyrirtæki hennar úrlausnar. „Nánast allur frítíminn minn fer í að reka fyrirtækið mitt [rå oils] sem þróar, framleiðir og selur náttúrulegar olíur við ákveðnum húðkvillum og við öldrun húðar. Það er í raun eitt af því skemmtilegasta sem að ég geri. Þar fæ ég útrás fyrir sköpunargleðina og á sama tíma fæ að hjálpa fólki sem vill finna náttúrulegar leiðir til að vinna á húðkvillunum sínum. Við móðir mín, Elín Ólafsdóttir, stofnuðum það fyrir nokkru síðan og það er æðislegt að fá að deila þessari reynslu með henni og byggja upp fyrirtækið saman, enda erum við bestu vinkonur.“ Helsta afslöppun hennar felst þó í eldamennsku en henni þykir afskaplega gaman að elda mat. „Ég og kærastinn eigum þá matarástríðu sameiginlega og eldum alltaf eitthvað gott í matinn. Það getur þó þýtt kvöldmat kl. 23 þegar okkur dettur í hug að gera heimagert pasta í matinn á miðvikudagskvöldi. Annars höfum við það markmið að prófa tvær nýjar uppskriftir á viku. Við erum bæði miklir aðdáendur matreiðsluþátta og fylgjumst t.d. vel með Masterchef þáttaröðunum og matreiðsluþáttum Jamie Oliver.“Fríðu Bryndísi og kærastanum hennar, David Lindström, finnst mjög gaman að sigla og fara út á bátnum saman eins oft og þau geta.Spennandi frí framundan Framundan í vetur er áframhaldandi uppbygging FinTech deildar fyrirtækisins, bæði í Bretlandi og á Norðurlöndunum. „Annars hreyfist þessi markaður svo hratt að það er í raun mjög erfitt fyrir mig að plana vinnuna fram í tímann. Ég þarf alltaf að vera tilbúinn til að gera eitthvað nýtt í hverjum degi.“ Það er líka spennandi tímar framundan hjá fyrirtæki þeirra mæðgna. „Við erum með nokkur verkefni í gangi og önnur samvinnuverkefni í bígerð, bæði á Íslandi og erlendis. Einnig erum við í stöðugri vöruþróun og spenntar að koma nýjum vörum á markað.“ Framundan eru líka langþráð ferðalög en þeim Fríðu Bryndísi og David finnst mjög gaman að ferðast um heiminn. „Við erum nú þegar búin að bóka ferðir til Tælands, Singapore og New York auk þess sem við erum að skoða margar fleiri ferðir fyrir næsta ár. Ég hlakka ótrúlega mikið til að fá að eyða meiri tíma í að upplifa ný lönd og menningarheima árið 2017.“ Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira
Ráðgjöf og stuðningur við svokölluð FinTech fyrirtæki er starfsvettvangur Fríðu Bryndísar Jónsdóttur sem leiðir starfssemi deildar hjá Deloitte í London og á Norðurlöndunum sem einblínir á nýsköpun og frumkvöðlafyrirtæki í fjármálaheiminum. Þrátt fyrir að sinna annasömu og krefjandi starfi gefur hún sér líka tíma til að reka eigið fyrirtæki í frístundum sem heitir [rå oils] en það þróar, framleiðir og selur náttúrulegar olíur við ýmsum húðkvillum. Dagarnir eru því oft langir en hún kvartar ekki; lífið í London er skemmtilegt og spennandi en þar hefur hún búið í sjö ár ásamt unnusta sínum David Lindström. „Starf mitt í dag gengur aðallega út á hjálpa FinTech sprotafyrirtækjum og stórum fjármálastofnunum að vinna saman. Ég vinn aðallega í Bretlandi og á Norðurlöndunum en er auk þess í mikilli samvinnu við aðrar Deloitte skrifstofur um allan heim. Enda trúum við því að alþjóðleg samvinna sé það sem þurfi til þess að styðja best við nýsköpun.“Fríða Bryndís og David, kærasti hennar, í brúðkaupi vinafólks.Allir vinna saman FinTech fyrirtæki nota nýja tækni og viðskiptamódel til að bjóða upp á skilvirkari og oft hagkvæmari fjármálaþjónustu en þekkst hefur. Þar er áhersla lögð á upplifun viðskiptavinar og þarfir, með lausnum sem oft passa ekki inn í hefðbundið framboð fjármálafyrirtækja. Hún segir mikinn vilja frá báðum aðilum til að vinna saman og stuðla að nýsköpun. „Það gerir starfið einmitt svo skemmtilegt. Við sjáum mjög hraðar framfarir í tækni innan fjármálageirans vegna þess að báðar hliðar eru að vinna saman og leggja sitt af mörkum. Sprotafyrirtækin með nýsköpun sína og hraða, og stóru fjármálafyrirtækin með markaðskraftinn, stóra viðskiptavinahópa og sterka tækniinnviði. Þetta tel ég að er algjörlega lykillinn að nýsköpun í fjármálageiranum.“Skammur fyrirvari Aðdragandinn að búsetu Fríðu Bryndísar ytra má rekja til þeirra óvæntu ákvörðunar hennar að gerast au-pair stúlka í London eftir útskrift frá Verslunarskóla Íslands. „Eftir útskrift var ég ekki viss hvað ég vildi gera. Hugurinn stefndi á lögfræði án þess að ég vissi endilega af hverju. Þá sá auglýsingu þar sem óskað var eftir íslenskri au-pair stúlku í London. Ég hringdi strax og sannfærði þau um að ráða mig sem þau gerðu.“Mæðgurnar Fríða og Elín Ólafsdóttir, reka saman fyrirtækið [rå oils] en Fríða sinnir því í frítíma sínum. Samstarfið gefur henni mikið enda eru þær mjög nánar.Þremur dögum síðar var hún flutt til London en hafði þá aldrei komið til Englands áður. „Ég man að þetta gerðist allt svo hratt að ég náði ekki einu sinni að segja öllum frá ákvörðun minni. Ég uppfærði bara statusinn minn á facebook í „living in London“ og kommenta-flóðið tók við.“ Þar dvaldi hún í yndislegt ár að eigin sögn. „Ég lærði mikið á þessu tímabili og fullorðnaðist hratt, kynnist nýju fólki og nýjum lífstíl. Það var þá sem ég ákvað að ég vildi vinna í viðskiptum en hafði þó ekki hugmynd um hvernig.“Vildi afla sér reynslu Hún hóf nám í viðskipta- og hagfræði í Exeter en þar kynntist hún m.a. frumkvöðlafræði þegar hún tók þátt í PwC´s Business Champions Competition. „Þar stofnuð við saman fyrirtæki sem gekk út á að hjálpa háskólanemum að selja notaða hluti sín á milli. Okkur gekk vel, við lentum í öðru sæti í landskeppninni og unnum okkur inn sæti í PwC’s Talent Academy sem er n.k. sumarskóli fyrir framúrskarandi háskólanemendur. Einnig fengum við sumarstörf sem lærlingar hjá þeim og það var þá sem ég uppgötvaði að ég vildi vinna innan frumkvöðlavettvangsins.“ Fríða Bryndís gekk alltaf með þann draum í maganum að stofna eigið fyrirtækið að lokinni útskrift. Hún vildi hins vegar búa áfram í London og án fastrar vinnu og reglulegra tekna sá hún ekki fram á að geta það. „Um leið sá ég að það gæti verið gott að verða mér út um reynslu hjá stóru og virtu fyrirtæki áður en ég stofnaði eigið fyrirtæki. Því sótti ég um starf ráðgjafa hjá Deloitte, án þess í raun að vita út á hvað starfið gekk. Slík störf voru eftirsótt hjá nýútskrifuðum nemum og starfslýsingin hljómaði vel.“ Hún sá þó fljótt að starfið átti mjög vel við hana. „Mér hefur alltaf gengið illa að einbeita mér að einum hlut í einu þannig að starf ráðgjafans hentar mér alveg einstaklega vel því þar er ég alltaf að takast á við nýja hluti. Það er hreinlega ekki hægt að leiðast í þessari vinnu.“Á Rangers íshokkleik í New York. David er mikill íshokkí aðdáandi og hefur smitað Fríðu af þeim áhuga.Í lagi að mistakst Í upphafi kom hún að fjölbreyttum verkefnum hjá Deloitte þar sem hún starfaði með fyrirtækjum úr ólíkum atvinnugreinum. Eftir að hafa unnið í verkefni fyrir fjármálafyrirtæki í tæpt ár sá hún að nýsköpun í fjármálatækni var starfsvettvangur sem hún vildi einblína á. „Ég bað þá um að fara í lán til annars fyrirtækis sem heitir Startupbootcamp FinTech, sem rekur viðskiptahraðal fyrir sprotafyrirtæki innan fjármálatækni. Eftir dvölina þar sneri ég aftur til Deloitte þar sem ég einbeitti mér algjörlega að því að stofna nýsköpunardeild okkar í tengslum við fjármálatækni.“ Þar sem hún hefur að mestu leyti starfað í Englandi þekkir hún sprotaumhverfið best þar. Hún segir stuðning hins opinbera þar í landi vera mjög góðan, bæði þegar kemur að fjármagni en ekki síður þegar kemur að lagaumhverfinu. „Ég hef líka tekið eftir því að heima á Íslandi er fólk almennt hræddara við að mistakast og líti á það sem slæman hlut. En að mistakast er einmitt mjög mikilvægur hluti af nýsköpun enda lærist svo margt í því ferli sem getur nýst seinna meir.“Lítil afslöppunEftir langan vinnudag gefst lítill tími til afslöppunar í sófanum því þá bíða verkefni tengd fyrirtæki hennar úrlausnar. „Nánast allur frítíminn minn fer í að reka fyrirtækið mitt [rå oils] sem þróar, framleiðir og selur náttúrulegar olíur við ákveðnum húðkvillum og við öldrun húðar. Það er í raun eitt af því skemmtilegasta sem að ég geri. Þar fæ ég útrás fyrir sköpunargleðina og á sama tíma fæ að hjálpa fólki sem vill finna náttúrulegar leiðir til að vinna á húðkvillunum sínum. Við móðir mín, Elín Ólafsdóttir, stofnuðum það fyrir nokkru síðan og það er æðislegt að fá að deila þessari reynslu með henni og byggja upp fyrirtækið saman, enda erum við bestu vinkonur.“ Helsta afslöppun hennar felst þó í eldamennsku en henni þykir afskaplega gaman að elda mat. „Ég og kærastinn eigum þá matarástríðu sameiginlega og eldum alltaf eitthvað gott í matinn. Það getur þó þýtt kvöldmat kl. 23 þegar okkur dettur í hug að gera heimagert pasta í matinn á miðvikudagskvöldi. Annars höfum við það markmið að prófa tvær nýjar uppskriftir á viku. Við erum bæði miklir aðdáendur matreiðsluþátta og fylgjumst t.d. vel með Masterchef þáttaröðunum og matreiðsluþáttum Jamie Oliver.“Fríðu Bryndísi og kærastanum hennar, David Lindström, finnst mjög gaman að sigla og fara út á bátnum saman eins oft og þau geta.Spennandi frí framundan Framundan í vetur er áframhaldandi uppbygging FinTech deildar fyrirtækisins, bæði í Bretlandi og á Norðurlöndunum. „Annars hreyfist þessi markaður svo hratt að það er í raun mjög erfitt fyrir mig að plana vinnuna fram í tímann. Ég þarf alltaf að vera tilbúinn til að gera eitthvað nýtt í hverjum degi.“ Það er líka spennandi tímar framundan hjá fyrirtæki þeirra mæðgna. „Við erum með nokkur verkefni í gangi og önnur samvinnuverkefni í bígerð, bæði á Íslandi og erlendis. Einnig erum við í stöðugri vöruþróun og spenntar að koma nýjum vörum á markað.“ Framundan eru líka langþráð ferðalög en þeim Fríðu Bryndísi og David finnst mjög gaman að ferðast um heiminn. „Við erum nú þegar búin að bóka ferðir til Tælands, Singapore og New York auk þess sem við erum að skoða margar fleiri ferðir fyrir næsta ár. Ég hlakka ótrúlega mikið til að fá að eyða meiri tíma í að upplifa ný lönd og menningarheima árið 2017.“
Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira