Viðskipti innlent

Lyf hækkaði um 4.700%

Sveinn Arnarsson skrifar
Verð á B-vítamín sprautulyfi hækkaði í innkaupum SÁÁ um 4.700 prósent þegar eitt fyrirtæki fékk einkaleyfi á sölunni á Íslandi. Verðið fór úr 525 krónum á skammt í rúmar 25.000 krónur.

Dæmi eru um að er ný sérlyf koma á markað með markaðsleyfi að það verði umtalsvert dýrara fyrir ríkissjóð. Ný lyf sem koma í stað eldri lyfja en hafa nánast sömu verkanir eru oft dýrari

„Þetta er í grunninn klúður úr heilbrigðisráðuneytinu,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, læknir SÁÁ á Vogi. „Hvernig dettur ríkinu í hug að veita einu fyrirtæki einkaleyfi á B-vítamínmarkaði á Íslandi? Við gætum keypt þetta ódýrt frá Færeyjum.“

Þórarinn segir lyfjakostnað SÁÁ hafa hækkað um eina milljón á mánuði vegna verðhækkana. „Við erum ekki að sjá að ríkið bæti okkur þetta svo við þurfum bara að taka þetta á okkur,“ segir hann.

B-vítamín getur verið lífsnauðsynlegt langt leiddum fíklum í fráhvörfum og komið í veg fyrir heilaskaða.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu





Fleiri fréttir

Sjá meira


×