Flogið frá Ameríku til að smala í fámennasta sveitarfélagi landsins Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. september 2016 07:00 Hér eru margir að hjálpast að við að draga fé í Steinstúnsdilkinn. Vísir/Stefán Réttað var á Melum í Árneshreppi á Ströndum síðasta laugardag eftir tveggja daga göngur. Það var tíundi smölunardagur heimafólks og hunda. Nú hafði einnig skyldulið og vini drifið að – jafnvel alla leið frá Ameríku – til að kemba fjöll og dali við Eyvindarfjörð, Ófeigsfjörð og Ingólfsfjörð. Enn fleiri smalar af öllum stærðum bættust við uppi á Eyrarhálsinum til að reka fjárhópinn niður Meladalinn og veðrið lék við menn og skepnur. Við réttina var stemningin góð, vasapelarnir gengu manna á milli og söngurinn ómaði í haustblíðunni undir harmóníku- og gítartónum. Eflaust var þó gleðin blandin því fjórar fjölskyldur eru að hætta búskap í sveitinni og ungt fólk er að flytja burt. Því var það táknrænt fyrir tregann sem undir bjó að þegar lagið Blessuð sértu sveitin mín var sungið gerði skúr og himnarnir grétu höfgum tárum um stund. Þegar mesta réttastússið var yfirstaðið buðu hjónin á Melum, Júlía Fossdal og Björn Torfason, smölunum heim til sín í steik og ávaxtagraut og var þar þéttsetinn bekkurinn. Um næstu helgi verður aftur stór smölun í hinum víðáttumikla Árneshreppi, þá verður reynt að hreinsa svæðið sunnan frá Kaldbaksvík í Reykjarfjörð.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. september 2016.Þó flest féð sé hvítt þá leynist mislitt innan um, hér sést mórautt, flekkótt og bíldótt.Vísir/StefánSumt féð var komið alla leið úr Eyvindarfirði og ekkert að flýta sér upp brekkuna. Ingólfsfjörðurinn breiðir úr sér í baksýn og mannvirkin á Eyrinni vitna um öflugt atvinnulíf um miðja síðustu öld.Vísir/StefánHilmar Hjartarson, Ágúst Guðmundsson og Ragnar Torfason léku undir fjöldasöng. Úlfar Eyjólfsson, bóndi í Krossnesi, tók vel undir og klappaði í takt.Vísir/StefánEin og ein ær er hyrnd og þær er auðvelt að handsama. En langflest lömbin eru kollótt, bæði hrútar og gimbrar.Vísir/StefánSafnið teygði úr sér og þræddi veginn síðasta spölinn niður af Eyrarhálsinum. Reykjaneshyrnan, útvörður Trékyllisvíkur í suðri, er í baksýn.Vísir/StefánSólveig Rún Samúelsdóttir var ein þeirra sem smöluðu afréttina í nyrðri hluta Árneshrepps og var líka ein af mörgum sem létu muna um sig í Melarétt.Vísir/Stefán Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira
Réttað var á Melum í Árneshreppi á Ströndum síðasta laugardag eftir tveggja daga göngur. Það var tíundi smölunardagur heimafólks og hunda. Nú hafði einnig skyldulið og vini drifið að – jafnvel alla leið frá Ameríku – til að kemba fjöll og dali við Eyvindarfjörð, Ófeigsfjörð og Ingólfsfjörð. Enn fleiri smalar af öllum stærðum bættust við uppi á Eyrarhálsinum til að reka fjárhópinn niður Meladalinn og veðrið lék við menn og skepnur. Við réttina var stemningin góð, vasapelarnir gengu manna á milli og söngurinn ómaði í haustblíðunni undir harmóníku- og gítartónum. Eflaust var þó gleðin blandin því fjórar fjölskyldur eru að hætta búskap í sveitinni og ungt fólk er að flytja burt. Því var það táknrænt fyrir tregann sem undir bjó að þegar lagið Blessuð sértu sveitin mín var sungið gerði skúr og himnarnir grétu höfgum tárum um stund. Þegar mesta réttastússið var yfirstaðið buðu hjónin á Melum, Júlía Fossdal og Björn Torfason, smölunum heim til sín í steik og ávaxtagraut og var þar þéttsetinn bekkurinn. Um næstu helgi verður aftur stór smölun í hinum víðáttumikla Árneshreppi, þá verður reynt að hreinsa svæðið sunnan frá Kaldbaksvík í Reykjarfjörð.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. september 2016.Þó flest féð sé hvítt þá leynist mislitt innan um, hér sést mórautt, flekkótt og bíldótt.Vísir/StefánSumt féð var komið alla leið úr Eyvindarfirði og ekkert að flýta sér upp brekkuna. Ingólfsfjörðurinn breiðir úr sér í baksýn og mannvirkin á Eyrinni vitna um öflugt atvinnulíf um miðja síðustu öld.Vísir/StefánHilmar Hjartarson, Ágúst Guðmundsson og Ragnar Torfason léku undir fjöldasöng. Úlfar Eyjólfsson, bóndi í Krossnesi, tók vel undir og klappaði í takt.Vísir/StefánEin og ein ær er hyrnd og þær er auðvelt að handsama. En langflest lömbin eru kollótt, bæði hrútar og gimbrar.Vísir/StefánSafnið teygði úr sér og þræddi veginn síðasta spölinn niður af Eyrarhálsinum. Reykjaneshyrnan, útvörður Trékyllisvíkur í suðri, er í baksýn.Vísir/StefánSólveig Rún Samúelsdóttir var ein þeirra sem smöluðu afréttina í nyrðri hluta Árneshrepps og var líka ein af mörgum sem létu muna um sig í Melarétt.Vísir/Stefán
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira