Arkitektúr og túrismi – annar hluti Dagur Eggertsson skrifar 22. september 2016 07:00 Eins og vikið var að í fyrsta hluta greinarinnar þarf að stórbæta aðstöðu fyrir ferðamenn á landinu svo að náttúruminjar landsins verði ekki fyrir varanlegu tjóni.Hlutverk ríkisins Fjármálaráðherra sagði í blaðaviðtali á dögunum að ríkið ætti að hlúa að þeim sem minna mega sín. Það má heimfæra þetta upp á landeigendur sem ekki hafa efni á að veita nauðsynlega aðstöðu fyrir almenning. Sjálfur lít ég á það sem verðugt og sjálfsagt verkefni fyrir ríkið að stuðla að góðri og heildrænni hugsun um helstu ferðamannastaði landsins enda hefur það verið markmið stjórnvalda með stefnumörkun á sviði mannvirkjagerðar að sýna fordæmi og vera fyrirmynd í að tryggja gæði og vandvirkni ásamt því að stuðla að uppfræðslu og vitundarvakningu um þau verðmæti sem liggja í góðri byggingarlist[i], eins og segir í stefnuskrá íslenskra stjórnvalda í byggingarlist sem verður 10 ára á næsta ári. Ekki þarf að fara langt út fyrir borgarmörkin til að sjá ósamræmið á milli orða og athafna á þessu sviði.Virðisauki hönnunar Fyrir 22 árum hratt vegagerðin í Noregi af stað áætlun sem á íslensku myndi útleggjast Þjóðlegir ferðamannavegir þar sem markmiðið var að laða ferðamenn að óaðgengilegum svæðum og skapa aðlaðandi umhverfi meðfram vegum landsins. Hafði vegagerðin þar þá komist að þeirri niðurstöðu að öryggi á vegum úti væri ekki aðeins fólgið í rúmfræði og verkfræði sjálfra veganna heldur allri upplifuninni sem fylgir því að ferðast milli staða. Var hafist handa um að skipuleggja áningastaði, salernisaðstöðu og útsýnisstaði sem skiptu leiðunum niður í hæfilega langa áfanga sem gerðu það að verkum að reynslan af ferðinni varð ánægjulegri. Fengnir voru arkitektar og landslagsarkitektar í verkin sem túlkuðu staðarhætti og aðlöguðu mannvirkin aðstæðum á hverjum stað. Prógramminu var þegar í stað vel tekið og brátt voru sveitarfélögin komin í biðröð með vænlegar hugmyndir. Ekki hefur það verið mælt hvaða áhrif verkefnið hefur haft á ferðamenn. En skemmst er frá því að segja að vegir þeir sem valdir voru eru orðnir afar vinsælir meðal ferðamanna og mörg af verkefnunum sem byggð hafa verið fengið tilnefningar til – sum hver hlotið mikilvæg hönnunarverðlaun á alþjóðavettvangi. Teiknistofa mín og félaga minna hefur tekið þátt í þróun tveggja slíkra verkefna. Nú á dögunum var verið að vígja nýjasta áningarstaðinn á Gaularfjallveginum í Vestur-Noregi. Í tengslum við opnunina upplýstu norskir fjölmiðlar að fjöldi ferðamanna á svæðinu hefði þegar margfaldast[ii] og ef þróunin verður svipuð og á öðrum Þjóðlegum ferðamannavegum mun þetta leiða til fjölda nýrra atvinnutækifæra. David Basulto, stofnandi hins heimsþekkta veftímarits um arkitektúr ArchDaily, sagði við opnun Feneyjatvíæringsins í vor að áætlun þessi sé gott dæmi um að arkitektúr er afgerandi þáttur í verðmætasköpun, jafnframt því sem hann stuðlar að vellíðan meðal þeirra sem hann nota og stolti gagnvart nánasta umhverfi meðal heimamanna[iii]. Prófessor í markaðsfærslu við Verslunarháskóla Noregs, Ragnhild Silkoset, tekur í sama streng í viðtali við Aftenposten nýlega og segir að með því að sýna umheiminum að maður þori að byggja við erfiðar aðstæður og gefi ungum arkitektum færi á að spreyta sig hafi Þjóðlegir ferðamannavegir markaðsfært Noreg á mjög jákvæðan hátt bæði sem ferðamanna- og iðnaðarþjóð[iv]. Þetta fordæmi ættu Íslendingar að færa sér í nyt við þróun ferðamannastaða. Til þess að náttúru Íslands verði hlíft fyrir ágangi ferðamanna er engum vafa undirorpið að leggja verður í fjárfestingar á næstu árum. Forvitnilegt verður að sjá hvort næsta ríkisstjórn Íslands sýni festu með því að taka til við að móta heildræna stefnu í ferðamannaiðnaðinum og veiti fjármagn í verðug verkefni þar sem áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð og vel hannað umhverfi. [i] Menningarstefna í mannvirkjagerð - Stefna íslenskra stjórnvalda í byggingarlist; Menntamálaráðuneytið 2007, síða 9. https://www.ferdamalastofa.is/static/files/ferdamalastofa/umhverfismal/j-menningarstefna_i_mannvirkjagerd.pdf [ii] https://tv.nrk.no/serie/dagsrevyen-21#t=10m52s [iii] https://www.aftenposten.no/kultur/Spektakular-utsikt-skaper-ny-naring-198302b.html [iv] http://www.aftenposten.no/reise/Her-er-Norges-nyeste-landemerke-722637_1.sndÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Eins og vikið var að í fyrsta hluta greinarinnar þarf að stórbæta aðstöðu fyrir ferðamenn á landinu svo að náttúruminjar landsins verði ekki fyrir varanlegu tjóni.Hlutverk ríkisins Fjármálaráðherra sagði í blaðaviðtali á dögunum að ríkið ætti að hlúa að þeim sem minna mega sín. Það má heimfæra þetta upp á landeigendur sem ekki hafa efni á að veita nauðsynlega aðstöðu fyrir almenning. Sjálfur lít ég á það sem verðugt og sjálfsagt verkefni fyrir ríkið að stuðla að góðri og heildrænni hugsun um helstu ferðamannastaði landsins enda hefur það verið markmið stjórnvalda með stefnumörkun á sviði mannvirkjagerðar að sýna fordæmi og vera fyrirmynd í að tryggja gæði og vandvirkni ásamt því að stuðla að uppfræðslu og vitundarvakningu um þau verðmæti sem liggja í góðri byggingarlist[i], eins og segir í stefnuskrá íslenskra stjórnvalda í byggingarlist sem verður 10 ára á næsta ári. Ekki þarf að fara langt út fyrir borgarmörkin til að sjá ósamræmið á milli orða og athafna á þessu sviði.Virðisauki hönnunar Fyrir 22 árum hratt vegagerðin í Noregi af stað áætlun sem á íslensku myndi útleggjast Þjóðlegir ferðamannavegir þar sem markmiðið var að laða ferðamenn að óaðgengilegum svæðum og skapa aðlaðandi umhverfi meðfram vegum landsins. Hafði vegagerðin þar þá komist að þeirri niðurstöðu að öryggi á vegum úti væri ekki aðeins fólgið í rúmfræði og verkfræði sjálfra veganna heldur allri upplifuninni sem fylgir því að ferðast milli staða. Var hafist handa um að skipuleggja áningastaði, salernisaðstöðu og útsýnisstaði sem skiptu leiðunum niður í hæfilega langa áfanga sem gerðu það að verkum að reynslan af ferðinni varð ánægjulegri. Fengnir voru arkitektar og landslagsarkitektar í verkin sem túlkuðu staðarhætti og aðlöguðu mannvirkin aðstæðum á hverjum stað. Prógramminu var þegar í stað vel tekið og brátt voru sveitarfélögin komin í biðröð með vænlegar hugmyndir. Ekki hefur það verið mælt hvaða áhrif verkefnið hefur haft á ferðamenn. En skemmst er frá því að segja að vegir þeir sem valdir voru eru orðnir afar vinsælir meðal ferðamanna og mörg af verkefnunum sem byggð hafa verið fengið tilnefningar til – sum hver hlotið mikilvæg hönnunarverðlaun á alþjóðavettvangi. Teiknistofa mín og félaga minna hefur tekið þátt í þróun tveggja slíkra verkefna. Nú á dögunum var verið að vígja nýjasta áningarstaðinn á Gaularfjallveginum í Vestur-Noregi. Í tengslum við opnunina upplýstu norskir fjölmiðlar að fjöldi ferðamanna á svæðinu hefði þegar margfaldast[ii] og ef þróunin verður svipuð og á öðrum Þjóðlegum ferðamannavegum mun þetta leiða til fjölda nýrra atvinnutækifæra. David Basulto, stofnandi hins heimsþekkta veftímarits um arkitektúr ArchDaily, sagði við opnun Feneyjatvíæringsins í vor að áætlun þessi sé gott dæmi um að arkitektúr er afgerandi þáttur í verðmætasköpun, jafnframt því sem hann stuðlar að vellíðan meðal þeirra sem hann nota og stolti gagnvart nánasta umhverfi meðal heimamanna[iii]. Prófessor í markaðsfærslu við Verslunarháskóla Noregs, Ragnhild Silkoset, tekur í sama streng í viðtali við Aftenposten nýlega og segir að með því að sýna umheiminum að maður þori að byggja við erfiðar aðstæður og gefi ungum arkitektum færi á að spreyta sig hafi Þjóðlegir ferðamannavegir markaðsfært Noreg á mjög jákvæðan hátt bæði sem ferðamanna- og iðnaðarþjóð[iv]. Þetta fordæmi ættu Íslendingar að færa sér í nyt við þróun ferðamannastaða. Til þess að náttúru Íslands verði hlíft fyrir ágangi ferðamanna er engum vafa undirorpið að leggja verður í fjárfestingar á næstu árum. Forvitnilegt verður að sjá hvort næsta ríkisstjórn Íslands sýni festu með því að taka til við að móta heildræna stefnu í ferðamannaiðnaðinum og veiti fjármagn í verðug verkefni þar sem áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð og vel hannað umhverfi. [i] Menningarstefna í mannvirkjagerð - Stefna íslenskra stjórnvalda í byggingarlist; Menntamálaráðuneytið 2007, síða 9. https://www.ferdamalastofa.is/static/files/ferdamalastofa/umhverfismal/j-menningarstefna_i_mannvirkjagerd.pdf [ii] https://tv.nrk.no/serie/dagsrevyen-21#t=10m52s [iii] https://www.aftenposten.no/kultur/Spektakular-utsikt-skaper-ny-naring-198302b.html [iv] http://www.aftenposten.no/reise/Her-er-Norges-nyeste-landemerke-722637_1.sndÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun