Spurt um Finnafjörð Ögmundur Jónasson skrifar 22. september 2016 07:00 Hún var ekki fyrirferðarmikil Fréttablaðsfréttin fimmtudaginn fimmtánda september sl. um áform Þjóðverja um höfn í Finnafirði. Alla vega var hún minni um sig en umfang áformanna gefur tilefni til.Svona var fréttin „Við upplifum þetta þannig að það sé að færast aukin alvara í þessi áform,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, um heimsókn fulltrúa Bremenports sem hafa verið að skoða uppbyggingu stórskipahafnar í Finnafirði. Haldnir hafa verið fundir með íbúum, landeigendum og sveitarstjórnarfulltrúum Langanesbyggðar og Vopnafjarðar undanfarna daga. „Fundirnir hafa verið mjög upplýsandi,“ segir Elías sem kveður góðan róm hafa verið gerðan að málinu. „En ég legg á það ríka áherslu að það er enginn viðskiptavinur kominn en trú þeirra á verkefninu virðist vera að aukast.“ Svo mörg voru þau orð. Ég þakka Fréttablaðinu fyrir að hafa þó einhver orð um málið og hafði blaðið reyndar áður gert það í örfrétt níunda september sl. Í öðrum fjölmiðlum hefur ríkt grafarþögn alla vega síðustu vikurnar eftir því sem ég kemst næst. Í tilvitnaðri frétt er talað um upplýsandi fundi. Ég hvet fjölmiðla til að upplýsa betur um þá fundi og grafa auk þess undir yfirborðið. Áform um stórskipahöfn á norðausturhorninu er ekki málefni fámennra byggða einna. Heldur þjóðarinnar allrar.Nú þarf að spyrja Gott væri til dæmis að fá svör við eftirfarandi: Í eigu hverra er fyrirtækið sem rekur stórhöfnina í Bremerhaven? Telja menn skipta máli hverjir fjárfestarnir eru og hvað vakir fyrir eigendum? Hver er talinn vera ávinningurinn af því fyrir íslenskt samfélag að reisa þarna stórskipahöfn? Hve marga erlenda verkamenn þyrfti að flytja til landsins til að sinna verkefninu? Kæmi samfélagið á svæðinu til með að ráða við að sinna innri uppbyggingu? Er talið til hagsbóta að erlend fyrirtæki hafi á sinni hendi íslenskar hafnir, rekstur þeirra og jafnvel eignarhald? Hver er talinn vera fjárhagslegur ávinningur fyrir þjóðarbúið, skiptir eignarhaldið máli í því samhengi? Hver er talin vera mengunaráhætta sem fylgir stórskipahöfn á heimsvísu? Reikna fjárfestarnir hana út eða íslensk umhverfisyfirvöld? Hvernig samræmast áform um að þjónusta skipaumferð um pólsvæðin alþjóðlegum skuldbindingum Íslendinga og markmiðum um verndun hafsins? Hvert er eðli þeirra samninga sem sveitarfélagið hefur gert við Bremenports og hvort/hvernig kemur ríkissjóður að þessu verkefni? Hefur ríkissjóður skuldbundið sig fjárhagslega til þess að liðka fyrir framkvæmdum í Finnafirði? Hvernig samræmast þessi áform landsskipulagi? Hvernig væri að ræða um Finnafjörð? Í mínum huga eru fréttirnar frá Finnafirði hrollvekjandi í sjálfu sér. Alvarlegri er þó þögnin sem umlykur málið og síðan náttúrlega sinnuleysið. Hvernig væri að breyta því og taka svolitla umræðusyrpu um Finnafjörð?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar Sjá meira
Hún var ekki fyrirferðarmikil Fréttablaðsfréttin fimmtudaginn fimmtánda september sl. um áform Þjóðverja um höfn í Finnafirði. Alla vega var hún minni um sig en umfang áformanna gefur tilefni til.Svona var fréttin „Við upplifum þetta þannig að það sé að færast aukin alvara í þessi áform,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, um heimsókn fulltrúa Bremenports sem hafa verið að skoða uppbyggingu stórskipahafnar í Finnafirði. Haldnir hafa verið fundir með íbúum, landeigendum og sveitarstjórnarfulltrúum Langanesbyggðar og Vopnafjarðar undanfarna daga. „Fundirnir hafa verið mjög upplýsandi,“ segir Elías sem kveður góðan róm hafa verið gerðan að málinu. „En ég legg á það ríka áherslu að það er enginn viðskiptavinur kominn en trú þeirra á verkefninu virðist vera að aukast.“ Svo mörg voru þau orð. Ég þakka Fréttablaðinu fyrir að hafa þó einhver orð um málið og hafði blaðið reyndar áður gert það í örfrétt níunda september sl. Í öðrum fjölmiðlum hefur ríkt grafarþögn alla vega síðustu vikurnar eftir því sem ég kemst næst. Í tilvitnaðri frétt er talað um upplýsandi fundi. Ég hvet fjölmiðla til að upplýsa betur um þá fundi og grafa auk þess undir yfirborðið. Áform um stórskipahöfn á norðausturhorninu er ekki málefni fámennra byggða einna. Heldur þjóðarinnar allrar.Nú þarf að spyrja Gott væri til dæmis að fá svör við eftirfarandi: Í eigu hverra er fyrirtækið sem rekur stórhöfnina í Bremerhaven? Telja menn skipta máli hverjir fjárfestarnir eru og hvað vakir fyrir eigendum? Hver er talinn vera ávinningurinn af því fyrir íslenskt samfélag að reisa þarna stórskipahöfn? Hve marga erlenda verkamenn þyrfti að flytja til landsins til að sinna verkefninu? Kæmi samfélagið á svæðinu til með að ráða við að sinna innri uppbyggingu? Er talið til hagsbóta að erlend fyrirtæki hafi á sinni hendi íslenskar hafnir, rekstur þeirra og jafnvel eignarhald? Hver er talinn vera fjárhagslegur ávinningur fyrir þjóðarbúið, skiptir eignarhaldið máli í því samhengi? Hver er talin vera mengunaráhætta sem fylgir stórskipahöfn á heimsvísu? Reikna fjárfestarnir hana út eða íslensk umhverfisyfirvöld? Hvernig samræmast áform um að þjónusta skipaumferð um pólsvæðin alþjóðlegum skuldbindingum Íslendinga og markmiðum um verndun hafsins? Hvert er eðli þeirra samninga sem sveitarfélagið hefur gert við Bremenports og hvort/hvernig kemur ríkissjóður að þessu verkefni? Hefur ríkissjóður skuldbundið sig fjárhagslega til þess að liðka fyrir framkvæmdum í Finnafirði? Hvernig samræmast þessi áform landsskipulagi? Hvernig væri að ræða um Finnafjörð? Í mínum huga eru fréttirnar frá Finnafirði hrollvekjandi í sjálfu sér. Alvarlegri er þó þögnin sem umlykur málið og síðan náttúrlega sinnuleysið. Hvernig væri að breyta því og taka svolitla umræðusyrpu um Finnafjörð?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun