Lýðræðisleg ákvörðun um lífeyrismál Elín Björg Jónsdóttir skrifar 22. september 2016 07:00 Það er afar mikilvægt að bandalög opinberra starfsmanna hafi náð samkomulagi við ríki og sveitarfélög um nýtt lífeyriskerfi fyrir allt launafólk á Íslandi. Það er hluti af því markmiði að ná sátt á vinnumarkaði og bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga. BSRB skrifaði undir samkomulag við ríki og sveitarfélög á mánudag, eins og önnur heildarsamtök opinberra starfsmanna. Með því samkomulagi er fyrirkomulagi lífeyrismála breytt og tekið upp nýtt kerfi þar sem allir launamenn hafa sömu réttindi. Samhliða því hafa ríki og sveitarfélög skuldbundið sig til að leiðrétta launamun á milli opinbera markaðarins og hins almenna. Sú vinna á að taka að hámarki 10 ár og mun BSRB beita sér af fullum þunga til að tryggja að staðið verði við þann hluta samkomulagsins. Þegar breytingar eru fram undan eru eðlilega margar skoðanir á því hvaða leið eigi að fara. Gríðarleg vinna liggur á bak við það samkomulag sem undirritað var á mánudag og hefur frá upphafi verið fjallað um það á lýðræðislegan hátt innan BSRB. Allir formenn aðildarfélaga BSRB samþykktu árið 2010 að fara í þessa vegferð. Bandalagið hefur allt frá þeim tíma gætt hagsmuna núverandi sjóðsfélaga í lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna og þeirra sem síðar munu verða félagar. Allt frá því þessi vegferð hófst hefur verið fjallað um stöðu viðræðnanna á fundum og þingum BSRB og áherslur bandalagsins skerptar og skýrðar. Sú vinna komst á lokapunkt þegar formannaráð BSRB, sem er æðsta vald þess milli þinga, fjallaði um málið í byrjun september. Á fundi formannaráðsins var farið ítarlega yfir niðurstöðu í samningaviðræðum við ríki og sveitarfélög. Að því loknu fór fram atkvæðagreiðsla þar sem formenn 22 félaga af 26 samþykktu að fela forystu BSRB að skrifa undir samkomulagið. Vinnunni er ekki lokið. BSRB mun sjá til þess að staðið verði við alla þætti samkomulagsins. Vinna við greiningu og leiðréttingu á launum er fram undan. Þar mun bandalagið halda áfram að gæta hagsmuna sinna félagsmanna.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Það er afar mikilvægt að bandalög opinberra starfsmanna hafi náð samkomulagi við ríki og sveitarfélög um nýtt lífeyriskerfi fyrir allt launafólk á Íslandi. Það er hluti af því markmiði að ná sátt á vinnumarkaði og bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga. BSRB skrifaði undir samkomulag við ríki og sveitarfélög á mánudag, eins og önnur heildarsamtök opinberra starfsmanna. Með því samkomulagi er fyrirkomulagi lífeyrismála breytt og tekið upp nýtt kerfi þar sem allir launamenn hafa sömu réttindi. Samhliða því hafa ríki og sveitarfélög skuldbundið sig til að leiðrétta launamun á milli opinbera markaðarins og hins almenna. Sú vinna á að taka að hámarki 10 ár og mun BSRB beita sér af fullum þunga til að tryggja að staðið verði við þann hluta samkomulagsins. Þegar breytingar eru fram undan eru eðlilega margar skoðanir á því hvaða leið eigi að fara. Gríðarleg vinna liggur á bak við það samkomulag sem undirritað var á mánudag og hefur frá upphafi verið fjallað um það á lýðræðislegan hátt innan BSRB. Allir formenn aðildarfélaga BSRB samþykktu árið 2010 að fara í þessa vegferð. Bandalagið hefur allt frá þeim tíma gætt hagsmuna núverandi sjóðsfélaga í lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna og þeirra sem síðar munu verða félagar. Allt frá því þessi vegferð hófst hefur verið fjallað um stöðu viðræðnanna á fundum og þingum BSRB og áherslur bandalagsins skerptar og skýrðar. Sú vinna komst á lokapunkt þegar formannaráð BSRB, sem er æðsta vald þess milli þinga, fjallaði um málið í byrjun september. Á fundi formannaráðsins var farið ítarlega yfir niðurstöðu í samningaviðræðum við ríki og sveitarfélög. Að því loknu fór fram atkvæðagreiðsla þar sem formenn 22 félaga af 26 samþykktu að fela forystu BSRB að skrifa undir samkomulagið. Vinnunni er ekki lokið. BSRB mun sjá til þess að staðið verði við alla þætti samkomulagsins. Vinna við greiningu og leiðréttingu á launum er fram undan. Þar mun bandalagið halda áfram að gæta hagsmuna sinna félagsmanna.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar