Ríkisstjórnin leggur fram frumvarp um háspennulínur að Bakka Heimir Már Pétursson skrifar 21. september 2016 12:18 Frá framkvæmdunum á Bakka. Til vinstri rís stálgrind hráefnisgeymslu. Til hægri má sjá grunn ofnhúss kísilversins. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Ríkisstjórn samþykkti á aukafundi í morgun að leggja fram frumvarp um lagningu háspennulína frá Þeistareykjum og Kröflu að Bakka. Frumvarpið verður lagt fyrir þingflokka stjórnarflokkanna í dag. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir afar mikilvægt að frumvarpið nái fram að ganga á Alþingi. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála stöðvaði framkvæmdir við lagningu háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að kísilverksmiðju þýska fyrirtæksins CCP á Bakka fyrir nokkrum vikum að kröfu Landverndar á grundvelli náttúruverndarlaga frá árinu 2015. Nefndin leggst ekki gegn framkvæmdinni en áskilur sér rétt til að fara yfir forsendur framkvæmdanna vegna kæru Landverndar sem telur að háspennulínurnar muni valda tjóni á vernduðu hrauni. Með þessari ákvörðun eru framkvæmdir upp á 80 milljarða króna komnar í óvissu, þar sem ekki er hægt að vinna við línulögnina yfir hörðustu vetrarmánuðina. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun fara fyrir stjórnarfrumvarpi sem samþykkt var í ríkisstjórn í morgun. Frumvarpið verður lagt fyrir stjórnarflokkana eftir hádegi og í framhaldinu lagt fram á Alþingi. „Sem veitir Landsneti framkvæmdaleyfi með lögum og heimild til að reisa línurnar fyrir norðan. Bæði Þeistareiki og kröflulínu. Til að höggva á þann hnút sem er í þessu máli og eyða þeirri miklu óvissu sem er um þessar gríðarlega mikilvægu framkvæmdir fyrir norðan,“ segir Ragnheiður Elín.Ragnheiður Elín Árnadóttir.Vísir/Anton BrinkUm sé að ræða sérlög en ekki breytingu á gildandi lögum. Frumvarpið sé ekki hvað síst lagt fram vegna áskorana frá sveitarfélögum fyrir norðan; Norðurþingi, Þingeyjasveit og Skútustaðahreppi til ríkisstjórnarinnar um að hún gripi inn í deiluna. Enda liggi allar skipulagssamþykkir fyrir. „Þar sem gríðarlegir hagsmunir eru undir og engin önnur lausn var í sjónmáli. Við erum búin á undanförnum dögum og vikum að reyna að leita allra leiða til að leysa þetta mál án þess að löggjafinn þyrfti að grípa inni í,“ segir iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Fundir hafi verið haldnir með deiluaðilum, umhverfis- og forsætisráðuneyti og Skipulagsstofnun. „En höfum gengið þá leið á enda. Okkar mat var það að þetta væri eina leiðin til að leysa þetta mál. Við erum í þeirri aðstöðu að að er verið að reisa Þeistareykjavirkjun sem hornsteinn verður lagður að á föstudaginn. Framkvæmdir eru farnar af stað við iðnaðarsvæðið á Bakka. En það vantar að tengja virkjunina við framkvæmdastaðinn. Það er staða sem er óásættanlegt að vera í og þess vegna er gripið til þessa ráðs,“ segir Ragnheiður Elín. Mjög mikilvægt sé að frumvarpið verði afgreitt fyrir kosningar og hún vonar að samstaða náist um það við stjórnarandstöðuna. En nú þegar hafi samtöl átt sér stað við hana að undirlagi forsætisráðherra. Nú kalli hún alþingismenn til ábyrgðar í þessu mikilvæga máli. „Sem á sér rætur á síðasta kjörtímabili. Þar sem Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir voru í forsæti fyrir ríkisstjórn og þetta mál á sinn uppruna þaðan,“ segir Ragnheiður Elín og segist ekki trúa öðru en málið hljóti farsæla afgreiðslu á Alþingi. Tengdar fréttir Lýsa þungum áhyggjum vegna stöðvunar línulagnar til Bakka Áttatíu milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum eru í uppnámi eftir að Landsneti var með bráðabirgðaúrskurði gert að hætta framkvæmdum við háspennulínur að kröfu Landverndar. 23. ágúst 2016 19:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Sjá meira
Ríkisstjórn samþykkti á aukafundi í morgun að leggja fram frumvarp um lagningu háspennulína frá Þeistareykjum og Kröflu að Bakka. Frumvarpið verður lagt fyrir þingflokka stjórnarflokkanna í dag. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir afar mikilvægt að frumvarpið nái fram að ganga á Alþingi. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála stöðvaði framkvæmdir við lagningu háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að kísilverksmiðju þýska fyrirtæksins CCP á Bakka fyrir nokkrum vikum að kröfu Landverndar á grundvelli náttúruverndarlaga frá árinu 2015. Nefndin leggst ekki gegn framkvæmdinni en áskilur sér rétt til að fara yfir forsendur framkvæmdanna vegna kæru Landverndar sem telur að háspennulínurnar muni valda tjóni á vernduðu hrauni. Með þessari ákvörðun eru framkvæmdir upp á 80 milljarða króna komnar í óvissu, þar sem ekki er hægt að vinna við línulögnina yfir hörðustu vetrarmánuðina. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun fara fyrir stjórnarfrumvarpi sem samþykkt var í ríkisstjórn í morgun. Frumvarpið verður lagt fyrir stjórnarflokkana eftir hádegi og í framhaldinu lagt fram á Alþingi. „Sem veitir Landsneti framkvæmdaleyfi með lögum og heimild til að reisa línurnar fyrir norðan. Bæði Þeistareiki og kröflulínu. Til að höggva á þann hnút sem er í þessu máli og eyða þeirri miklu óvissu sem er um þessar gríðarlega mikilvægu framkvæmdir fyrir norðan,“ segir Ragnheiður Elín.Ragnheiður Elín Árnadóttir.Vísir/Anton BrinkUm sé að ræða sérlög en ekki breytingu á gildandi lögum. Frumvarpið sé ekki hvað síst lagt fram vegna áskorana frá sveitarfélögum fyrir norðan; Norðurþingi, Þingeyjasveit og Skútustaðahreppi til ríkisstjórnarinnar um að hún gripi inn í deiluna. Enda liggi allar skipulagssamþykkir fyrir. „Þar sem gríðarlegir hagsmunir eru undir og engin önnur lausn var í sjónmáli. Við erum búin á undanförnum dögum og vikum að reyna að leita allra leiða til að leysa þetta mál án þess að löggjafinn þyrfti að grípa inni í,“ segir iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Fundir hafi verið haldnir með deiluaðilum, umhverfis- og forsætisráðuneyti og Skipulagsstofnun. „En höfum gengið þá leið á enda. Okkar mat var það að þetta væri eina leiðin til að leysa þetta mál. Við erum í þeirri aðstöðu að að er verið að reisa Þeistareykjavirkjun sem hornsteinn verður lagður að á föstudaginn. Framkvæmdir eru farnar af stað við iðnaðarsvæðið á Bakka. En það vantar að tengja virkjunina við framkvæmdastaðinn. Það er staða sem er óásættanlegt að vera í og þess vegna er gripið til þessa ráðs,“ segir Ragnheiður Elín. Mjög mikilvægt sé að frumvarpið verði afgreitt fyrir kosningar og hún vonar að samstaða náist um það við stjórnarandstöðuna. En nú þegar hafi samtöl átt sér stað við hana að undirlagi forsætisráðherra. Nú kalli hún alþingismenn til ábyrgðar í þessu mikilvæga máli. „Sem á sér rætur á síðasta kjörtímabili. Þar sem Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir voru í forsæti fyrir ríkisstjórn og þetta mál á sinn uppruna þaðan,“ segir Ragnheiður Elín og segist ekki trúa öðru en málið hljóti farsæla afgreiðslu á Alþingi.
Tengdar fréttir Lýsa þungum áhyggjum vegna stöðvunar línulagnar til Bakka Áttatíu milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum eru í uppnámi eftir að Landsneti var með bráðabirgðaúrskurði gert að hætta framkvæmdum við háspennulínur að kröfu Landverndar. 23. ágúst 2016 19:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Sjá meira
Lýsa þungum áhyggjum vegna stöðvunar línulagnar til Bakka Áttatíu milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum eru í uppnámi eftir að Landsneti var með bráðabirgðaúrskurði gert að hætta framkvæmdum við háspennulínur að kröfu Landverndar. 23. ágúst 2016 19:00