Viðskipti innlent

Nýr ráðgjafi hjá Starfsþróunarsetri háskólamanna

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Steinar Lúðvíksson
Steinar Lúðvíksson Mynd/Aðsend
Steinar Lúðvíksson hefur verið ráðinn ráðgjafi hjá Starfsþróunarsetri háskólamanna. Steinar er fæddur árið 1983 og er með BSc próf í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og BSc próf í Landfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur einnig lokið námi í kennslufræðum til kennsluréttinda á grunn- og framhaldsskólastigi.

Í tilkynningu frá Bandalagi háskólamanna segir að hlutverk Starfsþróunarseturs sé meðal annars að stuðla að framgangi félagsmanna BHM með markvissri starfsþróun.

Átján aðildarfélög BHM eiga aðild að Starfsþróunarsetrinu. Steinar mun annast ráðgjöf um úthlutunarreglur vegna styrkja Starfsþróunarsetursins og veita umsækjendum ýmsa aðstoð og þjónustu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×