Þingið samþykkti tillögu um að fullgilda samning um réttindi fatlaðs fólks Atli Ísleifsson skrifar 20. september 2016 19:58 Samningurinn og valkvæði viðaukinn voru undirritaðir af hálfu Íslands 30. mars 2007, en markmið þeirra er að fatlað fólk njóti allra mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við aðra. Vísir/Anton Alþingi samþykkti í dag samhljóða þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þingið ályktaði jafnframt að valkvæður viðauki við samninginn skuli einnig fullgiltur fyrir árslok 2017. Samningurinn og valkvæði viðaukinn voru undirritaðir af hálfu Íslands 30. mars 2007, en markmið þeirra er að fatlað fólk njóti allra mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við aðra. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir þetta mikinn áfanga í réttindabaráttu fatlaðs fólks. „Ég er þess fullviss að þessi samþykkt hvetur okkur enn frekar til góðra verka og til þess að ýta á breytingar á íslenskri löggjöf, svo fatlað fólk njóti fullra mannréttinda,“ er haft eftir Lilju í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þar kemur fram að við fullgildingu verði hægt að hefja verkefni tengd vitundarvakningu, þjálfun og fræðslu. „Þá kveður eftirlitskerfi samningsins á um skýrslugjöf til nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna en það er mikilvægur spegill á störf stjórnvalda og vettvangur fyrir réttindabaráttu fatlaðs fólks. Við fullgildingu samningsins virkjast þetta eftirlitskerfi. Loks er það viðvarandi verkefni stjórnvalda að þróa og útfæra réttindin sem samningurinn kveður á um, óháð einstaka lagabreytingum. Fullgilding samningsins kallar á lagabreytingar til að aðlaga íslenska löggjöf að fullu að ákvæðum samningsins, m.a. lögum um þjónustu við fatlað fólk og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Þegar hafa verið gerðar ýmsar breytingar á íslenskri löggjöf til undirbúnings fullgildingar hans. Þar má nefna að 2011 samþykkti Alþingi lög um réttindagæslu fatlaðs fólks, m.a. með hliðsjón af 12. gr. samningsins. Þá má einnig nefna breytingar á lögræðislögum, lögum um kosningar til Alþingis og lögum um kosningar til sveitastjórna, auk þess sem sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins verið lögfestur. Frá árinu 2011 hefur verið starfrækt tilraunaverkefni um notendastýrða aðstoð (NPA) á grundvelli bráðarbirgðaákvæðis IV við lög um málefni fatlaðs fólks. Samkvæmt bráðabirgðaákvæðinu skal festa ákvæði um NPA í lög fyrir árslok 2016,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Alþingi samþykkti í dag samhljóða þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þingið ályktaði jafnframt að valkvæður viðauki við samninginn skuli einnig fullgiltur fyrir árslok 2017. Samningurinn og valkvæði viðaukinn voru undirritaðir af hálfu Íslands 30. mars 2007, en markmið þeirra er að fatlað fólk njóti allra mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við aðra. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir þetta mikinn áfanga í réttindabaráttu fatlaðs fólks. „Ég er þess fullviss að þessi samþykkt hvetur okkur enn frekar til góðra verka og til þess að ýta á breytingar á íslenskri löggjöf, svo fatlað fólk njóti fullra mannréttinda,“ er haft eftir Lilju í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þar kemur fram að við fullgildingu verði hægt að hefja verkefni tengd vitundarvakningu, þjálfun og fræðslu. „Þá kveður eftirlitskerfi samningsins á um skýrslugjöf til nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna en það er mikilvægur spegill á störf stjórnvalda og vettvangur fyrir réttindabaráttu fatlaðs fólks. Við fullgildingu samningsins virkjast þetta eftirlitskerfi. Loks er það viðvarandi verkefni stjórnvalda að þróa og útfæra réttindin sem samningurinn kveður á um, óháð einstaka lagabreytingum. Fullgilding samningsins kallar á lagabreytingar til að aðlaga íslenska löggjöf að fullu að ákvæðum samningsins, m.a. lögum um þjónustu við fatlað fólk og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Þegar hafa verið gerðar ýmsar breytingar á íslenskri löggjöf til undirbúnings fullgildingar hans. Þar má nefna að 2011 samþykkti Alþingi lög um réttindagæslu fatlaðs fólks, m.a. með hliðsjón af 12. gr. samningsins. Þá má einnig nefna breytingar á lögræðislögum, lögum um kosningar til Alþingis og lögum um kosningar til sveitastjórna, auk þess sem sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins verið lögfestur. Frá árinu 2011 hefur verið starfrækt tilraunaverkefni um notendastýrða aðstoð (NPA) á grundvelli bráðarbirgðaákvæðis IV við lög um málefni fatlaðs fólks. Samkvæmt bráðabirgðaákvæðinu skal festa ákvæði um NPA í lög fyrir árslok 2016,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira