Segir ný fóstureyðingarlög gjörbreyta stöðu pólskra kvenna Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 20. september 2016 20:00 Pólska þingið tekur í vikunni til umfjöllunar umdeild lög sem gera fóstureyðingar ólöglegar og refsiverðar. Pólsk kona búsett hér á landi segist hafa þungar áhyggjur af stöðunni og að samfélag pólskra kvenna á Íslandi sé alfarið á móti lögunum, sem hún telur brjóta á mannréttindum kvenna. Lög um fóstureyðingar í Póllandi eru nú þegar ein þau ströngustu í Evrópu, en yfirgnæfandi meirihluti pólsku þjóðarinnar er kaþólskrar trúar. Samkvæmt nýju lögunum verður gengið enn lengra og fóstureyðingar bannaðar með öllu, nema líf móðurinnar liggi við. Þá verða viðurlög við fóstureyðingum fimm ára fangelsi, bæði fyrir móðurina og þá sem kunna að framkvæma aðgerðina. Justyna Grosel hefur verið búsett á íslandi um nokkurra ára skeið og starfar sem blaðamaður hjá Iceland News Polska. Hún á allt eins von á að lögin verði samþykkt af pólska þinginu, en hún telur þau brjóta á mannréttindum kvenna. „Þetta minnir á ástandið á miðöldum. Fólk gerir sér grein fyrir þessu og því hafa mótmæli staðið yfir allt frá því að fyrstu hugmyndir um þessi lög komu fram,“ segir Justyna. Hún bendir á að lögin séu loðin á þann hátt að í sumum tilfellum sé hægt sé að túlka fósturlát sem fóstureyðingu. Þá takmarki þau einnig aðgengi að getnaðarvörnum. „Maður þarf að rýna vel í ákvæði laganna og þá sér maður að þetta breytir gjörsamlega öllum hugmyndum fólks um meðgöngu kvenna í Póllandi. Lögin breyta stöðu kvenna algjörlega.“ Justyna segir að pólskar konur á Íslandi fordæmi lögin, en fjölmargar þeirra mótmæltu þeim fyrir framan pólska sendiráðið í vor. Þá ræða þær stöðuna mikið sín á milli í lokuðum hóp á Facebook. „Með hliðsjón af umræðunni sem átti sér stað í hópnum er ljóst að konur hér eru alfarið á móti fóstureyðingabanninu í Póllandi.“ Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
Pólska þingið tekur í vikunni til umfjöllunar umdeild lög sem gera fóstureyðingar ólöglegar og refsiverðar. Pólsk kona búsett hér á landi segist hafa þungar áhyggjur af stöðunni og að samfélag pólskra kvenna á Íslandi sé alfarið á móti lögunum, sem hún telur brjóta á mannréttindum kvenna. Lög um fóstureyðingar í Póllandi eru nú þegar ein þau ströngustu í Evrópu, en yfirgnæfandi meirihluti pólsku þjóðarinnar er kaþólskrar trúar. Samkvæmt nýju lögunum verður gengið enn lengra og fóstureyðingar bannaðar með öllu, nema líf móðurinnar liggi við. Þá verða viðurlög við fóstureyðingum fimm ára fangelsi, bæði fyrir móðurina og þá sem kunna að framkvæma aðgerðina. Justyna Grosel hefur verið búsett á íslandi um nokkurra ára skeið og starfar sem blaðamaður hjá Iceland News Polska. Hún á allt eins von á að lögin verði samþykkt af pólska þinginu, en hún telur þau brjóta á mannréttindum kvenna. „Þetta minnir á ástandið á miðöldum. Fólk gerir sér grein fyrir þessu og því hafa mótmæli staðið yfir allt frá því að fyrstu hugmyndir um þessi lög komu fram,“ segir Justyna. Hún bendir á að lögin séu loðin á þann hátt að í sumum tilfellum sé hægt sé að túlka fósturlát sem fóstureyðingu. Þá takmarki þau einnig aðgengi að getnaðarvörnum. „Maður þarf að rýna vel í ákvæði laganna og þá sér maður að þetta breytir gjörsamlega öllum hugmyndum fólks um meðgöngu kvenna í Póllandi. Lögin breyta stöðu kvenna algjörlega.“ Justyna segir að pólskar konur á Íslandi fordæmi lögin, en fjölmargar þeirra mótmæltu þeim fyrir framan pólska sendiráðið í vor. Þá ræða þær stöðuna mikið sín á milli í lokuðum hóp á Facebook. „Með hliðsjón af umræðunni sem átti sér stað í hópnum er ljóst að konur hér eru alfarið á móti fóstureyðingabanninu í Póllandi.“
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira