Viðskipti innlent

Ísbúðin Valdís hagnast um 38,6 milljónir

Sæunn Gísladóttir skrifar
Ísbúðin Valdís opnaði snemma sumars 2013 á Grandagarði í Reykjavík.
Ísbúðin Valdís opnaði snemma sumars 2013 á Grandagarði í Reykjavík. Vísir/Stefán
Á árinu 2015 hagnaðist Ísbúðin Valdís um 38,6 milljónir króna. Hagnaðurinn dregst saman milli ára, en árið 2014 nam hann 40,2 milljónum króna.

EBITDA nam 54,8 milljónum árið 2015, samanborið við 55,5 milljónir árið áður. Rekstrarhagnaður nam svo 47,4 milljónum króna, samanborið við 49 milljónir árið áður.

Eigið fé félagsins í árslok 2015 39,5 milljónum króna, samanborið við 40,9 milljónir króna árið 2014. Eignir námu 52,2 milljónum, samanborið við 54,6 milljónir árið áður.

Í árslok 2015 nam hlutafé félagsins 500 þúsund krónum að nafnverði og skiptist milli Gylfa Þórs Valdimarssonar og Önnu Svövu Knútsdóttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×