Lokaorrustan er í dag Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. október 2016 08:00 Breiðablik og Fjölnir mætast í sannkölluðum Evrópuslag á Kópavogsvelli. vísir/hanna Það ræðst í dag, laugardag, hvaða lið fara í Evrópukeppni á næsta ári og hvaða lið kveðja Pepsi-deildina þegar lokaumferðin verður spiluð í heild sinni. Þrír risastórir leikir eru á dagskrá auk bikarlyftingar í Hafnarfirði og verða allir fjórir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Það er bæting á meti frá því í síðustu umferð þegar þrír leikir voru í beinni á sama tíma. Hart er barist um Evrópusætin þar sem fjögur lið eygja von um að komast að enda regnbogans og finna 26 milljóna króna gullpottinn sem í boði er fyrir að taka þátt í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári. Fylkismenn eru í verstu stöðunni í fallbaráttunni en þrjú lið eiga tölfræðilega möguleika á að falla. Ólsarar eru ekki í góðri stöðu en Eyjamenn fóru langt með að bjarga sér í síðustu umferð þó ÍBV geti enn tölfræðilega fallið.grafík/fréttablaðiðStig er dauðadómur í KópavogiBreiðablik og Fjölnir eru einu liðin sem mætast innbyrðis í Evrópubaráttunni. Fjölnir er að kasta frá sér fyrsta Evrópusætinu í sögu félagsins en liðið er búið að tapa tveimur leikjum í röð og þarf á sigri að halda í Kópavoginum til að komast í Evrópukeppni á næsta ári. Það hjálpar Fjölnismönnum að Blikar eru ekkert sérstakir á heimavelli. Þar eru þeir aðeins búnir að vinna fjóra af tíu leikjum sínum og ekki skora nema níu mörk. Aftur á móti eru Blikar aðeins búnir að tapa þremur leikjum á Kópavogsvelli. Bæði lið þurfa að sækja til sigurs því eitt stig á kjaft gæti orðið dauðadómur. Geri liðin jafntefli og Stjarnan og KR vinna sína leiki gegn liðum í fallbaráttunni ganga bæði lið svekkt af velli í Kópavogi í dag á meðan fagnað verður í Garðabæ og í vesturbæ Reykjavíkur. Breiðablik vann fyrri leik liðanna, 3-0, en Fjölnismönnum hefur gengið illa í stórum leikjum á tímabilinu og tapað síðustu tveimur. Evrópu- og fallleikir Stjarnan er í bestu stöðunni þegar kemur að Evrópubaráttunni. Liðið virtist ekki líklegt til neins fyrir nokkrum vikum þegar allt var í volli í Garðabænum en nú er liðið það næstheitasta í deildinni; búið að vinna þrjá leiki í röð á hárréttum tíma. Stjarnan fær Ólsara í heimsókn sem eru að berjast fyrir lífi sínu en Ólafsvíkingar verða án fjögurra byrjunarliðsmanna í Garðabænum í dag og munar um minna. Ólsarar verða með hugann við leikinn í Vesturbænum þar sem KR tekur á móti Fylki. Þar þurfa Fylkismenn ekkert minna en sigur til að halda sæti sínu í deildinni. Fylkir er tveimur stigum á eftir Ólsurum í baráttunni um áframhaldandi veru í Pepsi-deildinni. Fylkir gæti ekki óskað sér verri mótherja en KR því lærisveinar Willums Þórs Þórssonar eru þeir heitustu í deildinni. KR er búið að vinna fjóra leiki í röð og stefnir hraðbyri á Evrópusæti. Vesturbæjarliðið þarf aðeins að treysta á að ein úrslit falli með þeim úr annaðhvort leik Stjörnunnar og Ólsara eða Breiðabliks og Fjölnis til að komast í Evrópu að því gefnu að KR vinni sinn leik. Eyjamenn geta andað rólega þó að tölfræðilega geti liðið enn fallið. ÍBV þarf að tapa fyrir FH í lokaumferðinni og Fylkir að vinna KR auk þess sem Árbæingar þurfa níu marka sveiflu til að senda ÍBV niður og það gerist bara ef Ólsarar vinna.grafík/fréttablaðiðBikarlyfting í Hafnarfirði FH er orðið meistari og lyftir nýjum Íslandsbikar eftir leikinn gegn ÍBV í Kaplakrika í dag. Búið er að skipta út bikurunum sem notast var við frá 1997-2016. Valur og ÍA mætast á Hlíðarenda og fallnir Þróttarar fá Víkinga í heimsókn. Víkingar geta bætt stigamet sitt með sigri ef þeir komast í 32 stig. Metið er 30 stig en Víkingar komust í Evrópu á þeim stigafjölda fyrir tveimur árum. Nú verða 38 stig það sem dugar væntanlega til að komast í Evrópukeppni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
Það ræðst í dag, laugardag, hvaða lið fara í Evrópukeppni á næsta ári og hvaða lið kveðja Pepsi-deildina þegar lokaumferðin verður spiluð í heild sinni. Þrír risastórir leikir eru á dagskrá auk bikarlyftingar í Hafnarfirði og verða allir fjórir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Það er bæting á meti frá því í síðustu umferð þegar þrír leikir voru í beinni á sama tíma. Hart er barist um Evrópusætin þar sem fjögur lið eygja von um að komast að enda regnbogans og finna 26 milljóna króna gullpottinn sem í boði er fyrir að taka þátt í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári. Fylkismenn eru í verstu stöðunni í fallbaráttunni en þrjú lið eiga tölfræðilega möguleika á að falla. Ólsarar eru ekki í góðri stöðu en Eyjamenn fóru langt með að bjarga sér í síðustu umferð þó ÍBV geti enn tölfræðilega fallið.grafík/fréttablaðiðStig er dauðadómur í KópavogiBreiðablik og Fjölnir eru einu liðin sem mætast innbyrðis í Evrópubaráttunni. Fjölnir er að kasta frá sér fyrsta Evrópusætinu í sögu félagsins en liðið er búið að tapa tveimur leikjum í röð og þarf á sigri að halda í Kópavoginum til að komast í Evrópukeppni á næsta ári. Það hjálpar Fjölnismönnum að Blikar eru ekkert sérstakir á heimavelli. Þar eru þeir aðeins búnir að vinna fjóra af tíu leikjum sínum og ekki skora nema níu mörk. Aftur á móti eru Blikar aðeins búnir að tapa þremur leikjum á Kópavogsvelli. Bæði lið þurfa að sækja til sigurs því eitt stig á kjaft gæti orðið dauðadómur. Geri liðin jafntefli og Stjarnan og KR vinna sína leiki gegn liðum í fallbaráttunni ganga bæði lið svekkt af velli í Kópavogi í dag á meðan fagnað verður í Garðabæ og í vesturbæ Reykjavíkur. Breiðablik vann fyrri leik liðanna, 3-0, en Fjölnismönnum hefur gengið illa í stórum leikjum á tímabilinu og tapað síðustu tveimur. Evrópu- og fallleikir Stjarnan er í bestu stöðunni þegar kemur að Evrópubaráttunni. Liðið virtist ekki líklegt til neins fyrir nokkrum vikum þegar allt var í volli í Garðabænum en nú er liðið það næstheitasta í deildinni; búið að vinna þrjá leiki í röð á hárréttum tíma. Stjarnan fær Ólsara í heimsókn sem eru að berjast fyrir lífi sínu en Ólafsvíkingar verða án fjögurra byrjunarliðsmanna í Garðabænum í dag og munar um minna. Ólsarar verða með hugann við leikinn í Vesturbænum þar sem KR tekur á móti Fylki. Þar þurfa Fylkismenn ekkert minna en sigur til að halda sæti sínu í deildinni. Fylkir er tveimur stigum á eftir Ólsurum í baráttunni um áframhaldandi veru í Pepsi-deildinni. Fylkir gæti ekki óskað sér verri mótherja en KR því lærisveinar Willums Þórs Þórssonar eru þeir heitustu í deildinni. KR er búið að vinna fjóra leiki í röð og stefnir hraðbyri á Evrópusæti. Vesturbæjarliðið þarf aðeins að treysta á að ein úrslit falli með þeim úr annaðhvort leik Stjörnunnar og Ólsara eða Breiðabliks og Fjölnis til að komast í Evrópu að því gefnu að KR vinni sinn leik. Eyjamenn geta andað rólega þó að tölfræðilega geti liðið enn fallið. ÍBV þarf að tapa fyrir FH í lokaumferðinni og Fylkir að vinna KR auk þess sem Árbæingar þurfa níu marka sveiflu til að senda ÍBV niður og það gerist bara ef Ólsarar vinna.grafík/fréttablaðiðBikarlyfting í Hafnarfirði FH er orðið meistari og lyftir nýjum Íslandsbikar eftir leikinn gegn ÍBV í Kaplakrika í dag. Búið er að skipta út bikurunum sem notast var við frá 1997-2016. Valur og ÍA mætast á Hlíðarenda og fallnir Þróttarar fá Víkinga í heimsókn. Víkingar geta bætt stigamet sitt með sigri ef þeir komast í 32 stig. Metið er 30 stig en Víkingar komust í Evrópu á þeim stigafjölda fyrir tveimur árum. Nú verða 38 stig það sem dugar væntanlega til að komast í Evrópukeppni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira