Órói í Kötlu: Óvissuástandið fyrst og fremst varúðarráðstöfun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. september 2016 23:30 Eldstöðin Katla er í Mýrdalsjökli. Vísir/GVA. Lögreglan á Suðurlandi mun fara á þekkta ferðamannastaði í kringum Mýrdalsjökul til þess að athuga hvort að ferðamenn gisti á stöðum sem teljast í hættu komi til flóða gjósi Katla. Almannavarnardeild lögreglustjórans á Selfossi fundaði með lögregluyfirvöldum á Suðurlandi í kvöld til þess að fara yfir stöðu mála. Óvissuástandið og aðgerðir yfirvalda á svæðinu eru fyrst og fremst varúðarráðstafanir að sögn lögreglufulltrúa.Líkt og komið hefur fram á Vísi var ákveðið að loka veginum að Sólheimajökli, sem er skriðjökull úr Mýrdalsjökli og vinsæll ferðamannastaður, og stöðva allar ferðir upp á jökulinn vegna þess óvissuástands sem nú ríkir vegna skjálftahrinunnar í Mýrdalsjökli. Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi segir að fyrst og fremst sé um varúðarráðstöfuna að ræða en komi til flóða sé Sólheimajökull vondur staður til að vera á. „Þessir katlar geta tæmt sig mjög hratt og þó það sé kannski ekki möguleiki á risaflóðum er þetta svo bratt niður. Ef það verður flóð getur það er í gönguleiðirnar upp á jökulinn og að ef einhver væri upp á jöklinum þegar flóð kæmi væri sá hinn sami í mikilli hættu,“ segir Víðir í samtali við Vísi.Víðir Reynisson lögreglufulltrúi.Sjá einnig: Lokað fyrir umferð að SólheimajökliLögregla hefur sett sig í samband við stærstu ferðaþjónustufyrirtækin sem sérhæfa sig í jöklaferðum upp á jökulinn. Segir Víðir að þau hafi öll ákveðið að hætta við ferðir upp á Sólheimajökul á morgun þrátt fyrir að fjölmargir ættu bókaðar slíkar ferðir. Búið er að setja á sólarhringsvakt hjá lögreglunni í næsta nágrenni við Mýrdalsjökul og munu lögreglumenn fara og kanna svæðið í kringum Múlakvísl, Sólheimajökul og Þakgil til þess að athuga hvort að þar séu ferðamenn sem ætli sér að gista á þessum stöðum í tjöldum eða húsbílum yfir nóttina. Segir Víðir að reynist svo vera verði þeim bent á að öruggara sé að finna sér næturgistingu á öðrum stað. Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, hefur lýfst yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli sem hófust um hádegisbilið 29. september. Vísindaráð almannavarna telur líklegt að hrinan stafi af kvikuhreyfingum í Kötlu, en enn hafa engin merki um gosóróa mælst. Segir Víðir að með þessum varúðarráðstöfunum séu menn að hafa vaðið fyrir neðan sig komi til eldgoss.Sjá einnig: Óvissustigi lýst yfir vegna KötluEftir nóttina verður staðan metin á ný og nýjustu gögn skoðuð en Veðurstofa Íslands, Almannavarnir og lögregluyfirvöld fylgjast vel með þróun mála í Mýrdalsjökli. Eftirfarandi atburðarrásir eru taldar líklegastar af Almannavarnarnefnd. 1. Jarðskjálftahrinan hættir án frekari atburða. 2. Jökulhlaup kemur fram í ám vegna minniháttar eldgoss eða tæmingar á jarðhitakötlum. 3. Eldgos hefst í Mýrdalsjökli sem nær að brjóta sér leið í gegnum jökulinn. Afleiðingar gætu verið jökulhlaup í ám sem renna frá jöklinum ásamt öskufalli. Tengdar fréttir Lokað fyrir umferð að Sólheimajökli Lögreglan á Suðurlandi hefur tekið ákvörðum um að loka fyrir umferð á veginum að Sólheimajökli vegna yfirstandandi jarðskjálftahrinu í Mýrdalsjökli. 30. september 2016 21:01 Óvissustigi lýst yfir vegna Kötlu Ríkislögreglustjórinn í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli 30. september 2016 18:11 Vísindamenn "misstu“ af nýlegum eldgosum Nokkur eldgos virðast hafa orðið undir jökli og í sjó við Ísland á undanförnum árum án þess að vísindamenn hafi greint þau fyrr en eftirá. 30. september 2016 16:59 Katla hulin skýjum en fnykur af Múlakvísl Engar breytingar sáust á kötlunum í fyrradag. 30. september 2016 15:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi mun fara á þekkta ferðamannastaði í kringum Mýrdalsjökul til þess að athuga hvort að ferðamenn gisti á stöðum sem teljast í hættu komi til flóða gjósi Katla. Almannavarnardeild lögreglustjórans á Selfossi fundaði með lögregluyfirvöldum á Suðurlandi í kvöld til þess að fara yfir stöðu mála. Óvissuástandið og aðgerðir yfirvalda á svæðinu eru fyrst og fremst varúðarráðstafanir að sögn lögreglufulltrúa.Líkt og komið hefur fram á Vísi var ákveðið að loka veginum að Sólheimajökli, sem er skriðjökull úr Mýrdalsjökli og vinsæll ferðamannastaður, og stöðva allar ferðir upp á jökulinn vegna þess óvissuástands sem nú ríkir vegna skjálftahrinunnar í Mýrdalsjökli. Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi segir að fyrst og fremst sé um varúðarráðstöfuna að ræða en komi til flóða sé Sólheimajökull vondur staður til að vera á. „Þessir katlar geta tæmt sig mjög hratt og þó það sé kannski ekki möguleiki á risaflóðum er þetta svo bratt niður. Ef það verður flóð getur það er í gönguleiðirnar upp á jökulinn og að ef einhver væri upp á jöklinum þegar flóð kæmi væri sá hinn sami í mikilli hættu,“ segir Víðir í samtali við Vísi.Víðir Reynisson lögreglufulltrúi.Sjá einnig: Lokað fyrir umferð að SólheimajökliLögregla hefur sett sig í samband við stærstu ferðaþjónustufyrirtækin sem sérhæfa sig í jöklaferðum upp á jökulinn. Segir Víðir að þau hafi öll ákveðið að hætta við ferðir upp á Sólheimajökul á morgun þrátt fyrir að fjölmargir ættu bókaðar slíkar ferðir. Búið er að setja á sólarhringsvakt hjá lögreglunni í næsta nágrenni við Mýrdalsjökul og munu lögreglumenn fara og kanna svæðið í kringum Múlakvísl, Sólheimajökul og Þakgil til þess að athuga hvort að þar séu ferðamenn sem ætli sér að gista á þessum stöðum í tjöldum eða húsbílum yfir nóttina. Segir Víðir að reynist svo vera verði þeim bent á að öruggara sé að finna sér næturgistingu á öðrum stað. Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, hefur lýfst yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli sem hófust um hádegisbilið 29. september. Vísindaráð almannavarna telur líklegt að hrinan stafi af kvikuhreyfingum í Kötlu, en enn hafa engin merki um gosóróa mælst. Segir Víðir að með þessum varúðarráðstöfunum séu menn að hafa vaðið fyrir neðan sig komi til eldgoss.Sjá einnig: Óvissustigi lýst yfir vegna KötluEftir nóttina verður staðan metin á ný og nýjustu gögn skoðuð en Veðurstofa Íslands, Almannavarnir og lögregluyfirvöld fylgjast vel með þróun mála í Mýrdalsjökli. Eftirfarandi atburðarrásir eru taldar líklegastar af Almannavarnarnefnd. 1. Jarðskjálftahrinan hættir án frekari atburða. 2. Jökulhlaup kemur fram í ám vegna minniháttar eldgoss eða tæmingar á jarðhitakötlum. 3. Eldgos hefst í Mýrdalsjökli sem nær að brjóta sér leið í gegnum jökulinn. Afleiðingar gætu verið jökulhlaup í ám sem renna frá jöklinum ásamt öskufalli.
Tengdar fréttir Lokað fyrir umferð að Sólheimajökli Lögreglan á Suðurlandi hefur tekið ákvörðum um að loka fyrir umferð á veginum að Sólheimajökli vegna yfirstandandi jarðskjálftahrinu í Mýrdalsjökli. 30. september 2016 21:01 Óvissustigi lýst yfir vegna Kötlu Ríkislögreglustjórinn í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli 30. september 2016 18:11 Vísindamenn "misstu“ af nýlegum eldgosum Nokkur eldgos virðast hafa orðið undir jökli og í sjó við Ísland á undanförnum árum án þess að vísindamenn hafi greint þau fyrr en eftirá. 30. september 2016 16:59 Katla hulin skýjum en fnykur af Múlakvísl Engar breytingar sáust á kötlunum í fyrradag. 30. september 2016 15:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Lokað fyrir umferð að Sólheimajökli Lögreglan á Suðurlandi hefur tekið ákvörðum um að loka fyrir umferð á veginum að Sólheimajökli vegna yfirstandandi jarðskjálftahrinu í Mýrdalsjökli. 30. september 2016 21:01
Óvissustigi lýst yfir vegna Kötlu Ríkislögreglustjórinn í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli 30. september 2016 18:11
Vísindamenn "misstu“ af nýlegum eldgosum Nokkur eldgos virðast hafa orðið undir jökli og í sjó við Ísland á undanförnum árum án þess að vísindamenn hafi greint þau fyrr en eftirá. 30. september 2016 16:59
Katla hulin skýjum en fnykur af Múlakvísl Engar breytingar sáust á kötlunum í fyrradag. 30. september 2016 15:45