Lokað fyrir umferð að Sólheimajökli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. september 2016 21:01 Sólheimajökull Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurlandi hefur tekið ákvörðum um að loka fyrir umferð á veginum að Sólheimajökli, vegi nr. 221. Ennfremur hefur er nú óhemilt að ganga á jökulinn. Ákvörðunin er tekin vegna yfirstandandi jarðskjálftahrinu í Mýrdalsjökli og þeirrar óvissu sem er ríkjandi vegna þess. Verður ákvörðunin endurskoðuð síðdegis á morgun. Sólheimajökull skríður niður úr Mýrdalsjökli suðvestanverðum og er vinsæll áningarstaður ferðamanna. Fyrr í kvöld lýsti Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli sem hófust um hádegisbilið 29. september. Vísindaráð almannavarna telur líklegt að hrinan stafi af kvikuhreyfingum í Kötlu, en enn hafa engin merki um gosóróa mælst. Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarrás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila. Varað er við ferðum í og við jökulár sem renna frá Mýrdalsjökli. Sérstaklega má tiltaka Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að viðbragðsaðilar séi undirbúnir undir það að atburðarrásin geti farið hratt af stað gjósi Katla en eftirfarandi atburðarrásis eru taldar líklegastar af Almannavarnarnefnd. 1. Jarðskjálftahrinan hættir án frekari atburða. 2. Jökulhlaup kemur fram í ám vegna minniháttar eldgoss eða tæmingar á jarðhitakötlum. 3. Eldgos hefst í Mýrdalsjökli sem nær að brjóta sér leið í gegnum jökulinn. Afleiðingar gætu verið jökulhlaup í ám sem renna frá jöklinum ásamt öskufalli. Sjá má veginn sem um ræðir, númer 221, á kortinu hér að neðan. Tengdar fréttir Stórir skjálftar í Kötlu í nótt Þrír stórir skjálftar mældust í Kötlu í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. september 2016 07:15 Katla lætur vita af sér Skjálfti um 3,9 á Richter mældist í sunnanverðri Kötluöskjunni í gær. Skjálftinn er sá stærsti í nokkrar vikur en mikil virkni stórra skjálfta hefur verið í Kötlu undanfarið. Þann 29. ágúst mældust stærri skjálftar, eða 4,5 og 4,6 á Richter. Það voru sterkustu skjálftar sem höfðu fundist í Kötlu síðan 1977. 27. september 2016 07:00 Óvissustigi lýst yfir vegna Kötlu Ríkislögreglustjórinn í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli 30. september 2016 18:11 Fengum sýnishorn af stóru Kötlugosi árið 2011 „Það olli engum rosalegum vandræðum.“ 30. september 2016 14:20 Katla hulin skýjum en fnykur af Múlakvísl Engar breytingar sáust á kötlunum í fyrradag. 30. september 2016 15:45 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi hefur tekið ákvörðum um að loka fyrir umferð á veginum að Sólheimajökli, vegi nr. 221. Ennfremur hefur er nú óhemilt að ganga á jökulinn. Ákvörðunin er tekin vegna yfirstandandi jarðskjálftahrinu í Mýrdalsjökli og þeirrar óvissu sem er ríkjandi vegna þess. Verður ákvörðunin endurskoðuð síðdegis á morgun. Sólheimajökull skríður niður úr Mýrdalsjökli suðvestanverðum og er vinsæll áningarstaður ferðamanna. Fyrr í kvöld lýsti Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli sem hófust um hádegisbilið 29. september. Vísindaráð almannavarna telur líklegt að hrinan stafi af kvikuhreyfingum í Kötlu, en enn hafa engin merki um gosóróa mælst. Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarrás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila. Varað er við ferðum í og við jökulár sem renna frá Mýrdalsjökli. Sérstaklega má tiltaka Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að viðbragðsaðilar séi undirbúnir undir það að atburðarrásin geti farið hratt af stað gjósi Katla en eftirfarandi atburðarrásis eru taldar líklegastar af Almannavarnarnefnd. 1. Jarðskjálftahrinan hættir án frekari atburða. 2. Jökulhlaup kemur fram í ám vegna minniháttar eldgoss eða tæmingar á jarðhitakötlum. 3. Eldgos hefst í Mýrdalsjökli sem nær að brjóta sér leið í gegnum jökulinn. Afleiðingar gætu verið jökulhlaup í ám sem renna frá jöklinum ásamt öskufalli. Sjá má veginn sem um ræðir, númer 221, á kortinu hér að neðan.
Tengdar fréttir Stórir skjálftar í Kötlu í nótt Þrír stórir skjálftar mældust í Kötlu í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. september 2016 07:15 Katla lætur vita af sér Skjálfti um 3,9 á Richter mældist í sunnanverðri Kötluöskjunni í gær. Skjálftinn er sá stærsti í nokkrar vikur en mikil virkni stórra skjálfta hefur verið í Kötlu undanfarið. Þann 29. ágúst mældust stærri skjálftar, eða 4,5 og 4,6 á Richter. Það voru sterkustu skjálftar sem höfðu fundist í Kötlu síðan 1977. 27. september 2016 07:00 Óvissustigi lýst yfir vegna Kötlu Ríkislögreglustjórinn í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli 30. september 2016 18:11 Fengum sýnishorn af stóru Kötlugosi árið 2011 „Það olli engum rosalegum vandræðum.“ 30. september 2016 14:20 Katla hulin skýjum en fnykur af Múlakvísl Engar breytingar sáust á kötlunum í fyrradag. 30. september 2016 15:45 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Stórir skjálftar í Kötlu í nótt Þrír stórir skjálftar mældust í Kötlu í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. september 2016 07:15
Katla lætur vita af sér Skjálfti um 3,9 á Richter mældist í sunnanverðri Kötluöskjunni í gær. Skjálftinn er sá stærsti í nokkrar vikur en mikil virkni stórra skjálfta hefur verið í Kötlu undanfarið. Þann 29. ágúst mældust stærri skjálftar, eða 4,5 og 4,6 á Richter. Það voru sterkustu skjálftar sem höfðu fundist í Kötlu síðan 1977. 27. september 2016 07:00
Óvissustigi lýst yfir vegna Kötlu Ríkislögreglustjórinn í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli 30. september 2016 18:11
Fengum sýnishorn af stóru Kötlugosi árið 2011 „Það olli engum rosalegum vandræðum.“ 30. september 2016 14:20
Katla hulin skýjum en fnykur af Múlakvísl Engar breytingar sáust á kötlunum í fyrradag. 30. september 2016 15:45