Viðskipti innlent

Guðjón hættir hjá Samtökum fjármálafyrirtækja

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðjón Rúnarsson hættir sem framkvæmdastjóri SFF.
Guðjón Rúnarsson hættir sem framkvæmdastjóri SFF.
Guðjón Rúnarsson lætur í dag af störfum framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja. Guðjón hefur starfað sem framkvæmdastjóri samtakanna frá stofnun þeirra í nóvember árið 2006 þegar Samtök banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) sameinuðust Sambandi íslenskra tryggingafélaga (SÍT). Fram að stofnun SFF gegndi Guðjón starfi framkvæmdastjóra Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja.

Í frétt á vef samtakanna segir að Guðjón verði þeim innan handar fyrst um sinn en Jóna Björk Guðnadóttir, lögfræðingur SFF, muni sinna málefnavinnu SFF þangað til nýr framkvæmdastjóri verður ráðinn.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×