Innlent

Mesta virknin í Kötlu-hrinunni greindist í hádeginu: Litakóðanum breytt úr grænu í gult

Birgir Olgeirsson skrifar
Sigketill í Kötlu.
Sigketill í Kötlu. vísir/haraldur Guðjónsson
Vegna óvenju mikillar virkni í Kötlu í eldstöðinni hefur Veðurstofa Íslands ákveðið að breyta litakóða fyrir Kötlu úr grænu í gult.

Grænn litakóði þýðir að eldstöðin sé virk en engar vísbendingar um að gos sé væntanlegt. Gult þýðir að eldstöðin sýnir merki um virkni, umfram venjulegt ástand.

Á eftir gula kóðanum er appelsínugult en það er til merkis um að eldstöðin sýni aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi.

Rautt er merki um að eldgos sé yfirvofandi eða hafið.

Öflug jarðskjálftahrina stendur yfir í Kötlu sem hófst morguninn 29. september. Aukin virkni, sú mesta í hrinunni hófst nú í hádeginu klukkan 12:02 með nokkrum skjálftum sem voru allir af stæðr 3 eða stærri. Veðurstofan segir engan gosóróa sýnilegan á þessari stundu. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×