Húsnæðislán lífeyrissjóðanna hafa margfaldast milli ára Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. september 2016 10:00 Umsvif á fasteignamarkaði hafa aukist verulega að undanförnu. Það er talið skýra að hluta aukna eftirspurn eftir lífeyrissjóðslánum. Fréttablaðið/Andri Marínó Ný útlán lífeyrissjóðanna til heimila námu í heild 38,6 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samkvæmt hagtölum Seðlabanka Íslands. Ný útlán námu hins vegar einungis tæplega 5 milljörðum króna á sama tímabili í fyrra. Upphæðin áttfaldaðist því næstum milli ára. Fjöldi nýrra útlána var 523 á fyrri helmingi árs í fyrra en er núna 2.470. Gera má ráð fyrir að þarna sé fyrst og fremst um húsnæðislán að ræða. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR), segir eftirspurn eftir sjóðsfélagalánum hafa aukist mikið. „Það er bæði vegna þess að veðmörk hafa verið rýmkuð, en á sama tíma hafa verið hertar reglur um greiðslumöt og lánshæfismöt. Þannig að lífeyrissjóðirnir hafa ekki verið að taka aukna áhættu með þessum lánum,“ segir Haukur. Hann segir lífeyrissjóðina líka hafa verið að bjóða upp á lán með hagstæðari vöxtum heldur en aðrir á þessum markaði. „En að hluta til endurspeglar þetta líka bara aukin umsvif í þjóðfélaginu og aukin umsvif á fasteignamarkaði.“ ViðskiptaMogginn greindi frá því í gær að Samtök fjármálafyrirtækja hafa beint því til Alþingis að lífeyrissjóðum verði gert óheimilt að fjárfesta eignir sínar í beinum lánveitingum til einstaklinga og fyrirtækja. Þetta kemur fram í umsögn sem samtökin sendu efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í tengslum við frumvarp til breytinga á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Telja samtökin að æskilegra væri að fjármögnun lífeyrissjóða á lánsfé til heimila og fyrirtækja færi fram í gegnum fjárfestingar í markaðsskráðum fjármálagerningum á borð við sértryggð skuldabréf. Eðli málsins samkvæmt er skoðun Hauks algjörlega á skjön við skoðun Samtaka fjármálafyrirtækja. „Lífeyrissjóðir hafa í gegnum tíðina fjármagnað íbúðalán í einni eða annarri mynd,“ segir hann. Þetta hafi lífeyrissjóðirnir gert með því að fjármagna Íbúðalánasjóð, með beinum lánveitingum til sjóðsfélaga og með kaupum á skuldabréfum og núna sértryggðum skuldabréfum af bönkunum. „Ef lífeyrissjóðirnir geta boðið sjóðsfélögum að lána þetta milliliðalaust, að þá tel ég það vera eðlilega og hagkvæma leið bæði fyrir sjóðsfélaga og þjóðfélagið raunverulega. Þetta er fyrst og fremst spurning um það hvort lífeyrissjóðir eigi að vera milliliðir og lána öðrum peninga til að lána sjóðsfélögum eða eiga þeir að geta boðið sjóðsfélögum upp á lán milliliðalaust.“ Haukur bendir á að lífeyrissjóðir hafi lánað sjóðsfélögum um áratugi. Það hafi verið góður ávöxtunarkostur fyrir lífeyrissjóði og góður kostur fyrir sjóðsfélaga. „Þannig að ég skil nú ekki á hvaða forsendum ætti að banna þetta. Ég get ekki séð að hagsmunum almennings verði borgið með því.“ Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira
Ný útlán lífeyrissjóðanna til heimila námu í heild 38,6 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samkvæmt hagtölum Seðlabanka Íslands. Ný útlán námu hins vegar einungis tæplega 5 milljörðum króna á sama tímabili í fyrra. Upphæðin áttfaldaðist því næstum milli ára. Fjöldi nýrra útlána var 523 á fyrri helmingi árs í fyrra en er núna 2.470. Gera má ráð fyrir að þarna sé fyrst og fremst um húsnæðislán að ræða. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR), segir eftirspurn eftir sjóðsfélagalánum hafa aukist mikið. „Það er bæði vegna þess að veðmörk hafa verið rýmkuð, en á sama tíma hafa verið hertar reglur um greiðslumöt og lánshæfismöt. Þannig að lífeyrissjóðirnir hafa ekki verið að taka aukna áhættu með þessum lánum,“ segir Haukur. Hann segir lífeyrissjóðina líka hafa verið að bjóða upp á lán með hagstæðari vöxtum heldur en aðrir á þessum markaði. „En að hluta til endurspeglar þetta líka bara aukin umsvif í þjóðfélaginu og aukin umsvif á fasteignamarkaði.“ ViðskiptaMogginn greindi frá því í gær að Samtök fjármálafyrirtækja hafa beint því til Alþingis að lífeyrissjóðum verði gert óheimilt að fjárfesta eignir sínar í beinum lánveitingum til einstaklinga og fyrirtækja. Þetta kemur fram í umsögn sem samtökin sendu efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í tengslum við frumvarp til breytinga á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Telja samtökin að æskilegra væri að fjármögnun lífeyrissjóða á lánsfé til heimila og fyrirtækja færi fram í gegnum fjárfestingar í markaðsskráðum fjármálagerningum á borð við sértryggð skuldabréf. Eðli málsins samkvæmt er skoðun Hauks algjörlega á skjön við skoðun Samtaka fjármálafyrirtækja. „Lífeyrissjóðir hafa í gegnum tíðina fjármagnað íbúðalán í einni eða annarri mynd,“ segir hann. Þetta hafi lífeyrissjóðirnir gert með því að fjármagna Íbúðalánasjóð, með beinum lánveitingum til sjóðsfélaga og með kaupum á skuldabréfum og núna sértryggðum skuldabréfum af bönkunum. „Ef lífeyrissjóðirnir geta boðið sjóðsfélögum að lána þetta milliliðalaust, að þá tel ég það vera eðlilega og hagkvæma leið bæði fyrir sjóðsfélaga og þjóðfélagið raunverulega. Þetta er fyrst og fremst spurning um það hvort lífeyrissjóðir eigi að vera milliliðir og lána öðrum peninga til að lána sjóðsfélögum eða eiga þeir að geta boðið sjóðsfélögum upp á lán milliliðalaust.“ Haukur bendir á að lífeyrissjóðir hafi lánað sjóðsfélögum um áratugi. Það hafi verið góður ávöxtunarkostur fyrir lífeyrissjóði og góður kostur fyrir sjóðsfélaga. „Þannig að ég skil nú ekki á hvaða forsendum ætti að banna þetta. Ég get ekki séð að hagsmunum almennings verði borgið með því.“
Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira