Eric Clapton verður bara að fara eitthvað annað að veiða Jakob Bjarnar skrifar 30. september 2016 10:59 Eru laxveiðar ekki hvort sem er bara dægradvöl yfirstéttarinnar eða snýst málið um náttúruvernd? Eiríkur Örn telur laxeldi hið nýja flugvallarmál á Íslandi. Landsamband veiðifélaga hefur barist hatramlega gegn fyrirhuguðu laxeldi sem til stendur að stórauka, tífalda við Íslands strendur. Þar á bæ hafa menn lýst yfir þungum áhyggjum af yfirvofandi umhverfisslysi samfara fyrirætlunum um stóraukið laxeldi í sjókvíum hér við land.Regnbogi sem veiðst hefur í ám um allt land er ótvírætt viðvörunarljós, segir Jón Helgi Björnsson, formaður sambandsins. Hann hefur nú sent Gunnari Braga Sveinssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra bréf, þar sem þess er krafist að ráðuneytið hlutist til um að fram fari opinber rannsókn svo „leiða megi í ljós hvort þau atvik hafi átt sér stað er varðað geti ákvæði laga nr. 71/2008 um ábyrgð rekstraleyfishafa, sbr. 13. gr um veiðar fisks sem sleppur, 16. gr. um afturköllun rekstraleyfis,og þá einnig refsiákvæði 22. gr. hinna sömu laga,“ eins og segir í bréfinu.Jón Helgi hefur nú sent ráðherra bréf þar sem þess er krafist að fram fari opinber rannsókn á útbreiðslu regnboga og slysasleppingum úr sjókvíum.Þá telur Landssambandið einnig að sú staða sem nú er uppi gefi tilefni til að skoðað verði hvort eftirlit með starfsemi sjókvíaeldisfyrirtækja er með þeim hætti að fullnægt geti þeim kröfum sem lög og reglugerðir gera ráð fyrir. Hvort sem stangveiðimenn gera sér grein fyrir því eða ekki munu þeir ekki einungis þurfa að takast á við stjórnvöld sem oftar en ekki keyra umdeilanlegar ákvarðanir í gegn í nafni byggðastefnu. Þeir munu einnig þurfa að takast á við almenna afstöðu og jafnvel fordóma sem ríkjandi eru til stangveiðinnar.Dægradvöl yfirstéttarinnarÞannig ritar hið ísfirska skáld Eiríkur Örn Norðdahl á Facebooksíðu sína að honum sýnist sem laxeldi ætli að verða hið nýja flugvallarmál.Eric Clapton kemur reglulega til Íslands til að veiða lax. Þeir sem sjá atvinnutækifæri í laxeldi munu ekki gráta það þó hann láti af þeim heimsóknum sínum.„Er ekki búinn að kynna mér það, en instinktíft á ég rosa bágt með að fyllast tryllingi vegna þess að fínasta dægradvöl yfirstéttarinnar sé í voða. Einhvers staðar las ég um rannsókn sem átti að sýna að fólk (les: allir) myndi sér skoðun instinktíft og lesi sér síðan til til þess að undirbyggja þá skoðun (á meðan það telur sig vera að kynna sér málefnin til þess að mynda sér upplýsta afstöðu); altso að við séum miklu meiri skepnur í hugsun en við viljum kannast við, miklu lífrænni og ósjálfráðari. Kannski læt ég það eftir mér að kynna mér þetta ekkert frekar, því ef ég geri það er allt eins víst að ég komist hvort eð er að sömu niðurstöðu (altso, að Eric Clapton verði bara að fara eitthvað annað að veiða),“ segir Eiríkur Örn.Leyfi til laxeldis kostar ekkert á ÍslandiHryllingsfréttir berast frá Noregi þar sem heilu firðirnir hafa stórskaðast, eru „dauðir“, vegna laxeldis, villtir laxastofnar hafa blandast eldisfiski og eru ekki svipur hjá sjón. Þeir glata eiginleikum sínum. Auk þess bera eldisfiskar með sér allskyns smitsjúkdóma. Norðmenn eru nú að sporna við fótum og leyfi til laxeldis þar kostar nú sitt. Viðskiptablaðið fjallaði í vor um að norskir aðilar væru nú að fjárfesta í fiskeldi á Íslandi sem best þeir geta, og ekki að ófyrirsynju því leyfi til að hefja laxeldi kostaði um 200 milljónir í Noregi fyrir tveimur árum en kostar 300 þúsund hérlendis. Það er því eftir nokkru að slægjast. Norskir laxeldisspekúlantar þurfa ekki að leita langt yfir skammt, þeir sjá fyrir sér tækifæri hér á Íslandi hvar leyfi til laxeldis kostar nánast ekki neitt.Regnboginn meiri skaðvaldur en minkurinnOrri Vigfússon, formaður NASF (Verndarsjóður villtra laxastofna), sendi í gær frá sér tilkynningu sem gengur nú ljósum logum meðal veiðimanna á netinu. Orri segir að regnboginn geti reynst meiri skaðvaldur í íslenskri náttúru en minkurinn. Hann hefur safnað saman upplýsingum um hvar regnbogi hefur veiðst og fært þær inn á kort. Myndræn framsetning er sláandi en í yfirlýsingu Orra segir meðal annars:Mynd Orra hefur skotið mönnum skelk í bringu. Hún sýnir útbreiðslu regnboga, þá hvar slíkur fiskur hefur veiðst í íslenskum ám.„Hér eru hliðstæðar hættur og með innflutning og dreifingu á minkum á fjórða áratugum. Regnbogasilungur er sýnu verri, ef marka má reynslu annara þjóða. Þar hefur hann verið mikill smitberi á sýklum, sjúkdómsvaldandi efnum og óæskilegum sníkjudýrum, m.a. sjávarlús sem hvarvetna margfaldast í vistkerfinu. Sem betur fer er enn óvissa um það hvort regnboganum muni takast að að fjölga sér í náttúru Íslands vegna hrygningarmynsturs hans.“Þá hefur Vísir greint frá fullyrðingum Orra þess efnis að útlendingar séu að kaupa sig inn í laxeldi á Íslandi. Sem áður sagði fer Jón Helgi á Laxamýri fyrir Sambandi veiðifélaga. Hann segir þetta klárt mál, svart á hvítu með útbreiðslu regnbogans en það er fiskur sem auðvelt er að greina. Þó það megi heita áhyggjuefni í sjálfu sér eru það ekki síst fyrirætlanir um stóraukið laxeldi sem valda mönnum sem láta sig þetta skipta verulegum áhyggjum.Laxeldisævintýri eða laxeldismartröð Sumir tala um laxeldisævintýri en veiðimenn og náttúruverndarsinnar, þeir sem hafa látið sig málið varða, tala um laxeldismartröð.Er hægt að stöðva þetta? „Stjórnvöld geta auðvitað ákveðið að veita ekki fleiri leyfi. Í fyrra voru framleidd 2500 til 3000 tonn af laxi og regnboga. Nú áætla menn að framleiða 8000 tonn á þessu ári. Held 2500 af því sé regnbogi. En, það er rétt, það er í raun laxinn sem við höfum áhyggjur af,“ segir Jón Helgi í samtali við Vísi.Hér getur að líta regnboga sem veiddist í Lóni. Orri Vigfússon hefur nú gefið út yfirlýsingu sem vakið hefur mikla athygli en hann telur regnbogan meiri skaðvald en minkinn.Hann segir að þeir sem nú eru að framleiða regnboga hyggist hætta því og snúa sér að því að framleiða lax í staðinn. Og nánast megi ganga út frá því að slysasleppingar verði. Kví í Berufirði Austfjörðum opnaðist, hvar 120 þúsund regnbogar voru en ekki er vitað hversu mikið slapp. „Þetta eru óyggjandi vísbendingar um það sem koma skal. Búið er að gefa út leyfi fyrir 40 þúsund tonna framleiðslu. En, ef maður horfir á það sem búið er að leyfa og það sem menn eru búnir að sækja þá stefna menn að stefna að 180 þúsund tonna framleiðslu.“Hvar eru náttúruverndarsinnarnir?En, stangveiðimenn hafa ef til vill ekki áttað sig á því að þeir eru líka að takast á við viðhorf almennings sem oft mótast af nánast óskyldum atriðum og fordómum. Og á því grundvalla stjórnvöld svo ákvarðanir sínar. Eruð þið ekki að verja dægradvöl yfirstéttarinnar, fyrst og síðast, svo vísað sé í skrif Eiríks Arnar? „Við erum að verja villta laxa og silungastofna. Og burtséð frá nýtingu erum við að verja þessa náttúru, sem eru villtir laxa og silungastofnar og ég held að við höfum ekki leyfi til að eyða þeim. Stofnar sem hafa þróast í þúsundir ára og við getum ekki fórnað því á altari svona stóriðjustefnu,“ segir Jón Helgi. Og helst á honum að heyra að honum þyki náttúruverndarsinnar fljóta sofandi að feigðarósi í þessu máli.Viðhorf landsbyggðarfólks ráða förNokkur umræða um málið kviknaði á Facebook-síðu rithöfundarins Eiríks Arnar. Og hann útskýrir afstöðu sína betur í athugasemd.Eiríkur Örn hefur óvænt stillt sér upp sem fulltrúi landsbyggðarinnar; þeirra sem vilja verja fyrirætlanir um stóraukið laxeldi hér við Íslandsstrendur.jpv„Eina alþýðufólkið sem ég þekki sem stundar laxveiði eru gædar. En þetta er kannski eitthvað misjafnt eftir kreðsum og landshlutum. Alvaran í þessu skensi mínu er síðan sú, að vestfirðingar eru hreinlega í útrýmingarhættu, og svo virðist sem í hvert einasta sinn sem einhver fær gróðavænlega hugmynd, sé henni fundið allt til foráttu sunnan við heiðar. Og ég heyri það í kringum mig á fólki sem veit hvað það er að tala um – og sem meira er, fólki sem ég treysti – að margt af því sem þar sé sagt sé hreinasta bull.“ Þarna er að finna vísbendingu um afstöðu landbyggðarfólks og atkvæði þess vega tvöfalt þyngra en þeirra sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu; nokkuð sem ekki þarf að segja íslenskum stjórnmálamönnum tvisvar. Tengdar fréttir Regnbogi í ám um alla Vestfirði Landssamband veiðifélaga lýsir yfir þungum áhyggjum af hugsanlegu yfirvofandi umhverfisslysi. Stjórnvöld sögð fljóta sofandi að feigðarósi. 13. september 2016 11:35 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Landsamband veiðifélaga hefur barist hatramlega gegn fyrirhuguðu laxeldi sem til stendur að stórauka, tífalda við Íslands strendur. Þar á bæ hafa menn lýst yfir þungum áhyggjum af yfirvofandi umhverfisslysi samfara fyrirætlunum um stóraukið laxeldi í sjókvíum hér við land.Regnbogi sem veiðst hefur í ám um allt land er ótvírætt viðvörunarljós, segir Jón Helgi Björnsson, formaður sambandsins. Hann hefur nú sent Gunnari Braga Sveinssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra bréf, þar sem þess er krafist að ráðuneytið hlutist til um að fram fari opinber rannsókn svo „leiða megi í ljós hvort þau atvik hafi átt sér stað er varðað geti ákvæði laga nr. 71/2008 um ábyrgð rekstraleyfishafa, sbr. 13. gr um veiðar fisks sem sleppur, 16. gr. um afturköllun rekstraleyfis,og þá einnig refsiákvæði 22. gr. hinna sömu laga,“ eins og segir í bréfinu.Jón Helgi hefur nú sent ráðherra bréf þar sem þess er krafist að fram fari opinber rannsókn á útbreiðslu regnboga og slysasleppingum úr sjókvíum.Þá telur Landssambandið einnig að sú staða sem nú er uppi gefi tilefni til að skoðað verði hvort eftirlit með starfsemi sjókvíaeldisfyrirtækja er með þeim hætti að fullnægt geti þeim kröfum sem lög og reglugerðir gera ráð fyrir. Hvort sem stangveiðimenn gera sér grein fyrir því eða ekki munu þeir ekki einungis þurfa að takast á við stjórnvöld sem oftar en ekki keyra umdeilanlegar ákvarðanir í gegn í nafni byggðastefnu. Þeir munu einnig þurfa að takast á við almenna afstöðu og jafnvel fordóma sem ríkjandi eru til stangveiðinnar.Dægradvöl yfirstéttarinnarÞannig ritar hið ísfirska skáld Eiríkur Örn Norðdahl á Facebooksíðu sína að honum sýnist sem laxeldi ætli að verða hið nýja flugvallarmál.Eric Clapton kemur reglulega til Íslands til að veiða lax. Þeir sem sjá atvinnutækifæri í laxeldi munu ekki gráta það þó hann láti af þeim heimsóknum sínum.„Er ekki búinn að kynna mér það, en instinktíft á ég rosa bágt með að fyllast tryllingi vegna þess að fínasta dægradvöl yfirstéttarinnar sé í voða. Einhvers staðar las ég um rannsókn sem átti að sýna að fólk (les: allir) myndi sér skoðun instinktíft og lesi sér síðan til til þess að undirbyggja þá skoðun (á meðan það telur sig vera að kynna sér málefnin til þess að mynda sér upplýsta afstöðu); altso að við séum miklu meiri skepnur í hugsun en við viljum kannast við, miklu lífrænni og ósjálfráðari. Kannski læt ég það eftir mér að kynna mér þetta ekkert frekar, því ef ég geri það er allt eins víst að ég komist hvort eð er að sömu niðurstöðu (altso, að Eric Clapton verði bara að fara eitthvað annað að veiða),“ segir Eiríkur Örn.Leyfi til laxeldis kostar ekkert á ÍslandiHryllingsfréttir berast frá Noregi þar sem heilu firðirnir hafa stórskaðast, eru „dauðir“, vegna laxeldis, villtir laxastofnar hafa blandast eldisfiski og eru ekki svipur hjá sjón. Þeir glata eiginleikum sínum. Auk þess bera eldisfiskar með sér allskyns smitsjúkdóma. Norðmenn eru nú að sporna við fótum og leyfi til laxeldis þar kostar nú sitt. Viðskiptablaðið fjallaði í vor um að norskir aðilar væru nú að fjárfesta í fiskeldi á Íslandi sem best þeir geta, og ekki að ófyrirsynju því leyfi til að hefja laxeldi kostaði um 200 milljónir í Noregi fyrir tveimur árum en kostar 300 þúsund hérlendis. Það er því eftir nokkru að slægjast. Norskir laxeldisspekúlantar þurfa ekki að leita langt yfir skammt, þeir sjá fyrir sér tækifæri hér á Íslandi hvar leyfi til laxeldis kostar nánast ekki neitt.Regnboginn meiri skaðvaldur en minkurinnOrri Vigfússon, formaður NASF (Verndarsjóður villtra laxastofna), sendi í gær frá sér tilkynningu sem gengur nú ljósum logum meðal veiðimanna á netinu. Orri segir að regnboginn geti reynst meiri skaðvaldur í íslenskri náttúru en minkurinn. Hann hefur safnað saman upplýsingum um hvar regnbogi hefur veiðst og fært þær inn á kort. Myndræn framsetning er sláandi en í yfirlýsingu Orra segir meðal annars:Mynd Orra hefur skotið mönnum skelk í bringu. Hún sýnir útbreiðslu regnboga, þá hvar slíkur fiskur hefur veiðst í íslenskum ám.„Hér eru hliðstæðar hættur og með innflutning og dreifingu á minkum á fjórða áratugum. Regnbogasilungur er sýnu verri, ef marka má reynslu annara þjóða. Þar hefur hann verið mikill smitberi á sýklum, sjúkdómsvaldandi efnum og óæskilegum sníkjudýrum, m.a. sjávarlús sem hvarvetna margfaldast í vistkerfinu. Sem betur fer er enn óvissa um það hvort regnboganum muni takast að að fjölga sér í náttúru Íslands vegna hrygningarmynsturs hans.“Þá hefur Vísir greint frá fullyrðingum Orra þess efnis að útlendingar séu að kaupa sig inn í laxeldi á Íslandi. Sem áður sagði fer Jón Helgi á Laxamýri fyrir Sambandi veiðifélaga. Hann segir þetta klárt mál, svart á hvítu með útbreiðslu regnbogans en það er fiskur sem auðvelt er að greina. Þó það megi heita áhyggjuefni í sjálfu sér eru það ekki síst fyrirætlanir um stóraukið laxeldi sem valda mönnum sem láta sig þetta skipta verulegum áhyggjum.Laxeldisævintýri eða laxeldismartröð Sumir tala um laxeldisævintýri en veiðimenn og náttúruverndarsinnar, þeir sem hafa látið sig málið varða, tala um laxeldismartröð.Er hægt að stöðva þetta? „Stjórnvöld geta auðvitað ákveðið að veita ekki fleiri leyfi. Í fyrra voru framleidd 2500 til 3000 tonn af laxi og regnboga. Nú áætla menn að framleiða 8000 tonn á þessu ári. Held 2500 af því sé regnbogi. En, það er rétt, það er í raun laxinn sem við höfum áhyggjur af,“ segir Jón Helgi í samtali við Vísi.Hér getur að líta regnboga sem veiddist í Lóni. Orri Vigfússon hefur nú gefið út yfirlýsingu sem vakið hefur mikla athygli en hann telur regnbogan meiri skaðvald en minkinn.Hann segir að þeir sem nú eru að framleiða regnboga hyggist hætta því og snúa sér að því að framleiða lax í staðinn. Og nánast megi ganga út frá því að slysasleppingar verði. Kví í Berufirði Austfjörðum opnaðist, hvar 120 þúsund regnbogar voru en ekki er vitað hversu mikið slapp. „Þetta eru óyggjandi vísbendingar um það sem koma skal. Búið er að gefa út leyfi fyrir 40 þúsund tonna framleiðslu. En, ef maður horfir á það sem búið er að leyfa og það sem menn eru búnir að sækja þá stefna menn að stefna að 180 þúsund tonna framleiðslu.“Hvar eru náttúruverndarsinnarnir?En, stangveiðimenn hafa ef til vill ekki áttað sig á því að þeir eru líka að takast á við viðhorf almennings sem oft mótast af nánast óskyldum atriðum og fordómum. Og á því grundvalla stjórnvöld svo ákvarðanir sínar. Eruð þið ekki að verja dægradvöl yfirstéttarinnar, fyrst og síðast, svo vísað sé í skrif Eiríks Arnar? „Við erum að verja villta laxa og silungastofna. Og burtséð frá nýtingu erum við að verja þessa náttúru, sem eru villtir laxa og silungastofnar og ég held að við höfum ekki leyfi til að eyða þeim. Stofnar sem hafa þróast í þúsundir ára og við getum ekki fórnað því á altari svona stóriðjustefnu,“ segir Jón Helgi. Og helst á honum að heyra að honum þyki náttúruverndarsinnar fljóta sofandi að feigðarósi í þessu máli.Viðhorf landsbyggðarfólks ráða förNokkur umræða um málið kviknaði á Facebook-síðu rithöfundarins Eiríks Arnar. Og hann útskýrir afstöðu sína betur í athugasemd.Eiríkur Örn hefur óvænt stillt sér upp sem fulltrúi landsbyggðarinnar; þeirra sem vilja verja fyrirætlanir um stóraukið laxeldi hér við Íslandsstrendur.jpv„Eina alþýðufólkið sem ég þekki sem stundar laxveiði eru gædar. En þetta er kannski eitthvað misjafnt eftir kreðsum og landshlutum. Alvaran í þessu skensi mínu er síðan sú, að vestfirðingar eru hreinlega í útrýmingarhættu, og svo virðist sem í hvert einasta sinn sem einhver fær gróðavænlega hugmynd, sé henni fundið allt til foráttu sunnan við heiðar. Og ég heyri það í kringum mig á fólki sem veit hvað það er að tala um – og sem meira er, fólki sem ég treysti – að margt af því sem þar sé sagt sé hreinasta bull.“ Þarna er að finna vísbendingu um afstöðu landbyggðarfólks og atkvæði þess vega tvöfalt þyngra en þeirra sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu; nokkuð sem ekki þarf að segja íslenskum stjórnmálamönnum tvisvar.
Tengdar fréttir Regnbogi í ám um alla Vestfirði Landssamband veiðifélaga lýsir yfir þungum áhyggjum af hugsanlegu yfirvofandi umhverfisslysi. Stjórnvöld sögð fljóta sofandi að feigðarósi. 13. september 2016 11:35 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Regnbogi í ám um alla Vestfirði Landssamband veiðifélaga lýsir yfir þungum áhyggjum af hugsanlegu yfirvofandi umhverfisslysi. Stjórnvöld sögð fljóta sofandi að feigðarósi. 13. september 2016 11:35
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent