Finnar í viðræðum við eina aðra þjóð: „Fundurinn með Íslandi mjög áhugaverður“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. september 2016 09:00 Strákarnir okkar vilja spila í Helsinki. vísir/bára dröfn Finnska körfuboltasambandið er í viðræðum við eina aðra þjóð fyrir utan Ísland er varðar samstarf við Finnana á EM 2017 í körfubolta, en einn riðilinn verður spilaður í Helsinki. Mótið hefst 30. ágúst á næsta ári og verður Ísland þar á meðal þátttökuþjóða annað Evrópumótið í röð. Eins og Vísir hefur greint frá vill Körfuknattleikssamband Íslands að strákarnir okkar spili í Helsinki því það telur sig geta komið með 2.000-3.000 stuðningsmenn til Finnlands. Ekki síst vegna þess að 2. september, sama dag og Ísland spilar annan leik sinn í riðlinum, á íslenska karlalandsliðið í fótboltaleik gegn Finnum í undankeppni HM 2018 í Tampere sem er í tveggja klukkustunda fjarlægð frá Helsinki.KKÍ telur sig geta komið með 2-3 þúsund stuðningsmenn til Helsinki.vísir/bára dröfnLítur vel út Forsvarsmenn KKÍ funduðu með finnska körfuboltasambandinu á mánudaginn en eftir fundinn sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, við vísi að hann væri jákvæður fyrir góðri niðurstöðu og að hann telur Ísland vera kost númer eitt hjá Finnunum. „Ég má ekki segja of mikið en við erum í viðræðum og þetta lítur vel út. Við erum ekkert búnir að ákveða. Það eru aðrir kostir í stöðunni en fundurinn gekk mjög vel og var mjög áhugaverður,“ segir Ari Tammivaara, viðburðastjóri finnska körfuboltasambandsins, í samtali við Vísi í morgun. Hann er einn af þeim sem tekur endanlega ákvörðun en hún þarf að liggja fyrir 21. október. Tammivaara staðfestir við Vísi að Finnar eru aðeins í viðræðum við eina þjóð fyrir utan Ísland og eru möguleikar KKÍ því ágætir á að komast í samstarf við Finnana. Það getur skipt íslenska liðið miklu máli, ekki bara upp á stuðning heldur getur samstarfsaðili gestgjafa haft áhrif á ýmsa hluti er varðar skipulagningu mótsins.Finnar eru í viðræðum við eina aðra þjóð.vísir/bára dröfnKörfuboltafagnaður Tammivaara er sjálfur mjög hrifinn af því að fá Ísland til liðs við Finnland í Helsinki. Hugmynd KKÍ um svokallað „Fan Zone“ sem íslenska sambandinu fannst vanta í Berlín fyrir ári síðan er eitthvað sem honum líst vel á. „Ísland er með lista af hugmyndum sem eru margar góðar. Þeir vilja til dæmis byggja upp svona Fan Zone eins og við gerðum með Frökkunum í Lille í fyrra,“ segir Tammivaara. „Það væri alveg frábært því ég tel að finnskir og íslenskir stuðningsmenn gætu verið alveg frábærir saman og virkilega notið körfuboltahátíðarinnar, en ekki bara farið að sjá sín lið.“ „Hvorki Finnar né Íslendingar eru þekktir sem einhverjar bullur. Þetta yrði bara fallegur körfuboltafagnaður og því áhugaverður vinkill hjá íslenska sambandinu. Við viljum meira en bara samstarf, við viljum geta glaðst saman með þeim sem við verðum í samstarfi við,“ segir Ari Tammivaara. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ísland í neðsta styrkleikaflokki Ísland verður í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2017 í körfubolta 22. nóvember næstkomandi. 22. september 2016 14:06 Ísland kemur til greina sem félagi Finnlands á EM og spilar þá í Helsinki KKÍ fundar með finnska körfuboltasambandinu í næstu viku en mikilvægt er fyrir íslenska sambandið að ná samningum. 20. september 2016 14:02 Fundurinn í Finnlandi: Eina vandamálið er að fótboltinn og karfan spila sama dag Formaður Körfuknattleikssambands Íslands er bjartsýnn eftir fund með finnska sambandinu í Helsinki í dag. 27. september 2016 12:30 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira
Finnska körfuboltasambandið er í viðræðum við eina aðra þjóð fyrir utan Ísland er varðar samstarf við Finnana á EM 2017 í körfubolta, en einn riðilinn verður spilaður í Helsinki. Mótið hefst 30. ágúst á næsta ári og verður Ísland þar á meðal þátttökuþjóða annað Evrópumótið í röð. Eins og Vísir hefur greint frá vill Körfuknattleikssamband Íslands að strákarnir okkar spili í Helsinki því það telur sig geta komið með 2.000-3.000 stuðningsmenn til Finnlands. Ekki síst vegna þess að 2. september, sama dag og Ísland spilar annan leik sinn í riðlinum, á íslenska karlalandsliðið í fótboltaleik gegn Finnum í undankeppni HM 2018 í Tampere sem er í tveggja klukkustunda fjarlægð frá Helsinki.KKÍ telur sig geta komið með 2-3 þúsund stuðningsmenn til Helsinki.vísir/bára dröfnLítur vel út Forsvarsmenn KKÍ funduðu með finnska körfuboltasambandinu á mánudaginn en eftir fundinn sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, við vísi að hann væri jákvæður fyrir góðri niðurstöðu og að hann telur Ísland vera kost númer eitt hjá Finnunum. „Ég má ekki segja of mikið en við erum í viðræðum og þetta lítur vel út. Við erum ekkert búnir að ákveða. Það eru aðrir kostir í stöðunni en fundurinn gekk mjög vel og var mjög áhugaverður,“ segir Ari Tammivaara, viðburðastjóri finnska körfuboltasambandsins, í samtali við Vísi í morgun. Hann er einn af þeim sem tekur endanlega ákvörðun en hún þarf að liggja fyrir 21. október. Tammivaara staðfestir við Vísi að Finnar eru aðeins í viðræðum við eina þjóð fyrir utan Ísland og eru möguleikar KKÍ því ágætir á að komast í samstarf við Finnana. Það getur skipt íslenska liðið miklu máli, ekki bara upp á stuðning heldur getur samstarfsaðili gestgjafa haft áhrif á ýmsa hluti er varðar skipulagningu mótsins.Finnar eru í viðræðum við eina aðra þjóð.vísir/bára dröfnKörfuboltafagnaður Tammivaara er sjálfur mjög hrifinn af því að fá Ísland til liðs við Finnland í Helsinki. Hugmynd KKÍ um svokallað „Fan Zone“ sem íslenska sambandinu fannst vanta í Berlín fyrir ári síðan er eitthvað sem honum líst vel á. „Ísland er með lista af hugmyndum sem eru margar góðar. Þeir vilja til dæmis byggja upp svona Fan Zone eins og við gerðum með Frökkunum í Lille í fyrra,“ segir Tammivaara. „Það væri alveg frábært því ég tel að finnskir og íslenskir stuðningsmenn gætu verið alveg frábærir saman og virkilega notið körfuboltahátíðarinnar, en ekki bara farið að sjá sín lið.“ „Hvorki Finnar né Íslendingar eru þekktir sem einhverjar bullur. Þetta yrði bara fallegur körfuboltafagnaður og því áhugaverður vinkill hjá íslenska sambandinu. Við viljum meira en bara samstarf, við viljum geta glaðst saman með þeim sem við verðum í samstarfi við,“ segir Ari Tammivaara.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ísland í neðsta styrkleikaflokki Ísland verður í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2017 í körfubolta 22. nóvember næstkomandi. 22. september 2016 14:06 Ísland kemur til greina sem félagi Finnlands á EM og spilar þá í Helsinki KKÍ fundar með finnska körfuboltasambandinu í næstu viku en mikilvægt er fyrir íslenska sambandið að ná samningum. 20. september 2016 14:02 Fundurinn í Finnlandi: Eina vandamálið er að fótboltinn og karfan spila sama dag Formaður Körfuknattleikssambands Íslands er bjartsýnn eftir fund með finnska sambandinu í Helsinki í dag. 27. september 2016 12:30 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira
Ísland í neðsta styrkleikaflokki Ísland verður í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2017 í körfubolta 22. nóvember næstkomandi. 22. september 2016 14:06
Ísland kemur til greina sem félagi Finnlands á EM og spilar þá í Helsinki KKÍ fundar með finnska körfuboltasambandinu í næstu viku en mikilvægt er fyrir íslenska sambandið að ná samningum. 20. september 2016 14:02
Fundurinn í Finnlandi: Eina vandamálið er að fótboltinn og karfan spila sama dag Formaður Körfuknattleikssambands Íslands er bjartsýnn eftir fund með finnska sambandinu í Helsinki í dag. 27. september 2016 12:30