Ari: Förum til Króatíu til að sækja þrjú stig Kristinn Páll Teitsson á Laugardalsvelli skrifar 9. október 2016 22:16 Ari var öflugur í kvöld. Vísir/Getty „Við tökum fullt hús stiga í þessu landsleikjahléi en þetta var miklu heildsteyptari frammistaða í kvöld. Þeir skapa sér varla færi í kvöld fyrir utan einhver langskot,“ sagði Ari Freyr Skúlason, bakvörður íslenska liðsins, aðspurður út í spilamennsku liðsins eftir 2-0 sigur á Tyrkjum í kvöld. „Þetta var allt annað lið en við mættum í Tyrklandi fyrir ári síðan en við mættum bara með mun betra hugarfar til leiks í kvöld. Frá fyrstu sekúndu vorum við klárir á meðan þeir áttu í vandræðum með þetta skemmtilega íslenska veður.“Sjá einnig:Umfjöllun: Ísland - Tyrkland 2-0 | Strákarnir hver öðrum betri í sannfærandi sigri Ari hrósaði Theodóri Elmari Bjarnasyni sem kom inn fyrir fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson en Elmar átti stóran þátt í fyrsta marki Íslands í kvöld „Hann var hreint út sagt frábær í kvöld og Birkir sömuleiðis. Hann á allt hrós skilið eftir kvöldið eftir þessa frábæru innkomu. Hann vann og vann og vann, var öflugur sóknarlega sem og varnarlega,“ sagði Ari og bætti við: „Þetta sýndi að við erum ekki bara með ellefu leikmanna hóp. Það geta og vilja fleiri fá að spila og við erum með fullt af mönnum á bekknum sem eru að spila vel. Það eru allir klárir að koma inn í liðið.“ Ari tók undir að það hefði verið léttir að setja strax annað markið í andlitið á Tyrkjum eftir fyrsta markið. „Það var mjög stórt, það var mikilvægt að fá smá svigrúm en við gátum ekki slakað á klónni. Þeir voru 0-2 undir gegn Úkraínu og náðu að bjarga því. Við vorum staðráðnir í að hleypa þeim ekki aftur inn í leikinn og varnarleikurinn er það sem skóp sigurinn í dag.“ Næsti leikur Íslands er á kunnuglegum slóðum gegn Króatíu þar sem Ísland féll úr leik í undankeppni HM haustið 2013. „Við erum reynslunni ríkari og búnir að fullt af stórum leikjum en við mætum feyknasterku króatísku liði. Við vitum hvað þeir geta en við förum út til þess að taka þrjú stig.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Lars sendi Heimi sms strax eftir leik "Hann var búinn að senda mér sms þegar ég kveikti á símanum áðan,“ sagði Heimir brosandi. 9. október 2016 21:45 Myndasyrpa frá dásámlegum fyrri hálfleik í Laugardalnum Nú er nýhafinn seinni hálfleikur í leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018. 9. október 2016 19:54 Einkunnir Íslands gegn Tyrklandi: Kári bestur Ísland er komið með sjö stig í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir öruggan 2-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 9. október 2016 20:37 Umfjöllun og myndir: Ísland - Tyrkland 2-0 | Strákarnir hver öðrum betri í sannfærandi sigri Ísland vann frábæran sigur á Tyrkjum í undankeppni Heimsmeistaramótsins á Laugardalsvellinum í kvöld. Lokatölur urðu 2-0 og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik. 9. október 2016 20:30 Sjáðu mörkin úr frábærum sigri Íslands | Myndband Ísland er komið í góða stöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir 2-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 9. október 2016 21:14 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Sjá meira
„Við tökum fullt hús stiga í þessu landsleikjahléi en þetta var miklu heildsteyptari frammistaða í kvöld. Þeir skapa sér varla færi í kvöld fyrir utan einhver langskot,“ sagði Ari Freyr Skúlason, bakvörður íslenska liðsins, aðspurður út í spilamennsku liðsins eftir 2-0 sigur á Tyrkjum í kvöld. „Þetta var allt annað lið en við mættum í Tyrklandi fyrir ári síðan en við mættum bara með mun betra hugarfar til leiks í kvöld. Frá fyrstu sekúndu vorum við klárir á meðan þeir áttu í vandræðum með þetta skemmtilega íslenska veður.“Sjá einnig:Umfjöllun: Ísland - Tyrkland 2-0 | Strákarnir hver öðrum betri í sannfærandi sigri Ari hrósaði Theodóri Elmari Bjarnasyni sem kom inn fyrir fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson en Elmar átti stóran þátt í fyrsta marki Íslands í kvöld „Hann var hreint út sagt frábær í kvöld og Birkir sömuleiðis. Hann á allt hrós skilið eftir kvöldið eftir þessa frábæru innkomu. Hann vann og vann og vann, var öflugur sóknarlega sem og varnarlega,“ sagði Ari og bætti við: „Þetta sýndi að við erum ekki bara með ellefu leikmanna hóp. Það geta og vilja fleiri fá að spila og við erum með fullt af mönnum á bekknum sem eru að spila vel. Það eru allir klárir að koma inn í liðið.“ Ari tók undir að það hefði verið léttir að setja strax annað markið í andlitið á Tyrkjum eftir fyrsta markið. „Það var mjög stórt, það var mikilvægt að fá smá svigrúm en við gátum ekki slakað á klónni. Þeir voru 0-2 undir gegn Úkraínu og náðu að bjarga því. Við vorum staðráðnir í að hleypa þeim ekki aftur inn í leikinn og varnarleikurinn er það sem skóp sigurinn í dag.“ Næsti leikur Íslands er á kunnuglegum slóðum gegn Króatíu þar sem Ísland féll úr leik í undankeppni HM haustið 2013. „Við erum reynslunni ríkari og búnir að fullt af stórum leikjum en við mætum feyknasterku króatísku liði. Við vitum hvað þeir geta en við förum út til þess að taka þrjú stig.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Lars sendi Heimi sms strax eftir leik "Hann var búinn að senda mér sms þegar ég kveikti á símanum áðan,“ sagði Heimir brosandi. 9. október 2016 21:45 Myndasyrpa frá dásámlegum fyrri hálfleik í Laugardalnum Nú er nýhafinn seinni hálfleikur í leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018. 9. október 2016 19:54 Einkunnir Íslands gegn Tyrklandi: Kári bestur Ísland er komið með sjö stig í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir öruggan 2-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 9. október 2016 20:37 Umfjöllun og myndir: Ísland - Tyrkland 2-0 | Strákarnir hver öðrum betri í sannfærandi sigri Ísland vann frábæran sigur á Tyrkjum í undankeppni Heimsmeistaramótsins á Laugardalsvellinum í kvöld. Lokatölur urðu 2-0 og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik. 9. október 2016 20:30 Sjáðu mörkin úr frábærum sigri Íslands | Myndband Ísland er komið í góða stöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir 2-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 9. október 2016 21:14 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Sjá meira
Lars sendi Heimi sms strax eftir leik "Hann var búinn að senda mér sms þegar ég kveikti á símanum áðan,“ sagði Heimir brosandi. 9. október 2016 21:45
Myndasyrpa frá dásámlegum fyrri hálfleik í Laugardalnum Nú er nýhafinn seinni hálfleikur í leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018. 9. október 2016 19:54
Einkunnir Íslands gegn Tyrklandi: Kári bestur Ísland er komið með sjö stig í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir öruggan 2-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 9. október 2016 20:37
Umfjöllun og myndir: Ísland - Tyrkland 2-0 | Strákarnir hver öðrum betri í sannfærandi sigri Ísland vann frábæran sigur á Tyrkjum í undankeppni Heimsmeistaramótsins á Laugardalsvellinum í kvöld. Lokatölur urðu 2-0 og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik. 9. október 2016 20:30
Sjáðu mörkin úr frábærum sigri Íslands | Myndband Ísland er komið í góða stöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir 2-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 9. október 2016 21:14