Lífið

Disney World eins og draugabær

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Einhverjir létu óveðrið ekki stoppa sig og nýttu hverja mínútu í garðinum, áður en honum var lokað.
Einhverjir létu óveðrið ekki stoppa sig og nýttu hverja mínútu í garðinum, áður en honum var lokað. vísir/epa
Myndir af einum fjölsóttasta skemmtigarði heims, Disney World í Flórída í Bandaríkjunum, þar sem hann líkist einna helst draugabæ, hafa vakið mikla athygli. Garðinum var lokað vegna fellibylsins sem gekk yfir Flórída en það er í fjórða sinn í 45 ára sögu skemmtigarðsins sem honum er lokað.

Garðinum var lokað síðdegis á fimmtudag og sátu sumir hverjir eftir með sárt ennið, að því er Telegraph greinir frá. „Ég fæ aldrei frí, þannig að ég er svolítið leið,“ sagði ferðamaðurinn Amber Klinkel þegar hún kom að lokuðum dyrum.

„Það er ekki hægt að kenna þeim um fellibyl, en það er hægt að kenna þeim um að loka of snemma,“ sagði annar ferðamaður, Carlos Rodriguez.

Engar skemmdir urðu á skemmtigarðinum eftir óveðrið og var hann opnaður aftur í gærmorgun.

Myndirnar sem um ræðir má sjá hér fyrir neðan, en þær voru teknar rétt fyrir lokun.

5:30pm in the Magic Kingdom. #HurricaneMatthew #WaltDisneyWorld #iPhone7

A photo posted by Bryan Perri (@thebryanperri) on

5:30pm in the Magic Kingdom. #HurricaneMatthew #WaltDisneyWorld #iPhone7

A photo posted by Bryan Perri (@thebryanperri) on

Sorry Folks the park is closed. #wdw #waltdisneyworld

A photo posted by Joe Ludvigsen (@joeludvigsen) on

Spent my last day in Disney at Epcot and left before Hurricane Matthew hit! It's been a magical week!

A photo posted by Lauren (@organizing_with_lauren) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×