Noregskonungur fagnar fimmtíu ára olíuævintýri Kristján Már Unnarsson skrifar 9. október 2016 10:00 Haraldur Noregskonungur, í miðið, á olíu- og gasvinnslupallinum Troll A, ásamt forystumönnum norska olíuiðnaðarins. Mynd/Olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs. Haraldur Noregskonungur flaug með þyrlu út í Norðursjó á föstudag til að heimsækja Troll-borpallinn, stærsta olíu- og gasvinnslusvæði Norðmanna. Með í för voru olíumálaráðherrann, forstjóri Statoil og forystumenn samtaka norska olíu- og gasiðnaðarins. Tilefnið var að fagna því að fimmtíu ár eru liðin um þessar mundir frá því fyrsti borpallurinn boraði í landgrunn Noregs. Þótt fyrsta borholan reyndist þurr sumarið 1966 fannst nægilegur olíuvottur í þeirri næstu til að olíufyrirtækin fylltust bjartsýni. Þetta markaði upphaf norska olíuiðnaðarins og leitin fór á fullt. Það var þó ekki fyrr en á borholu númer 38, þremur árum síðar, sem leitin skilaði tilskildum árangri og Ekofisk-olíulindin fannst. Norska þjóðin fékk tíðindin um jólin 1969, sem sumir vilja fremur telja upphaf ævintýrisins. Hver olíulindin á fætur annarri fannst svo á áttunda og níunda áratugnum. Svo miklar urðu tekjurnar að norsk stjórnvöld sáu sig knúin til að tappa þeim út úr hagkerfinu og inn í sérstakan olíusjóð. Hann telur nú yfir 7.000 milljarða norskra króna, eða um 100 þúsund milljarða íslenskra króna. Sjóðnum er ætlað að tryggja að óbornar kynslóðir Norðmanna muni einnig njóta velferðar af olíunni eftir að olíulindirnar verða tæmdar.Haraldur konungur í flotgalla, nýlentur á borpallinum. Forstjóri Statoil, Eldar Sætre, er vinstra megin við konunginn en olíumálaráðherrann Tord Lien hægra megin.Mynd/Olíu- og orkumálaráðueyti Noregs.Það var ekki tilviljun að Haraldur konungur heimsótti Troll-svæðið. Hann opnaði það sjálfur árið 1995 en svæðið er arðbærasta tekjulind Noregs, skilar um 170 milljónum norskra, eða 2,4 milljörðum íslenskra króna, í tekjur hvern einasta dag. Og ekki sér fyrir endann á ævintýrinu. Vinnslusvæði eins og Troll er talið hafa 70 ára líftíma. Þá eru enn að finnast nýjar olíulindir og verið að skipuleggja meiri olíuleit. Þótt olíuverð sé ekki lengur í hæstu hæðum gera norsku fjárlögin ráð fyrir að olíu- og gasiðnaðurinn skili sem svarar 2.000 milljörðum íslenskra króna í skatt- og arðgreiðslur til ríkisins á næsta ári. „Olíuiðnaðurinn er mikilvægasti þátturinn í fjármögnun velferðarríkisins. Hann verður áfram stærsti og mikilvægasti atvinnuvegur okkar, bæði hvað varðar störf, tekjur og verðmætasköpun í fyrirsjáanlegri framtíð,” segir olíumálaráðherrann Tord Lien. Norsku sjónvarpsstöðvarnar sýndu frá heimsókn konungsins á borpallinn, hér má sjá frétt NRK og hér má sjá frétt TV-2. Tengdar fréttir Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30 Tökum þátt því við höfum trú á Jan Mayen-svæðinu Olíumálaráðherra Noregs, sem sagður er ætla að búa til íslenskt olíuævintýri, segir að rannsóknir á Jan Mayen-svæðinu verði mun erfiðari en á olíusvæðum Noregs. 13. nóvember 2014 20:15 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Haraldur Noregskonungur flaug með þyrlu út í Norðursjó á föstudag til að heimsækja Troll-borpallinn, stærsta olíu- og gasvinnslusvæði Norðmanna. Með í för voru olíumálaráðherrann, forstjóri Statoil og forystumenn samtaka norska olíu- og gasiðnaðarins. Tilefnið var að fagna því að fimmtíu ár eru liðin um þessar mundir frá því fyrsti borpallurinn boraði í landgrunn Noregs. Þótt fyrsta borholan reyndist þurr sumarið 1966 fannst nægilegur olíuvottur í þeirri næstu til að olíufyrirtækin fylltust bjartsýni. Þetta markaði upphaf norska olíuiðnaðarins og leitin fór á fullt. Það var þó ekki fyrr en á borholu númer 38, þremur árum síðar, sem leitin skilaði tilskildum árangri og Ekofisk-olíulindin fannst. Norska þjóðin fékk tíðindin um jólin 1969, sem sumir vilja fremur telja upphaf ævintýrisins. Hver olíulindin á fætur annarri fannst svo á áttunda og níunda áratugnum. Svo miklar urðu tekjurnar að norsk stjórnvöld sáu sig knúin til að tappa þeim út úr hagkerfinu og inn í sérstakan olíusjóð. Hann telur nú yfir 7.000 milljarða norskra króna, eða um 100 þúsund milljarða íslenskra króna. Sjóðnum er ætlað að tryggja að óbornar kynslóðir Norðmanna muni einnig njóta velferðar af olíunni eftir að olíulindirnar verða tæmdar.Haraldur konungur í flotgalla, nýlentur á borpallinum. Forstjóri Statoil, Eldar Sætre, er vinstra megin við konunginn en olíumálaráðherrann Tord Lien hægra megin.Mynd/Olíu- og orkumálaráðueyti Noregs.Það var ekki tilviljun að Haraldur konungur heimsótti Troll-svæðið. Hann opnaði það sjálfur árið 1995 en svæðið er arðbærasta tekjulind Noregs, skilar um 170 milljónum norskra, eða 2,4 milljörðum íslenskra króna, í tekjur hvern einasta dag. Og ekki sér fyrir endann á ævintýrinu. Vinnslusvæði eins og Troll er talið hafa 70 ára líftíma. Þá eru enn að finnast nýjar olíulindir og verið að skipuleggja meiri olíuleit. Þótt olíuverð sé ekki lengur í hæstu hæðum gera norsku fjárlögin ráð fyrir að olíu- og gasiðnaðurinn skili sem svarar 2.000 milljörðum íslenskra króna í skatt- og arðgreiðslur til ríkisins á næsta ári. „Olíuiðnaðurinn er mikilvægasti þátturinn í fjármögnun velferðarríkisins. Hann verður áfram stærsti og mikilvægasti atvinnuvegur okkar, bæði hvað varðar störf, tekjur og verðmætasköpun í fyrirsjáanlegri framtíð,” segir olíumálaráðherrann Tord Lien. Norsku sjónvarpsstöðvarnar sýndu frá heimsókn konungsins á borpallinn, hér má sjá frétt NRK og hér má sjá frétt TV-2.
Tengdar fréttir Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30 Tökum þátt því við höfum trú á Jan Mayen-svæðinu Olíumálaráðherra Noregs, sem sagður er ætla að búa til íslenskt olíuævintýri, segir að rannsóknir á Jan Mayen-svæðinu verði mun erfiðari en á olíusvæðum Noregs. 13. nóvember 2014 20:15 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30
Tökum þátt því við höfum trú á Jan Mayen-svæðinu Olíumálaráðherra Noregs, sem sagður er ætla að búa til íslenskt olíuævintýri, segir að rannsóknir á Jan Mayen-svæðinu verði mun erfiðari en á olíusvæðum Noregs. 13. nóvember 2014 20:15