Lífið

Myndbrot bendir til heljarinnar uppgjörs á Apaplánetunni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vesen í vændum hjá Sesari.
Vesen í vændum hjá Sesari. skjáskot
Rúmlega 2 ár eru liðin frá því að kvikmyndin Dawn of the Planet of the Apes leit dagsins ljós en hún fylgdi í kjölfar Rise of the Planet of the Apes sem kom út árið 2011. Nú hefur skotið upp kollinum kitla fyrir þriðju myndina í bálknum sem ber nafnið War for the Planet of the Apes.

Sem fyrr er prímatinn Sesar í aðalhlutverki og hann ber hitann og þungann af kitlunni sem sjá má hér að neðan.

Í þriðju mynd bálksins þurfa aparnir undir forystu Sesars að taka á honum stóra sínum gegn mannkyninu sem leitt er áfram af sjálfum Ofurstanum. Ef eitthvað er að marka kitluna má sterklega gera ráð fyrir því að heljarinnar uppgjör sé í vændum.

Andy Serkis fer áfram með hlutverk Sesars og meðal annarra leikara má nefna Woody Harrelson sem leikur Ofurstann, Steve Zahn og Judy Greer. Myndinni er leikstýrt af Matt Reeves sem er hvað þekktastur fyrir myndina Cloverfield. Kitluna má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×