Lögreglumenn segjast ekki geta tryggt öryggi líkt og staðan er nú Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. október 2016 14:05 Lögreglumenn á Norðurlandi vestra lýsa yfir áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. vísir/daníel Lögreglumenn á Norðurlandi vestra hafa lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. Mikill niðurskurður hafi leitt til þess að þeir geti ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Lögreglumenn í umdæminu funduðu vegna málsins í fyrradag. Pétur Björnsson, formaður Lögreglufélags Norðurlands vestra, segir að hvorki sé hægt að tryggja öryggi lögreglumanna né almennings líkt og staðan sé nú. Stundum sé einungis einn lögreglumaður á vakt í öllu umdæminu. „Það eru greinilega ekki miklir peningar í spilinu þannig að ef það eru frí eða veikindi hjá mönnum þá er ekkert kallað inn menn í staðinn. Það er stundum bara einn á vakt, annað hvort á Blönduósi eða Sauðárkróki fyrir allt umdæmi. Þú tryggir ekkert öryggi í þannig stöðu,“ segir Pétur í samtali við Vísi. Pétur segir að lögreglumenn eigi erfitt með að bregðast við innan eðlilegs útkallstíma. Það hafi ítrekað gerst að lögreglumenn séu einir á öllu löggæslusvæðinu og hafi ekki aðra lögreglumenn til að leita til. Pétur segir þetta óviðunandi en að fjárhagsstaða embættisins geri það að verkum að ekki sé hægt að kalla fleiri til. „Sem dæmi eru núna fram undan námskeið hjá lögreglumönnum sem haldin eru í Reykjavík. Vegna fjárhagsstöðu embættisins eru menn settir á námskeiðið á þeim tíma sem þeir eiga að vera að vinna svo embættið þurfi ekki að borga yfirvinnu. Þar af leiðandi er látið vanta á vaktirnar,” segir Pétur, en lögreglumenn á Norðurlandi vestra hafa farið fram á að íbúum verði kynnt hvernig staðan er. Í ágúst síðastliðnum fór bíll í höfnina á Hvammstanga, með þeim afleiðingum að hálfsextugur maður lést. Lögreglumenn voru þá tvær klukkustundir á staðinn. Tengdar fréttir Tók lögreglumenn tvo tíma að komast til drukknandi manns Byggðaráð Húnaþings er afar ósátt við að lögregla hafi verið tvær klukkustundir á staðinn er maður drukknaði í bíl í höfninni á Hvammstanga. Lögreglan var á skotæfingu nærri Sauðárkróki. Húnvetningar áfellast ekki lögreglum 2. september 2016 07:00 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
Lögreglumenn á Norðurlandi vestra hafa lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. Mikill niðurskurður hafi leitt til þess að þeir geti ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Lögreglumenn í umdæminu funduðu vegna málsins í fyrradag. Pétur Björnsson, formaður Lögreglufélags Norðurlands vestra, segir að hvorki sé hægt að tryggja öryggi lögreglumanna né almennings líkt og staðan sé nú. Stundum sé einungis einn lögreglumaður á vakt í öllu umdæminu. „Það eru greinilega ekki miklir peningar í spilinu þannig að ef það eru frí eða veikindi hjá mönnum þá er ekkert kallað inn menn í staðinn. Það er stundum bara einn á vakt, annað hvort á Blönduósi eða Sauðárkróki fyrir allt umdæmi. Þú tryggir ekkert öryggi í þannig stöðu,“ segir Pétur í samtali við Vísi. Pétur segir að lögreglumenn eigi erfitt með að bregðast við innan eðlilegs útkallstíma. Það hafi ítrekað gerst að lögreglumenn séu einir á öllu löggæslusvæðinu og hafi ekki aðra lögreglumenn til að leita til. Pétur segir þetta óviðunandi en að fjárhagsstaða embættisins geri það að verkum að ekki sé hægt að kalla fleiri til. „Sem dæmi eru núna fram undan námskeið hjá lögreglumönnum sem haldin eru í Reykjavík. Vegna fjárhagsstöðu embættisins eru menn settir á námskeiðið á þeim tíma sem þeir eiga að vera að vinna svo embættið þurfi ekki að borga yfirvinnu. Þar af leiðandi er látið vanta á vaktirnar,” segir Pétur, en lögreglumenn á Norðurlandi vestra hafa farið fram á að íbúum verði kynnt hvernig staðan er. Í ágúst síðastliðnum fór bíll í höfnina á Hvammstanga, með þeim afleiðingum að hálfsextugur maður lést. Lögreglumenn voru þá tvær klukkustundir á staðinn.
Tengdar fréttir Tók lögreglumenn tvo tíma að komast til drukknandi manns Byggðaráð Húnaþings er afar ósátt við að lögregla hafi verið tvær klukkustundir á staðinn er maður drukknaði í bíl í höfninni á Hvammstanga. Lögreglan var á skotæfingu nærri Sauðárkróki. Húnvetningar áfellast ekki lögreglum 2. september 2016 07:00 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
Tók lögreglumenn tvo tíma að komast til drukknandi manns Byggðaráð Húnaþings er afar ósátt við að lögregla hafi verið tvær klukkustundir á staðinn er maður drukknaði í bíl í höfninni á Hvammstanga. Lögreglan var á skotæfingu nærri Sauðárkróki. Húnvetningar áfellast ekki lögreglum 2. september 2016 07:00