Endurkomustrákarnir okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2016 08:00 Sigurmarkið ótrúlega gegn Finnlandi sem menn munu aldrei verða sammála um hvort hafi átt að standa eða ekki. vísir/getty Endurkomur íslenska fótboltalandsliðsins undanfarin ár hafa átt mikinn þátt í ævintýri strákanna okkar, ævintýri sem virðist engan enda ætla að taka. Nýjasti kaflinn var skrifaður í Laugardalnum í fyrrakvöld. Allt stefndi í það þetta væri einn af þessum „stöngin út“ dögum. Víti Gylfa Þórs Sigurðssonar skall í slánni og hann átti einnig frábært langskot í stöngina. Pressan var mikil en þegar klukkan var að detta í 90 mínútur var vonin farin að veikjast hjá stuðningsmönnum íslenska liðsins. Strákarnir hættu hins vegar aldrei og tókst að tryggja sér þrjú stig með tveimur mörkum í lokin. Seinna markið hefur líklega þegar tryggt sér titilinn umdeildasta mark íslenska landsliðsins en það breytti ekki því að sigur náðist í hús þrátt fyrir að útlitið væri ekki bjart rétt fyrir leikslok. Þetta var sjöunda endurkoma strákanna okkar á síðustu árum og Fréttablaðið ætlar að skoða þær aðeins betur. Það eru liðin rúm þrjú ár frá því að Gylfi Þór Sigurðsson gerði út um Slóvena úti í Slóveníu með því að skora tvö mörk í seinni hálfleiknum. Nokkrum mánuðum seinna náðu strákarnir stigi úr vonlausri stöðu í Sviss og unnu svo endurkomusigur á Albönum aðeins fjórum dögum síðar. Það hefur heldur enginn gleymt viðbrögðum landsliðsins við að fá á sig mark í toppslag á móti Tékkum í undankeppni EM eða þá hvernig íslenska liðið brást við því að lenda undir í upphafi leiks á móti Englendingum í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi. Það má einnig nefna það að íslenska liðið náði í jafntefli út úr leik á móti Portúgölum á EM þrátt fyrir að lenda undir á móti verðandi Evrópumeisturum í fyrsta leik karlalandsliðsins á stórmóti. Portúgalar höfðu allt til alls til að keyra yfir nýliðina en enn á ný sýndu strákarnir okkar úr hverju þeir eru gerðir. Dramatíkin hefur þá aldrei verið eins mikil og í Laugardalnum á fimmtudagskvöldið enda endalok leiksins þess eðlis að það verður eflaust talað um sigurmarkið aftur og aftur um ókomin ár.Kraftaverkið í Bern.vísir/valli22. mars 2013Ljubljana í Slóveníu2-1 sigur á Slóveníu Slóvenar komust í 1-0 á 34. mínútu og þannig var staðan þar til að tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Gylfi Þór Sigurðsson jafnaði þá með stórkostlegu skoti úr aukaspyrnu af 25 metra færi en hann var ekki hættur. Gylfi skoraði sigurmarkið tólf mínútum fyrir leikslok eftir undirbúning varamannsins Eiðs Smára Guðjohnsen.6. september 2013Bern í Sviss4-4 jafntefli við Sviss Ísland komst í 1-0 með marki Jóhanns Bergs Guðmundssonar eftir aðeins þriggja mínútna leik en Svisslendingar svöruðu með fjórum mörkum og voru 4-1 yfir þegar aðeins 36 mínútur voru eftir. Kolbeinn Sigþórsson minnkaði muninn strax í 4-2 og Jóhann Berg skoraði síðan tvö mörk en með því kórónaði hann bæði þrennu sína og tryggði íslenska liðinu stig.10. september 2013Laugardalsvöllur2-1 sigur á Albaníu Íslenska landsliðið lenti 1-0 undir eftir níu mínútna leik en Birkir Bjarnason jafnaði metin aðeins fimm mínútum síðar. Kolbeinn Sigþórsson tryggði íslenska liðinu síðan sigur með laglegri hælspyrnu í upphafi seinni hálfleiks. Bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson lagði upp bæði mörk íslenska liðsins í leiknum.Kolbeinn skorar sigurmarkið gegn Tékkum.vísir/ernir12. júní 2015Laugardalsvöllur2-1 sigur á Tékklandi Tékkar komust yfir á 55. mínútu en í stað þess að leggja árar í bát þá svöruðu íslensku strákarnir með frábærum kafla. Fyrst jafnaði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson metin með laglegum skalla eftir sendingu Ara Freys Skúlasonar og svo skoraði Kolbeinn Sigþórsson sigurmarkið. Kolbeinn stal þá boltanum af varnarmönnum Tékka og lék á markvörðinn Petr Cech áður en hann skoraði.14. júní 2016Saint-Étienne1-1 jafntefli við Portúgal Nani kom Portúgölum í 1-0 á 31. mínútu og Cristiano Ronaldo fékk nóg af færum til að bæta við mörkum. Birkir Bjarnason jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks eftir frábæra sendingu frá Jóhanni Berg Guðmundssyni og markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson sá síðan um að Portúgölum tókst ekki að bæta við mörkum þrátt fyrir mikla pressu.Aron Einar fagnar eftir sigurinn á Englandi.vísir/vilhelm27. júní 2016Nice í Frakklandi2-1 sigur á Englandi Íslenska liðið varð fyrir áfalli eftir aðeins fjórar mínútur þegar Englendingar fengu vítaspyrnu og Wayne Rooney kom þeim í 1-0. Margir óttuðust stórtap eftir þessa martraðarbyrjun en strákarnir stuðuðust ekki heldur svöruðu með tveimur mörkum á næstu fjórtán mínútum. Fyrst skoraði Ragnar Sigurðsson eftir skalla Kára Árnasonar og langt innkast Arons Einars Gunnarssonar. Kolbeinn Sigþórsson skoraði síðan sigurmarkið eftir frábæra sókn þar sem níu leikmenn íslenska liðsins komu við boltann. Ísland var komið í átta liða úrslit.6. október 2016Laugardalsvöllur3-2 sigur á Finnlandi Íslenska liðið lenti tvisvar undir í fyrsta heimaleik sínum í undankeppni HM 2018 og var 2-1 undir þegar leiktíminn var að detta í 90 mínútur. Kári Árnason hafði jafnað metin með skallamarki eftir sendingu Jóhanns Bergs Guðmundssonar í fyrri hálfleik en Alfreð Finnbogason jafnaði í 2-2 á lokamínútunni eftir sendingu Gylfa Þórs Sigurðssonar. Ragnar Sigurðsson skoraði síðan sigurmarkið eftir skallasendingu Kára Árnasonar þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Ótrúlegur endir. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Sjá meira
Endurkomur íslenska fótboltalandsliðsins undanfarin ár hafa átt mikinn þátt í ævintýri strákanna okkar, ævintýri sem virðist engan enda ætla að taka. Nýjasti kaflinn var skrifaður í Laugardalnum í fyrrakvöld. Allt stefndi í það þetta væri einn af þessum „stöngin út“ dögum. Víti Gylfa Þórs Sigurðssonar skall í slánni og hann átti einnig frábært langskot í stöngina. Pressan var mikil en þegar klukkan var að detta í 90 mínútur var vonin farin að veikjast hjá stuðningsmönnum íslenska liðsins. Strákarnir hættu hins vegar aldrei og tókst að tryggja sér þrjú stig með tveimur mörkum í lokin. Seinna markið hefur líklega þegar tryggt sér titilinn umdeildasta mark íslenska landsliðsins en það breytti ekki því að sigur náðist í hús þrátt fyrir að útlitið væri ekki bjart rétt fyrir leikslok. Þetta var sjöunda endurkoma strákanna okkar á síðustu árum og Fréttablaðið ætlar að skoða þær aðeins betur. Það eru liðin rúm þrjú ár frá því að Gylfi Þór Sigurðsson gerði út um Slóvena úti í Slóveníu með því að skora tvö mörk í seinni hálfleiknum. Nokkrum mánuðum seinna náðu strákarnir stigi úr vonlausri stöðu í Sviss og unnu svo endurkomusigur á Albönum aðeins fjórum dögum síðar. Það hefur heldur enginn gleymt viðbrögðum landsliðsins við að fá á sig mark í toppslag á móti Tékkum í undankeppni EM eða þá hvernig íslenska liðið brást við því að lenda undir í upphafi leiks á móti Englendingum í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi. Það má einnig nefna það að íslenska liðið náði í jafntefli út úr leik á móti Portúgölum á EM þrátt fyrir að lenda undir á móti verðandi Evrópumeisturum í fyrsta leik karlalandsliðsins á stórmóti. Portúgalar höfðu allt til alls til að keyra yfir nýliðina en enn á ný sýndu strákarnir okkar úr hverju þeir eru gerðir. Dramatíkin hefur þá aldrei verið eins mikil og í Laugardalnum á fimmtudagskvöldið enda endalok leiksins þess eðlis að það verður eflaust talað um sigurmarkið aftur og aftur um ókomin ár.Kraftaverkið í Bern.vísir/valli22. mars 2013Ljubljana í Slóveníu2-1 sigur á Slóveníu Slóvenar komust í 1-0 á 34. mínútu og þannig var staðan þar til að tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Gylfi Þór Sigurðsson jafnaði þá með stórkostlegu skoti úr aukaspyrnu af 25 metra færi en hann var ekki hættur. Gylfi skoraði sigurmarkið tólf mínútum fyrir leikslok eftir undirbúning varamannsins Eiðs Smára Guðjohnsen.6. september 2013Bern í Sviss4-4 jafntefli við Sviss Ísland komst í 1-0 með marki Jóhanns Bergs Guðmundssonar eftir aðeins þriggja mínútna leik en Svisslendingar svöruðu með fjórum mörkum og voru 4-1 yfir þegar aðeins 36 mínútur voru eftir. Kolbeinn Sigþórsson minnkaði muninn strax í 4-2 og Jóhann Berg skoraði síðan tvö mörk en með því kórónaði hann bæði þrennu sína og tryggði íslenska liðinu stig.10. september 2013Laugardalsvöllur2-1 sigur á Albaníu Íslenska landsliðið lenti 1-0 undir eftir níu mínútna leik en Birkir Bjarnason jafnaði metin aðeins fimm mínútum síðar. Kolbeinn Sigþórsson tryggði íslenska liðinu síðan sigur með laglegri hælspyrnu í upphafi seinni hálfleiks. Bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson lagði upp bæði mörk íslenska liðsins í leiknum.Kolbeinn skorar sigurmarkið gegn Tékkum.vísir/ernir12. júní 2015Laugardalsvöllur2-1 sigur á Tékklandi Tékkar komust yfir á 55. mínútu en í stað þess að leggja árar í bát þá svöruðu íslensku strákarnir með frábærum kafla. Fyrst jafnaði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson metin með laglegum skalla eftir sendingu Ara Freys Skúlasonar og svo skoraði Kolbeinn Sigþórsson sigurmarkið. Kolbeinn stal þá boltanum af varnarmönnum Tékka og lék á markvörðinn Petr Cech áður en hann skoraði.14. júní 2016Saint-Étienne1-1 jafntefli við Portúgal Nani kom Portúgölum í 1-0 á 31. mínútu og Cristiano Ronaldo fékk nóg af færum til að bæta við mörkum. Birkir Bjarnason jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks eftir frábæra sendingu frá Jóhanni Berg Guðmundssyni og markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson sá síðan um að Portúgölum tókst ekki að bæta við mörkum þrátt fyrir mikla pressu.Aron Einar fagnar eftir sigurinn á Englandi.vísir/vilhelm27. júní 2016Nice í Frakklandi2-1 sigur á Englandi Íslenska liðið varð fyrir áfalli eftir aðeins fjórar mínútur þegar Englendingar fengu vítaspyrnu og Wayne Rooney kom þeim í 1-0. Margir óttuðust stórtap eftir þessa martraðarbyrjun en strákarnir stuðuðust ekki heldur svöruðu með tveimur mörkum á næstu fjórtán mínútum. Fyrst skoraði Ragnar Sigurðsson eftir skalla Kára Árnasonar og langt innkast Arons Einars Gunnarssonar. Kolbeinn Sigþórsson skoraði síðan sigurmarkið eftir frábæra sókn þar sem níu leikmenn íslenska liðsins komu við boltann. Ísland var komið í átta liða úrslit.6. október 2016Laugardalsvöllur3-2 sigur á Finnlandi Íslenska liðið lenti tvisvar undir í fyrsta heimaleik sínum í undankeppni HM 2018 og var 2-1 undir þegar leiktíminn var að detta í 90 mínútur. Kári Árnason hafði jafnað metin með skallamarki eftir sendingu Jóhanns Bergs Guðmundssonar í fyrri hálfleik en Alfreð Finnbogason jafnaði í 2-2 á lokamínútunni eftir sendingu Gylfa Þórs Sigurðssonar. Ragnar Sigurðsson skoraði síðan sigurmarkið eftir skallasendingu Kára Árnasonar þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Ótrúlegur endir.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Sjá meira