Lífið

Utanríkisráðherra Finna andvaka eftir leikinn

Birgir Olgeirsson skrifar
Utanríkisráðherra Finnlands, Timo Soini, var ekki sáttur með úrslit gærkvöldsins.
Utanríkisráðherra Finnlands, Timo Soini, var ekki sáttur með úrslit gærkvöldsins. Vísir/Anton Brink/EPA
Það er ljóst að leikur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn því finnska í undankeppni Heimsmeistaramótsins á Laugardalsvelli í gærkvöldi tók mjög á utanríkisráðherra Finnlands, Timo Soini.

Íslendingar tryggðu sér 3-2 sigur með umdeildu marki á lokasekúndum leiksins sem þjálfari Finna lýsti sem hneyksli. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, sagði frá því að utanríkisráðherra Finna hefði rokið úr stúkunni án þess að kveðja þegar Íslendingar skoruðu sitt þriðja mark.

„Fann meira segja aðeins til með honum, svona eftir á, því líklega öskraði ég helst til hátt þarna fyrir aftan hann. Vona að hann slíti ekki stjórnmálasambandi landanna því Finnar eru frábær þjóð,“ sagði Dagur á Facebook

 

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er staddur á Hringborði norðurslóða, eða Artic Circle, í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í dag ásamt utanríkisráðherra Finna. Karl segir Timo Soini hafa lýst því í ræðu sinni á ráðstefnunni að hann hefði þjáðst af svefnleysi eftir leikinn á Laugardalsvelli. Sagðist hann aðeins hafa sofið í þrjá klukkutíma í nótt, eða klukkutíma fyrir hvert mark, en á honum var að skilja að stjórnmálasambandi þjóðanna yrði ekki slitið að sinni vegna leiksins í gær. 


Tengdar fréttir

Rikki G missti sig er Ísland skoraði sigurmarkið

Íþróttalýsandi Stöðvar 2 Sport Ríkharð Óskar Guðnason drekkur líklega te í dag þar sem hann svo gott sem kláraði röddina er Ísland skoraði sigurmarkið gegn Finnlandi í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×