Eyrún Ósk hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2016 17:56 Eyrún Ósk Jónsdóttir ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í dag. mynd/reykjavíkurborg Eyrún Ósk Jónsdóttir hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir árið 2016 fyrir ljóðahandritið Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti henni verðlaunin í dag sem nema 700 þúsund krónum. Fyrstu eintökin af bókinni komu um leið úr prentun í útgáfu Bjarts. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að Eyrún eigi að baki feril sem rithöfundur, leikstjóri og leikari en hún hefur skrifað fjölda leikrita sem hafa verið sett upp í leikhúsum hérlendis og erlendis auk þess sem hún hefur tvö kvikmyndahandrit. Þá hefur Eyrún jafnframt sent frá sér þrjár skáldsögur og tvær ljóðabækur. Alls bárust 52 óbirt ljóðahandrit undir dulnefni í keppnina en dómnefndina skipuðu Úlfhildur Dagsdóttir formaður, Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir og Bjarni Bjarnason. „Verðlaunabókin fæst að sögn dómnefndar við heim hinna óskrifuðu reglna. Að baki bókinni liggja spurningar eins og; hverjar eru hinar óskráðu reglur, hver setti þær, hvernig eru þær hugsaðar, hvaða refsing liggur við að brjóta þær og hve mikið er að marka þær? Dómnefndin var einhuga um að ljóðin töluðu með ferskum hætti inn í hversdagleika okkar Íslendinga og opnuðu augu okkar með ljóðrænum, hugvitsamlegum og frumlegum hætti fyrir dularfullum mörkum einkalífs og opinbers lífs og væru því afar vel að Bókmenntaverðlaunum Tómasar Guðmundssonar komin,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Eyrún Ósk Jónsdóttir hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir árið 2016 fyrir ljóðahandritið Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti henni verðlaunin í dag sem nema 700 þúsund krónum. Fyrstu eintökin af bókinni komu um leið úr prentun í útgáfu Bjarts. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að Eyrún eigi að baki feril sem rithöfundur, leikstjóri og leikari en hún hefur skrifað fjölda leikrita sem hafa verið sett upp í leikhúsum hérlendis og erlendis auk þess sem hún hefur tvö kvikmyndahandrit. Þá hefur Eyrún jafnframt sent frá sér þrjár skáldsögur og tvær ljóðabækur. Alls bárust 52 óbirt ljóðahandrit undir dulnefni í keppnina en dómnefndina skipuðu Úlfhildur Dagsdóttir formaður, Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir og Bjarni Bjarnason. „Verðlaunabókin fæst að sögn dómnefndar við heim hinna óskrifuðu reglna. Að baki bókinni liggja spurningar eins og; hverjar eru hinar óskráðu reglur, hver setti þær, hvernig eru þær hugsaðar, hvaða refsing liggur við að brjóta þær og hve mikið er að marka þær? Dómnefndin var einhuga um að ljóðin töluðu með ferskum hætti inn í hversdagleika okkar Íslendinga og opnuðu augu okkar með ljóðrænum, hugvitsamlegum og frumlegum hætti fyrir dularfullum mörkum einkalífs og opinbers lífs og væru því afar vel að Bókmenntaverðlaunum Tómasar Guðmundssonar komin,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar.
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp