Lífið

Októberspá Siggu Kling – Steingeit: Ef þú skoðar vel þá ertu með eindæmum heppin persóna

Elsku hjartans Steingeitin mín. Þú hefur svoldið átt það til að lifa í fortíðinni, þá heldur sú tíðni áfram og þú færð ekki þessar breytingar sem þú vilt. Þú vilt alls ekki vera bara fiskur í litlum polli. Þú þarft að hugsa stærra, því möguleikarnir eru margir, þú þarft bara að velja. Það mun enginn abbast upp á þig, því þú ert sterkur persónuleiki og ákveðin með allt sem þér dettur í hug.

Þú þarft að læra að segja fyrirgefðu þótt þér finnist þú ekki hafa gert mistök. Það mun hjálpa þér mikið. Tíminn vinnur með þér hægt og bítandi og þú þarft ekki að segja öðrum í kringum þig að þú vitir best. Það er nóg að þú vitir það. Ástin er ómissandi kraftur í lífi þínu, þú hefur sérstakan hæfileika til að sjá hver hentar þér. Farðu eftir fyrstu hugsun, því hún er alltaf rétt.

Ef þú skoðar vel þá ertu með eindæmum heppin persóna og ert yfirleitt á réttum stað á réttum tíma. Þér finnst margbreytileiki lífsins dásamlegur og nýtur þín í einföldum hlutum. Þú hefur aðdráttarafl á við sólina en nennir ekki alltaf að skína jafn skært og þú getur. Það skiptir öllu máli að þú vitir hverju þú nennir, þá fara hlutirnir að breytast. Þú átt eftir að hlusta miklu betur á þína innri rödd og hún mun svo sannarlega vísa þér á þá leið sem þú vilt fara.

Þú hefur verið að hugsa að þú hafir svo margt mikilvægt fram að færa og það er alveg á hreinu að þar hefurðu rétt fyrir þér. Nóvember byrjar að gefa þér betri sýn yfir hlutina í kringum þig og þá finnurðu að þú ert sáttur í eigin skinni. Það eina sem getur truflað og stoppað kraftinn í kringum þig er ef þú lokar þig af. Það er neikvæðasta tenging við framtíð þína sem þú getur nokkurn tíma haft.

Þú þarft að vera opnari fyrir því að láta engan hræða þig, það er til fólk sem vill stöðva þig og vill eiga þig. Þú færð verkefni upp í hendurnar, kannski fleiri en eitt sem þér líst kannski ekki vel á. Hættu að vera svona þrjósk, elskan mín, og segðu já og prófaðu nýtt, það er lykillinn að farsældinni sem er að hefjast hjá þér.

Knús og klapp, Sigga Kling

Sigga býður upp á þjónustunámskeið fyrir fyrirtæki af öllum t0ga: Hópefli – hressingarfyrirlestur sem getur verið hentugur í hádegishlé eða í byrjun vinnudags. Einnig tekur hún að sér hópa sem vilja eiga jákvæða og gleðilega kvöldstund. Þeir sem hafa áhuga gefa haft samband við Siggu með því að senda tölvupóst á siggakling@gmail.com 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.